Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 63

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ félagið yrði að taka ábyrgð vegna þess að tækninni fleygði fram og ef við tækjum ekki afstöðu til þess hvað við viljum gera og hvað ekki færum við einfald- lega á hausinn. Þorvaldur svaraði báðum hlutum spurningarinnar játandi: hagsmunir lækna og heilbrigðisstjórnar færu saman en kerfið stíaði þeim í sundur. Einn þáttur í því væri að stjómvöld tækju ekki ákvarðanir um heil- brigðismál. - Það ríkir engin stefna í heilbrigðisráðu- neytinu, sagði hann og bætti því við að stjórnmála- mönnum þætti betra að láta læknum eftir að taka ákvarðanir. Undir þetta tóku margir og voru nefnd um það tvö dæmi. Annars vegar Gula skýrslan svo- nefnda um fækkun sjúkrahúsa á landsbyggðinni og hins vegar áiit nefndar frá 1998 um málefni geðlækn- inga. í fyrrnefnda dæminu voru aldrei teknar neinar stjórnvaldsákvarðanir en samt var tillögum skýrsl- unnar fylgt í stórum dráttum, aðallega af læknum. I síðarnefnda dæminu var ekkert gert með tillögur nefndarinnar fyrr en fámennt félag barnageðlækna gerði uppistand nú í vetur. 4. Hafa læknar ekki vilja eða getu til að stjórna og hafa þeir látið öðrum fagstéttum innan heilbrigðiskerfisins eftir stjórn á vinnu- stöðum og á víðari vettvangi? Þessari spurningu var raunar búið að svara að hluta í upphafi umræðunnar. Jón Snædal bætti því við sem áður var sagt að vissulega hefðu hjúkrunarfræðingar tekið að sér stóran hluta stjórnunarinnar. Þetta ætti ekki síst við starfsmannamálin enda heyrðu allt að 80% starfsmanna heilbrigðisstofnana undir hjúkrun- arsvið. Hann bætti því við að hjúkrunarfræðingar sinntu þessu starfi með mestu prýði og læknar hefðu engan áhuga á að sölsa það undir sig. Hins vegar væri skipulag stofnana oft óljóst sem kæmi meðal annars niður á sambandi lækna við stéttir sem vildu njóta leiðsagnar þeirra en fengju hana ekki sem skyldi. Þar nefndi hann sem dæmi sálfræðinga og félagsráðgjafa en staða þeirra í stjórnkerfi stofnananna væri að mörgu leyti sérkennileg. Þorvaldur Ingvarsson tók undir með Jóni og sagði að af einhveijum ástæðum hefði ekki komist almenni- legt skipulag á innlagnir á deildir FSA fyrr en hjúkrunarfræðingar tóku að sér að stýra þeim. Ekki vissi hann af hverju það stafaði en sagði lækna yfirleitt hafa viljann til að stjórna þótt getan væri vissulega mismikil. Oft gætu menn átt erfitt með að hverfa aftur í lækningarnar eftir að hafa sinnt stjórnun um skeið og vildu því festast í henni. Þess vegna hefði verið tekinn upp sá siður á FSA að ráða stjórnendur til fimm ára. Að þeim tíma liðnum gefst mönnum kostur á að hverfa aftur í lækningarnar en halda samt stöðu yfir- læknis og launum. Á það var bent að læknar gætu átt erfitt með að helga sig lækningum að nýju ef þeir hefðu ekki getað fylgst með þróuninni í sinni grein. Þorvaldur var beðinn að lýsa helstu kostum sem prýða ættu lækninn sem stjórnanda og nefndi hann fyrst að hann þyrfti að hafa leiðtogahæfileika og njóta trausts. Ennfremur þyrfti hann að vera góður í sam- starfi, geta tekið gagnrýni og greint aðalatriði frá aukaatriðum. Sigurbjörn vitnaði í Jón Sigurðsson for- seta sem sagði að alþingismenn mættu ekki taka öll andmæli sem illan vilja og hermdi þetta upp á stjórn- endur heilbrigðisstofnana. Aðrir vildu herma þetta upp á starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins sem tækju öllu sem kæmi frá LÍ með tveimur hrútshornum. í framhaldi af þessu var rætt um nauðsyn þess að læknar tækju þátt í umræðu um heilbrigðismál á já- kvæðan og uppbyggilegan hátt í stað þess að ein- skorða sig við að bregðast við neikvæðu áreiti sem væri því miður alltof algengt. Voru meðal annars sagðar sögur um tortryggnislegar móttökur sem lækn- ar fengju gjarnan í ráðuneytinu. Þar á bæ hefðu menn mestan áhuga á peningum, sparnaði og niðurskurði en nenntu ekki að hlusta á annað tal. 5. Á LÍ að hafa skoðun og marka stefnu í þess- um málefnum sem snúa að stöðu lækna innan heilbrigðiskerfisins og yrði gagn að því? Þegar hér var komið sögu var búið að drepa á ýmsu sem varðaði þessa spurningu en undir lokin snerist umræðan um það hvert ætti að vera hlutverk LÍ og einnig um það hvað læknar ættu að gera til að styrkja stöðu sína og ímynd. Flestir ef ekki allir fundarmenn voru á því að félagið ætti að hafa skoðun á heilbrigð- iskerfinu og að brýnt væri að sinna faglegum málum af engu minna krafti en kjaramálunum. Ófeigur tók svo til orða að honum hefði brugðið þegar hann kom til landsins að loknu sérnámi árið 1999 og varð þess var hversu lítill faglegur áhugi væri meðal lækna mið- að við það sem hann átti að venjast vestanhafs. Birna Jónsdóttir benti á að mjög stór hluti ríkisút- gjalda rynni til heilbrigðismála og læknar gætu haft mikil áhrif á það hvernig þessu fé er varið. Hins vegar þyrftu þeir að varast að umræðan snerist eingöngu um kjaramál lækna eins og alltof algengt hefur verið. Aðrir nefndu að félagið þyrfti að ýta undir störf að gæðamálum í heilbrigðiskerfinu og stuðla að rann- sóknum á gæðum heilbrigðisþjónustunnar, ekki vegna þess að menn efuðust um að þau væru mikil heldur væri það brýnt fyrir stéttina og alla heilbrigðisstarfs- menn að geta sýnt fram á að þeir væru á réttri leið og veittu góða þjónustu. Sigurbjörn formaður var þeirrar skoðunar að oft gæti verið erfitt að greina á milli faglegra þátta og kjara lækna. Ásýnd þjónustunnar skipti sjúklinga máli og hefði áhrif á gæði hennar og kjör og starfs- ánægja lækna væri hluti af ásýndinni. Menn sam- sinntu þessu en bentu einnig á að það liti illa út fyrir lækna ef þeir sendu alltaf fram á leikvöllinn menn sem ættu mikilla hagsmuna að gæta sjálfir. Læknablaðið 2003/89 435
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.