Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 50
ÞIN G SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD ið gerast vegna samdráttar í veldabolnum. Flestir aðhyllast einhvers konar hreyfitruflanakenningar. Þar sem orsakir eru á reiki er ekki að vænta að samstaða sé um meðferð. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og samanburðarrannsóknir þess vegna óframkvæmanlegar. Ein- kennin eru margslungin; lítil sem engin, kyngingarörðugleikar, brjóstverkur, andremma, megrún, bakflæði og ásvelging. 50 ára gamall almennt hraustur karl leitaði á bráðamóttöku með tæplega sólarhrings sögu um verki um ofanverðan kviðinn. f sögu kom fram nokkurra vikna saga um minnkaða matarlyst, ógleði og kyngingarörðugleika. Við skoðun var hann með hita (38,4 °C) og hraðan hjartslátt en að öðru leyti var skoðun eðlileg. Fyrirhuguð var vélindaspeglun næsta vinnudag en í millitíðinni fór sjúklingur heim í leyfi. Daginn eftir kom sjúklingur með versnandi kviðverki. Hann gat ekki legið flatur vegna verkja og andþyngsla. Sjúklingur var veik- indalegur, með hita (38,6 °C), hraðan hjartslátt og tíða öndun. Önd- unarhljóð voru minnkuð hægra megin og hann var með eymsli hægra megin í kvið og bankeymsli yfir hægri nýrnastað. Hvít blóð- korn og CRP voru hækkuð. Lungnamynd sýndi vanþenslu (atel- ectasis) og mögulega íferð hægra megin. Tölvusneiðmynd af brjóst- holi sem var ófullkomin sýndi þéttingu í hægra lunga, vökva í fleiðruholi og grun um stóran þindarhaul. Sjúklingur var lagður inn, settur á sýklalyf og fyrirhuguð ný tölvusneiðmynd næsta morgun. A röntgenfundi vaknaði grunur um frítt loft kringum vélindaútvfkk- unin. Fengin var kyngingarmynd sem sýndi stóran vélindahaul og leka á skuggaefni. í framhaldi af því var sjúklingur tekin til að- gerðar. Brjóstholið var opnað hægra megin, hreinsað af graftrarsulli og skolað og vélindahaullinn fundinn. Bæði rofið og háls haulsins voru um 1 cm í þvermál. Sett var T-dren í rofið til veita afrás frá vélind- anu og brjóstholskeri. Gerð var magastóma og næringarsonda sett í smágirni. Gangur eftir aðgerð var eftir atvikum góður. Hiti á 16. degi leiddi í ljós gröft í hægri fleiðru sem var tæmt ómstýrt. Rúmlega þremur vikum eftir aðgerð var búið að fjarlægja kera aðra en T-kera sem teknir voru á 25. degi. Lekamynd tveimur dögum síðar sýndi engan leka og sjúklingur útskrifaðist heim. Nokkrum vikum seinna lagðist hann aftur inn með gangfistil milli vélinda og húðar og gröft í fleiðru sem hreinsaður var út. Þrýst- ingsmæling neðst í vélinda sýndi staðbundinn háan þrýsting. Til að hindra áframhaldandi leka og halda vélindanu opnu var lagt stent. Gangurinn lokaðist strax og sjúklingur útskrifaðist. Nokkrum vik- um seinna var vinstra brjósthol opnað, vélindahaullinn fjarlægður og vöðvaskurður (myotomy) gerður frá maga að ósæðaboga. Gang- ur eftir aðgerð var fylgikvillalaus og sjúklingnum sem er útskrifaður heilsast nú vel tveimur vikum eftir aðgerð. Celebra (celecoxib) (styttur Sériyfjaikrártexti) Abcndingar Til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar og iktsýki. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtastærðir handa fullorðnum: Slitgigt: Ráðlagður dagsskammtur er yfirleitt 200 mg einu sinni á sólarhring eða skipt í tvo skammta. Auka má skammtinn eftir þörfum í 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Iktsýki: Ráðlagður dagsskammtur er 200-400 mgskipt í tvo skammta. Ráðlagður hámarksskammtur ásólarhringer 400 mg.Nota má Celebra með mat eða án. Mismunur milli kynstofna: Sjúklingum af svarta kynstofninum á I upphafi meðferðar að gefa minni skammtinn (200 mg á sólarhring). Síðar meir má eftir þörfum auka skammtinn í 400 mg á sólarhring (sjá Lyfjahvörf). Aldradir: Öldruðum(>65 ára) á í upphafi meðferðar að gefa minni skammtinn (200 mg á sólarhring).Síðar meir má eftir þörfum auka skammtinn í 400 mg á sólarhring (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur og Lyfjahvörf). Sfcert lifrarstorfscmi: Hefja skal meðferð með helmingi ráðlagðs skammts hjá sjúklingum með staðfesta í meðallagi skerta lifrarstarfsemi sem hafa 25-35 g/1 af albúmíni í sermi. Hvað þennan sjúklingahóp varðar liggur einungis fyrir reynsla frá sjúklingum með skorpulifur. Skcrt nýrnastarfscmi: Reynsla af notkun celecoxibs handa sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýmastarfsemi er takmörkuð og skal þvi meðhöndla slíka sjúklinga með varúð. Skammtastærðir handa bömum: Celebra er ekki ætlað bömum. Frábendingar: Meðganga og konur sem geta orðið þungaðar, nema notuð sé örugg getnaðarvöm. Hjá þeim tveimur dýrategundum sem hafa verið rannsakaðar hefur komið í Ijós að celecoxib getur valdið fósturskemmdum. Hugsanleg áhætta fyrir þungaðar konur er ekki þekkt en ekki er unnt að útiloka hana. Brjóstagjöf. Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.Þekkt ofnæmi fyrir sulphonamiðum.Sjúklingar sem hafa fengið einkenni astma, bráða nefslímubólgu, nefsepa (nasal polyps), ofsabjúg, ofsakláða eða annars konar ofnæmi eftir notkun acetýfsalicýlsýru eða bólgueyðandi gigtarfyfja (NSAID).Virkt ætisár eða blæðingar í meltingarvegi. Bólgusjúkdómur í þörmum. Alvarleg hjartabilun. Alvarlegur lifrarsjúkdómur (albúmín í sermi <25 g/l eða Child-Pugh= 10). Sjúklingar með áætlaða kreatínínúthreinsun <30 ml/mín. Vamaðarorð og varúðarreglur Hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð með celecoxibi hefur komið fyrir gatmyndun, sár og blæðingar í efri hluta meltingarvegar. Því skal gæta varúðar hjá sjúklingum með sögu um sjúkdóm í meltingarvegi, t.d. sármyndun eða bólgur og hjá sjúklingum sem eru í sérstakri hættu hvað þetta varðar. Svo sem við á um önnur lyf sem hemja nýmyndun prostaglandina hefur sést vökvasöfnun og bjúgur hjá sjúklingum sem nota celecoxib. Því skal nota celecoxib með varúð handa sjúklingum með sögu um hjartabilun, vanstarfsemi vinstri slegils eða háþrýsting og hjá sjúklingum sem eru með bjúg af einhverri annarri ástæðu, vegna þess að hömlun prostaglandina getur haft í för með sér versnun nýmastarfsemi og vökvasöfnun. Einnig skal gæta varúðar hjá sjúklingum sem nota þvagræsilyf eða geta af öðrum orsökum verið í hættu á að verða fyrir blóðþurrð. H já öldruðum eru meiri líkur á skertri nýma- eða lifrarstarfsemi og sér í lagi skertri hjartastarfsemi og skal nota minnsta virkan skammt handa þeim, auk þess sem læknar skulu hafa viðeigandi eftiriit með sjúklingunum.í klínískum rannsóknum var sýnt fram á að celecoxib hefur svipuð áhrif á nýru og það NSAID sem miðað var við. Alvarlegar blæðingar hafa komið fyrir hjá sjúklingum sem jafnframt nota warfarin. Gæta skal varúðar þegar celecoxib er notað samtímis warfarini. Celecoxib hamlar CYP2D6. Enda þótt það sé ekki öflugur hemill þessa enzýms kann að vera nauðsynlegt að minnka skammta þeirra lyfja sem skömmtuð eru einstaklingsbundið og umbrotna fyrir tilstilli CYP2D6 (sjá Milliverkanir). Celecoxibgetur dulið hita. Líklega er ekki það mikill mjólkursykur í hverju hyiki (149,7 mg í 100 mg hylkjum og 49,8 mg í 200 mg hylkjum) að hann kalli fram sértæk einkenni mjólkursykursóþols. Milliverkanir: Lyfhrifamillrverkanir: Fylgjast á með blóðstorkuvirkni hjá sjúklingum sem nota warfarin eða svipuð fyf, einkum á nokkrum fyrstu dögunum eftir að meðferð með celecoxibi hefst og þegar skömmtum celccoxibs er breytL Greint hefur verið frá blæðingum í tengslum við lengingu protrombintíma, einkum og sér í lagi hjá öldruðum sjúklingum, sem nota samtímis warfarin og celecoxib.NSAID geta dregið úr virkni þvagræsilyf|a og háþrýstíngsfyfja.Eins og við á um NSAID getur hætta á bráðri nýmabilun aukist við samtímis notkun ACE-hemla og celecoxibs. Á það hefur verið bent að samtímis notkun NSAID og cidosporins eða tacrolimus geti aukið eiturverkanir cidosporins og tacrolimus á ným. Því skal fylgjast náið með nýmastarfsemi þegar celecoxib er notað samtímis öðru hvoru þessara lyfja. Nota má celecoxib samtímis litlum skömmtum aí acetýtsalicýfsýru en það kemur þó ekki í stað acetýlsaJicýlsýRi sem notuð er tíl fyrirbyggjandi meðferðar við hjarta- og æðasjúkdómum. Lyfjahvarfamilliverkanir: Áhrif celecoxibs á önnur lyf Celecoxib hemur CYP2D6. Við meðferð með celecoxibi jókst plasmaþéttni CYP2D6 hvarfefnisins dextrómetorfans um 136%.Við samtímis meðferð með celecoxibi getur plasmaþéttni þeirra lyfja aukist, sem umbrotna fyrir tilstilli þessa enzýms.Meðal lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2D6 eru geðlægðarfyf (þríhringlaga og SSRI), sefandi lyf (neuroleptics), lyf við hjartsláttartruflunum og fleiri. Þegar byrjað er á samtímis meðferð með celecoxibi þarf hugsanlega að minnka skammt CYP2D6 hvarfefna, sem skömmtuð eru einstaklingsbundið, eða auka skammtinn þegar meðferð með celecoxibi er hætt. In vitro rannsóknir gefa til kynna að celecoxib geti hamlað CYP2C19 hvöttum umbrotum. Klínískt mikilvægi þessara in vitro vísbendinga er ekki þekkt. Dæmi um lyf sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2C19 eru diazepam, citalopram og imipramin. í milliverkanarannsókn hafði celecoxib engin marktæk klínísk áhrif á lyfjahvörfgetnaðarvamalyfja til inntöku (I mg noretísteron/35 míkróg etinylestradiol). Celecoxib hefur ekki áhrif á lyfjahvörf tolbutamiðs (CYP2C9 hvarfefni) eða glibendamids í þeim mæli að það skipti klínísku máli. Hjá sjúklingum með iktsýki hafði celecoxib engin tölfræðilega marktæk áhrif á fyfjahvörf (plasma- og nýmaúthreinsun) metótrexats (í þeim skömmtum sem notaðir eru við gigt). Engu að síður skal íhuga viðeigandi eftiriit með eiturverkunum tengdum metótrexati, þegar þessi tvö lyf eru notuð samtímis. Hjá heilbrigðum einstaklingum sem fengu celecoxib 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring og litíum 450 mg tvisvar sinnum á sólarhring jókst Cmw litíums að meðaltali um 16% og AUC Irtíums jókst að meðaltali um 18%. í upphafi og við tok meðferðar með celecoxibi skal því fylgjast náið með sjúklingum sem nota Irtíum. Ahrif annarra lyfja á celecoxib: Vegna þess að celecoxib umbrotnar að langmestu leyti fyrir tilstilli CYP2C9, skal nota helming ráðlagðs skammts hjá sjúklingum sem nota fluconazol. Samtímis notkun staks 200 mg skammts celecoxibs og fluconazols 200 mg, sem er öflugur CYP2C9 hemill, einu sinni á sólarhring leiddi til þess að Cnux celecoxibs jókst að meðahali um 60% og AUC jókst að meðaltali um 130%. Plasmaþéttni celecoxibs getur minnkað við samtímis notkun CYP2C9 hvata, svo sem rifampicins, carbamazepins og barbiturfyfja. Þess hefur ekki orðið vart að ketoconazol eða sýrubindandi fyf hafi áhrif á fyfjahvörf celecoxibs. Meðganga og brjóstagjöf: Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun celecoxibs á meðgöngu. I dýrarannsóknum (rottur og kanínur) hafa sést eiturverkanir á æxlun, þ.á m. Fósturskemmdir. Hugsanleg hætta fyrir menn er ekki þekkt en ekki er unnt að útiloka hana. Eins og önnur fyf sem hemja nýmyndun prostaglandina getur celecoxib valdið legtregðu (uterine inertia) og ótímabærri lokun á brjóstgangi (ductus arteriosus) á síðasta þriðjungi meðgöngu. Þungun og hugsanleg þungun er frábending fyrir gjöf celecoxibs. Verði kona þunguð í meðferð með celecoxibi skal hætta meðferðinni. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á útskilnaði celecoxibs í brjóstamjólk. Hjá rottum útskilst celecoxib í mjólk í þéttni sem svarar til plasmaþéttni. Konur sem nota celecoxib eiga ekki að hafa bam á brjósti. Akstur og stjómun vinnuvéla: Sjúklingar sem finna fyrir sundli, svima eða syfju þegar þeir nota celecoxib eiga ekki að aka bifreið eða nota vélar. Aukavcrkanir: Algengar (= 1%): Bjúgur á útlimum/vökvasöfnun. Kviðverkur, niðurgangur, meltingartruflun, vindgangur. Sundl. Svefnleysi. Kokbólga, nefslímubólga, skútabólga, sýkingar í efri hluta öndunarvegar. Útbrot. Sjaldgæfar (0.1 %-1 %): Blóðleysi. Hjarta og æðar: Háþrýstingur. hjartsláttarónot. Hægðatregða, ropi, magabólga, munnbólga, uppköst. Óeðlileg lifrarstarfsemi, hækkuð gildi transamínasa. Óeðlileg nýmapróf (aukning kreatíníns og þvagefnis, blóðkalíumhækkun). Þokusýn, ofspenna vöðva, náladofi (paraesthaesia). Kvíði, geðlægð. Hósti, mæði.Ofsakláði. Sinadráttur, eymasuð, þreyta, þvagfærasýkingar. MJög sjaldgæfar (<0,/%); Hvítfrumnafæð, blóðflagnafæð. Sármyndun í maga, skeifugöm og vélinda, kyngingartregða, gatmyndun í meltingarvegi, vélindisbólga, sortusaur. Ósamhæfing vöðvahreyfinga. Hários, aukið Ijósnæmi. Breytt bragðskyn. Frá því fyfið var markaðssett hefur verið tilkynnt um höfuðverk, ógleði og liðverki auk eftirtalinna aukaverkana sem koma örsjaldan fyrir < I/10.000 eða sem einstök tilvik eru um: AJvarlegt ofnæmi, bráðaofnæmislost, ofsabjúgur. Blóðfrumnafæð.Hjartabilun, hjartadrep. Blæðingar í meltingarvegi, bráð brisbólga. Æðabólga, vöðvabólga. Lifrarbólga, gula. Rugl. Bráð nýmabilun. Berkjukrampar. Einstök tilvik um skinnflagning, þ.á m. Stevens-Johnson heilkenni, dreplos húðþekju (epidermal necrofysis), regnbogaroðasótt. Pakkningar og verð I. april 2003: Hyiki. hart 100 mg: 100 stk. (þynnupakkað) 7.589 kr. Hylki. hart 200 mg: 10 stk. (þynnupakkað) 2.001 kr.. 20 stk (þynnupakkað) 3.273 kr.. 100 stk. (þynnupakkað) 13.128 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er fyfseðilsskylt. Grciðslufyrirkomulag: E. Handhafi markaðslcyfis: Pharmada AS. Overgaden neden Vandet 7,1414 Kobenhavn K, Danmörk. Umboðsaðili á Islandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2.210 Garðabæ. Sérfyfjaskrártexta í fullri lengd (síðast uppfært I. júlí 2002), má nálgast hjá Pfizer, PharmaNor hf.. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. CELEBRA (CELECOXIB) 422 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.