Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 41
PING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA E - 21 Verkjastilling med taugarótardeyfingu á brjóst- vegg (thoracal paravertebral block) eftir aðgerðir vegna brjóstakrabbameins. Samanburður á áhrifum búpivakaíns með adrenalíni og morfíni við áhrif búpivakaíns með adrenalíni. Forkönnun fyrir klíníska rannsókn Guðmundur Björnsson, Ástríður Jóhannesdóttir, Bjarni Valtýsson, Örn Ólafsson, Gísli H. Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut gudmbjor@simnet.is Inngangur: Skurðaðgerðum vegna bijóstakrabbameins fylgja oft bráðaverkir, ógleði og langvinnir verkir (1). í fyrri rannsóknum hef- ur verið sýnt fram á að gera má brjóstaaðgerðir í thorakal para- vertebral deyfingu (TPD). Verkir og ógleði eru minni eftir slíka að- gerð í deyfingu en svæfingu. Brjóstaaðgerðir eru þó yfirleitt gerðar í svæfingu til þæginda fyrir sjúklinga. Áhrif mismunandi lyfjagjafar í thoracal paravertebral deyfingu eru lítt rannsökuð. Við hyggjumst rannsaka hvort lausn sem inniheldur staðdeyfilyf og morfín valdi betri og/eða lengri verkjastillingu en staðdeyfilyf eitt sér, þar sem aðgerð er gerð í deyfingu og svæfingu. Sýndar eru niðurstöður for- könnunar (pilot study) sem er undanfari stærri rannsóknar. Aðferðir: 12 konur voru teknar inn í rannsóknina og fengu til skiptis thorakal paravertebral deyfingu, eins og lýst er af Eason og Wyatt (2), við T3 með búpivakaíni og adrenalíni annars vegar og búpiv- akaíni, adrenalíni og morfíni hins vegar. Sprautað var búpivakaíni 0,5% með adrenalíni 5 pg/ml 0,3 ml/kg (hámark 100 mg búpivaka- íns) eða sömu lausn að viðbættu morfíni 0,2 mg/ml. Sjúklingar sem ekki fengu morfín í deyfingu fengu sama magn morfíns undir húð. Sjúklingarnir voru síðan svæfðir. Gefið var paracetamól lg x 4 fyrsta sólarhring eftir aðgerð og ondansetron 4 mg í æð 15 mínútum fyrir lok aðgerðar. Verkjastilling eftir aðgerð var gefin með PCA dælu, sem innihélt morfín 1 mg/ml. Styrkur verkja og ógleði fyrstu þrjá sólarhringa eftir aðgerð var metinn með visual analog skala (VAS) og sársaukafull hindrun hreyfanleika í axlarlið metin í þremur stigum. Notkun PCA-morfíns og ógleðistillandi lyfja á fyrsta sólar- hring var skráð. Tegundir skurðaðgerða voru brottnám brjósts með eitlanámi í holhönd eða fleygskurður með eitlanámi í holhönd. Niðurstöður: Einn sjúklingur var útilokaður frá rannsókninni vegna fyrri sögu um gífurlega ógleði og tveimur sjúklingum tókst ekki að fylgja til enda rannsóknar. Styrkur verkja var lágur í báðum hópum, en með greinilegri tilhneigingu til lægri VAS-gilda í hópnum sem fékk deyfingu með morfíni á fyrsta sólarhring eftir aðgerð. Mesti munur sex klukkustundum eftir aðgerð, 15,5/1,3. Aðrir rannsóknar- þættir sýndu ekki mun á hópunum. Ályktun: Fjöldi sjúklinga í forkönnun þessari er of lítill til að töl- fræðileg úrvinnsla geti skilað marktækum niðurstöðum. Könnunin gefur vísbendingar um hvers megi vænta af fjölmennari rannsókn, auk gagnlegra upplýsinga fýrir framkvæmd hennar. Við teljum að munurinn á VAS-verkjagildum sem fram kom í forkönnuninni sé næg ástæða til hefja stærri rannsókn. Heimildir 1. Klein SM. Bergh A, Steele SM. Georgiade GS, Greengrass RA. Thoracic paravertebral block for breast surgery. Anesth Analg 2000; 90:1402-5. 2. Eason MJ, Wyatt R. Paravertebral thoracic block-a reappraisal. Anaesthesia 1979; 34; 638-42. E - 22 Áhrif kælingar á einkenni frá heila eftir hjartastopp Steinar Björnsson1, Felix Valsson2, Þorsteinn Sv. Stefánsson2, Gísli H. Sigurðsson2 'Háskóli íslands, læknadeild, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild Land- spítala Hringbraut felix@landspitali. is Inngangur. Hjartastopp utan spítala á íslandi eru um það bil 200 á ári. Nýlegar klínískar rannsóknir (1, 2) benda til þess að kæling eftir hjartastopp sé taugaverndandi. Kælingu hefur verið beitt sem með- ferð eftir hjartastopp síðan í apríl 2002 á Landspítala Hringbraut. Til- gangur þessarar rannsóknar var að: 1) meta áhrif kælingar á afdrif sjúklinga, 2) meta árangur þess hversu hratt og vel tókst að kæla sjúk- lingana. Efniviður og aðferðir: Alls var 21 sjúklingur kældur á tímabilinu apríl til desember 2002. Þessir sjúklingar voru bornir saman við 32 sjúklinga sem voru ekki kældir sem lögðust inn eftir hjartastopp á tímabilinu janúar 2000 til apríl 2002. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám varðandi: tíma frá áfalli að endurlífgun (t-1), tíma frá áfalli að því að sjálfvirkt blóðflæði komst á (t-2), tíma frá áfalli þar til kæling er hafin (t-3), tíma frá áfalli þar til lægsta hitastig náðist (t- 4) og hversu margir náðu kjörhitastigi (32-34°C). Afdrif sjúkling- anna var metið eftir hvert þeir útskrifuðust. Útkoma var talin góð ef sjúklingur útskrifaðist heim eða á endurhæfingardeild, slæm ef sjúk- lingur útskrifaðist á langlegudeild eða lést. Niðurstöður: Góð útkoma var skráð hjá 38,1% kældra samanborið við 28,1% ekki kældra. T-l) var 3,2 mínútur og 3,3 mínútur, t-2) var 35,4 mínútur og 29,3 mínútur að meðaltali hjá kældum og ekki kældum, í þessari röð. T-3) var 2,8 klukkustundir og t-4) var 9,8 klukkustundir að meðaltali hjá kælda hópnum. 43% sjúklinganna í kælda hópnum fóru ekki undir 34°C. Umræðun Niðurstöður sýna að árangur meðferðar meðvitundar- lausra sjúklinga eftir hjartastopp er lélegur. Kæling gæti hugsanlega bætt þennan árangur, en stærri rannsókna er þörf. Einnig benda niður- stöður þessarar rannsóknar til að nýrrar aðferðar sé þörf við kælingu þar sem núverandi aðferð tekur bæði langan tíma og er óáreiðanleg. Heimildir 1. The Hypothermia after Cardiac Arrest Study Group. Mild Theraputic Hypo- thermia to Improve the Neurologic Outcome after Cardiac Arrest. N Engl J Med 2002; 346: 549-56. 2. Bernard, et al.Treatment of Comatose Survivors of Out-of-Hospital Cardiac Arrest with Induced Hypothermia. N Engi J Med 2002; 346: 557-63. E - 23 Whipple’s aðgerðir í Reykjavík Þórður Ægir Bjarnason', Björn Geir Leifsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Gunnar Gunnlaugsson1, Hjörtur Gíslason1 'Skurðlækningadeild og 2Rannsóknastofa Landspítala í meinafræði hjorturg@landspitali.is Inngangur: Brottnámsaðgerðir bris- og skeifugarnar (Whipple’s að- gerð eða total pancreato-duodonectomy) eru stórar skurðaðgerðir þar sem hættan á fylgikvillum er mikil. Algengasta ábending aðgerð- ar er krabbamein í brisi og eru horfur sjúklinga slæmar þrátt fyrir aðgerð. Ávinningur aðgerðar hjá þessum sjúklingahópi er umdeild- ur, sérstaklega ef tíðni fylgikvilla er há. Aðgerð þessi er einnig gerð Læknablaðið 2003/89 413
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.