Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / FORMANNAFUNDUR LÍ Fagleg akademía LÍ? Viðhorf lækna bar oft á góma í þessari umræðu og þörfin fyrir að breyta þeim á ýmsan hátt og endaði sú umræða oftast í vangaveltum um læknadeild Háskóla fslands. Þar færi mikilvægasta uppeldið fram og því afar brýnt að deildin fylgdist vel með tímanum. Var á mönnum að heyra að nokkur misbrestur væri á því og þess vegna álitamál hvort ekki væri vænlegast til ár- angurs að stofna nýja læknadeild sem gæti veitt þeirri gömlu samkeppni. Spurning væri hvort sameining spítalanna hefði ekki dregið úr samkeppninni og þar með áhuga á kennslu læknanema. En þótt menn væru sammála um að samtök lækna hefðu skoðun á heilbrigðismálum þá er ekki einsýnt um það hvernig þeirri skoðun væri best fylgt eftir. Uppbygging félagsins er á þá leið að kjaramálin eru ýmist á könnu LÍ, svæða- eða sérgreinafélaganna en þau síðastnefndu hafa einkum séð um faglega starfið. Jón Snædal sagði að það yrði án vafa til mikils gagns að LÍ tæki meiri þátt í faglegri umræðu um heil- brigðismál en spurningin væri hvernig þeirri umræðu væri best fyrir komið. Það þyrfti að búa til vettvang og farveg fyrir hana. Sú hugmynd að stofna sérstaka nefnd eða jafnvel einskonar akademíu innan LÍ sem hefði það hlutverk að fjalla um og vinna að faglegum málum hlaut tals- verðan hljómgrunn. Var það von manna að slík stofn- un gæti styrkt stöðu félagsins og stéttarinnar við stefnumótun í heilbrigðismálum. Sigurbjörn formað- ur átti lokaorðin í þessari umræðu þegar hann vitnaði til Breta sem eiga sér langa lýðræðishefð. Þar í landi væru læknasamtökin skipt upp í fagfélög og stéttar- félög en þar væru stéttarfélögin líka fagfélög enda kölluðu stjórnvöld oft á þau til samráðs. Þar ríkti líka annað viðhorf til lækna því bresk stjórnvöld sæktust eftir því að kalla fram sjónarmið lækna þegar stefna er mótuð í heilbrigðismálum. Góð þjónusta en kerfið gallað í lok umræðunnar voru helstu atriði hennar dregin saman og þar varð niðurstaðan sú að Læknafélag Is- lands eigi að hafa skoðun á og beita sér í heilbrigðis- málum. Félagið þurfi að fylgjast með tímanum því nú væru miklir breytingatímar. Það þyrfti að leggja áherslu á að efla trúverðugleika stéttarinnar og vera ófeimið að ræða viðkvæm mál á borð við hagsmuna- tengsl og ásakanir um læknamistök. Félagið þurfi einnig að huga að stjórnunarhlutverki lækna og bæta samskipti innan stéttarinnar, þar á meðal milli al- mennra lækna og lækna í stjórnunarstöðum. Læknar þyrftu svo sjálfir að taka sér tak hvað varðar agaleysi og það hvernig þeir láta að stjórn. Undirbúningshópurinn sagðist myndi beita sér fyrir því í samráði við stjórn LI að koma á fót hópi sem fengi það hlutverk að fylgja eftir þeim hugmynd- um sem fram komu á málþinginu, það væri langtíma- verkefni sem ætti að stuðla að auknum metnaði, gæð- um og betri líðan jafnt lækna sem sjúklinga í heil- brigðiskerfinu. Lokaorðin átti Sigurður Björnsson sem hélt því fram að á íslandi væri veitt góð heil- brigðisþjónusta. Hins vegar þyrfti að færa ýmislegt til betri vegar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Það verður væntanlega verkefni LÍ á næstu misserum ef andinn frá Eystri-Rangá verður ríkjandi í störfum félagsins. Formannafundur LÍ Nýja læknadeíld en ekkert tilvísanakerfi Formannafundur Læknafélags fslands var hald- inn í húsakynnum félagsins í Kópavogi 11. apríl. Slíkir fundir eru haldnir á hverju vori og hafa þann tilgang að taka sólarhæðina á miðju starfsári stjórnar milli aðalfunda. Þangað mættu að vanda formenn svæðafélaga og sérgreinafélaga, gáfu skýrslur um starfsemi félaganna og hlýddu á skýrsl- ur stjórnar og formanna nefnda. Oft hefur verið brugðið á það ráð á þessum vorfundum að efna til málþings um eitthvert það efni sem brennur á læknum en svo var ekki nú heldur fór mestur tíminn í að ræða starf félagsins. Að sjálfsögðu komu þó til umræðu ýmis þau mál sem uppi eru í tíðinni, svo sem deilan um heilsu- Þröstur gæsluna á Suðurnesjum. Haraldsson Læknablaðið 2003/89 437
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.