Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Stjóm Læknafélags íslands Heilafok um stöðu læknisins - Síðari hluti frásagnar af umræðum stjórnarmanna LÍ á bökkum Eystri-Rangár Áfram skal haldið frásögn af umræðum stjórnar- manna Læknafélags íslands og gesta þeirra á bökk- um Eystri-Rangár en þær fóru fram á Hótel Rangá föstudaginn 21. mars. Fyrri hluti umræðunnar birtist í aprílhefti Læknablaðsins og var þar greint frá erindi Þorvalds Ingvarssonar lækningaforstjóra á FSA um lækninn sem stjórnanda. Einnig voru þar tíundaðar umræður um tvær af fimm spurningum sem skipu- leggjendur fundarins, þeir Ófeigur Þorgeirsson, Páll H. Möller og Sigurður E. Sigurðsson, vörpuðu fram. Nú er komið að þriðju spumingunni sem var svo- hljóðandi: Stjórnarmenn íþimgum 3. Fara hagsmunir lækna og heilbrigðisstjórn- þönkum á Hótel Rangá. ar ekki saman í að veita almenningi bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu? Eru læknar og stjórnvöld náttúrulegir antagónistar vegna uppbyggingar kerfisins? Hulda Hjartardóttir varpaði fram þeirri spurningu hvort læknar bæru yfirleitt skynbragð á verðlagningu þeirrar þjónustu sem þeir starfrækja. Læknar vissu almennt ekki mikið um hvað hlutirnir kostuðu og ættu því til að senda sjúklinga í dýrar rannsóknir eða láta þá fá dýrari lyf en þörf krefði. Hún bætti því við að læknar á spítölum væru langt frá peningunum og hefðu ekkert um þá að segja. Þorvaldur benti þá á að vissulega væru það læknar sem stjórnuðu fjármálum spítalanna en ekki sömu læknar og taka daglegar ákvarðanir um meðferð sjúk- linga. Hann var á því að hagsmunir lækna og stjórn- Þröstur valda ættu að fara saman þótt margt væri undarlegt í Haraldsson rekstri sjúkrahúsanna. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvers vegna til væru 11 tegundir af bólgu- eyðandi lyfjum í lyfjabúri FSA, þau gerðu svo til alveg sama gagn en verðmunurinn væri tuttugufaldur á því dýrasta og því ódýrasta. Ymislegt fleira var tínt til sem gerði læknum erfitt fyrir að fylgjast með verðlagi lyfja og þjónustu. Til dæmis væri verðlag lyfja í apótekum mjög breytilegt, bæði frá degi til dags og eftir afgreiðslustöðum. Því var haldið fram að ein helsta ástæðan fyrir því að læknar vissu ekki hvað hlutirnir kostuðu væri sú að þeim væri beinlínis kennt það í læknadeildinni að hugsa ekki um peninga eða hvað meðferðin kostaði. Jón Snædal leiddi talið að fyrri hluta spurningar- innar og hélt því fram að hagsmunir lækna og stjórn- valda færu ekki alltaf saman. Oft væri það þannig að hluti lækna væri í andstöðu við heilbrigðisstjómina meðan aðrir væru nokkuð ánægðir með sinn hlut. Stjórnvöld þyrftu á leiðsögn lækna að halda en fengju hana ekki frá félaginu sem gæti ekki veitt hana vegna innbyrðis ágreinings lækna. Stjórnvöld taka ekki ákvarðanir í framhaldi af þessu barst talið að samfélagslegri ábyrgð lækna sem sumir töldu einsýnt að læknar þyrftu að axla eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Sigur- bjöm formaður taldi að ekki væri sjálfgefið að læknar ættu að axla þá ábyrgð. - Af hverju eigum við að taka ábyrgð sem enginn annar vill taka? spurði hann. Sum- ir væru þeirrar skoðunar að ef læknar væm með hug- ann of mikið við hina samfélagslegu ábyrgð gætu þeir ekki tekið ákvarðanir um einkahagsmuni sjúklingsins. Sigurbjörn tók dæmi af því þegar fram kom fyrir nokkrum árum ný ábending um að gott væri að gefa sjúklingum með hjartaöng blóðfitulækkandi lyf. Þetta var nýr möguleiki í meðferð sem gat kostað samfé- lagið allt að 300 milljónum króna á ári vegna aukins lyfjakostnaðar. Það hafi hins vegar aldrei farið fram nein umræða um það hvort hægt væri að verja þess- um 300 milljónum betur í heilbrigðiskerfinu, til dæm- is með því að setja þær í aukna baráttu gegn reyking- um. Það hefði getað verið miklu verðmætara fyrir lýðheilsu, en stjórnmálamenn vilja ekki taka slíkar ákvarðanir, þeir vilja að læknar geri það lausir undan samfélagsábyrgð. Sigurður E. Sigurðsson sagði að það mætti ekki stilla hlutunum svona upp, að annaðhvort gætum við stundað forvarnir eða meðferð og líkn. Þetta sýndi að hin samfélagslega ábyrgð hefði sín takmörk. Ófeigur hélt því hins vegar fram að læknar og raunar allt sam- 434 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.