Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 49
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD
botnlangatöku eða kviðsjáraðgerð. Ekkert sjúkrahúsanna hafði
notað stigakerfið áður. Klínískar upplýsingar voru skráðar af skurð-
lækni en stigafjöldi var ekki reiknaður út fyrr en eftir botnlanga-
töku. Skurðlæknir gat því ekki notað stigin við greiningu. Reiknað
var út jákvætt forspárgildi (JFG) við greiningu bráðrar botnlanga-
bólgu, neikvætt forspárgildi (NFG), næmi og sértæki. Forspárgildi
stigakerfisins var einnig borið saman við forspárgildi klínískrar
greiningar skurðlæknis.
Niðurstöður: JFG Fenyö-Lindberg stigakerfis var hærra en JFG
skurðlæknis í heildarþýðinu (0,90 á móti 0,79 (p<0,001)). Stigakerf-
ið jók greiningarhæfni hjá konum (0,83 á móti 0,70 (p<0,01)), sér-
staklega á aldrinum 15-30 ára þar sem JFG jókst úr 0,69 í 0,82, og á
aldrinum 31-50 ára (0,68 í 0,86) (p<0,01). Hins vegar var sértæki
prófsins í þessum undirhópum lágt (0,51 og 0,75).
Alyktun: Fenyö-Lindberg stigakerfi er einfalt klínískt tól sem bætir
greiningu bráðrar botnlangabólgu, sérstaklega hjá konum á frjó-
semisskeiði. Rétt er þó að hafa í huga að sértæki prófsins í þessum
undirhópi er lágt. Því getur þurft að framkvæma fleiri rannsóknir
og/eða fylgja sjúklingnum eftir séu niðurstöður stigakerfisins nei-
kvæðar eða ósannfærandi.
V - 10 Núkleótíðviðtakar og samdráttur í kransæða-
græðlingum
Tómas Guðbjartsson', Catharina Borna2, Lingwei Wang2, Lena
Karlsson3, Sverker Jern3, Malin Malmsjö2, David Erlinge2
'Hjartaskurðdeild, 2Hjartadeild háskólasjúkrahússins í Lundi, 3Lyf-
læknisdeild, Sahlgrenska háskólasjúkrahússins/Östra, Gautaborg
tomasgudbjartsson@hotmail.com
Inngangur: Vinstri bijóstholsslagæð (LIMA) og ganglimabláæð (v.
saphena magnd) eru algengustu græðlingar sem notast er við í
kransæðahjáveituaðgerðum (CABG). Tíðni stíflana í bláæðagræð-
lingum er mun hærri en í brjóstholsslagæð (90% á móti 50% stíflað-
ir tíu árum eftir aðgerð). Orsakir þessa eru ekki þekktar en P2
núkleótíð-viðtakar geta haft þýðingu. Þegar P2 viðtakar eru örvaðir
með umfrymis-núkleótíðum (ATP, ADP, UTP og UDP) miðla þeir
samdrætti og örva vöxt sléttra vöðvafruma í æðaveggnum. Núkleó-
tíðin myndast við tog og súrefnisþurrð í sléttum vöðvafrumum í
æðaveggnum, blóðflögum, innþekju æða, bólgu- og hjartavöðva-
frumum. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif mismunandi P2 við-
taka á samdrátt bláæða- og slagæðagræðlinga.
Efniviður og aðferðir: Notaðir voru 1-2 cm bútar af vinstri brjóst-
holsslagæð og ganglimabláæð hjá 16 sjúklingum sem gengust undir
hjáveituaðgerð. Innþekja æðanna var fjarlægð, æðabútunum komið
fyrir í mælitæki og gerandefnum (agónistum) beitt á þá in vitro.
Samdráttur (isometric tension) var skráður sem hlutfall af K+
styrkt. Fjölforma PCR tækni var notuð til að mæla mRNA P2 við-
taka.
Niðurstöður: Gerandefnið fyrir P2Xj viðtaka, aP-MeATP, olli
mestum samdrætti með kröftugri samdrætti í bláæð (K25 = 5,19,
Cmax = 76 ± 10) en slagæð (K25 = 4,15, Cmax =24 ± 13, p<0,05). Ger-
andefnið fyrir P2Y6 viðtaka, UDPpS, olli einnig kröftugri sam-
drætti í bláæð en slagæð (K25 =4,99, Cmax =80 ± 30 vs. K25 = 4,28,
Cmax =42 ± 14, p<0,05). UDPpS olli ennfremur langvarandi sam-
drætti (>2 klukkustundir) sem skýrist af hægri ónæmingu P2Y6 við-
taka. Samdrátt vegna ATP var ekki hægt að upphefja með ónæm-
ingu P2X, viðtaka (ap-MeATP), eða P2Y2/4 viðtaka (UDPpS),
sem gefur vísbendingu um að fleiri ATP-viðtakar séu til staðar sem
miðla samdrætti. Samkvæmt PCR mælingum virðist P2YU geta
verið slíkur viðtaki.
Alyktun: P2 viðtakar eru ólíkir í brjóstholsslagæð og bláæðum
ganglima. P2Y6 og P2Xt viðtakar valda kröftugri samdrætti í blá-
æða- en slagæðagræðlingum. Þar sem P2Y6 viðtakar örva einnig
vöxt sléttra vöðvafruma í æðavegg er hugsanlegt að þeir eigi þátt í
stíflun bláæðagræðlinga. Niðurstöður okkar geta hugsanlega skýrt
muninn á endingu bláæða- og slagæðagræðlinga. Fræðilega gætu
sértækir hemjarar fyrir P2Xj og P2Y6 viðtaka komið í veg fyrir sam-
drátt og stíflu í bláæðagræðlingum eftir kransæðahjáveituaðgerð.
V - 11 GIST ■ endaþarmi. Sjúkratilfelli
Þórarinn Kristmundsson1, Páll Helgi Möller1, Helgi J. ísaksson2,
Eirikur Jónsson3, Þorvaldur Jónsson'
'Skurðlækningadeild, 2Þvagfæraskurðdeild Landspítala, 3Rann-
sóknarstofu háskólans í meinafræði
pallm@landspitali. is
Sextíu og fimm ára gamall karlmaður gekkst undir nýblöðruaðgerð
í október 2000. Við reglubundið eftirlit hjá þvagfæraskurðlækni í
nóvember 2002 kom í ljós 2x2 cm stór fyrirferð í bakvegg enda-
þarms. Það var ekki saga um verki, blæðingar, breytingar á hægða-
venjum eða óþægindi frá endaþarmi.
Ristilspeglun sýndi fyrirferð undir heilli slímhúð en var eðlileg
að öðru leyti. Æxlið var fjarlægt með einfaldri skurðaðgerð og sjúk-
lingur útskrifaður af sjúkrahúsi daginn eftir aðgerð.
Vefjagreining sýndi spólfrumuæxli með jákvæðri mótefnasvörun
fyrir c-kit próteini (CD -117) sem samræmist GIST æxli. Það voru
engin merki um drep í æxlinu og engar frumuskiptingar sjáanlegar.
Æxlið var því dæmt góðkynja og sjúklingur talinn læknaður án
frekari meðferðar.
GIST eru bandvefsæxli sem geta átt uppruna sinn hvar sem er í
meltingarveginum. Oftast finnast þau í maga (50%), smágirni
(25%), ristli (10%) eða vélinda (5%) en mjög fáum tilfellum hefur
verið lýst í endaþarmi. Flestir sjúklinganna eru einkennalausir við
greiningu.
Munurinn á illkynja og góðkynja GIST er ekki alltaf augljós en
stærð æxlis og fjöldi frumuskiptinga hefur sennilega mesta þýðingu.
Meðferðin er skurðaðgerð en ný lyfjameðferð sem veldur minnkun
á æxlisvexti hefur sýnt góðan árangur.
V - 12 Rof á vélindahaul. Sjúkratilfelli
Hulda María Einarsdóttir', Páll Helgi Möller', Kristinn Jóhanns-
son2, Gunnar H. Gunnlaugsson', Jónas Magnússon'
'Skurðlækningadeild og 2Hjarta- og brjóstholsskurðlækningadeild
Landspítala
pallm@landspitali. is
Vélindahaull (epiphrenic diverticulum) er útbungun á slímhúð og
slímubeð gegnum vöðvalagið á neðstu 10 cm vélindans. Þetta er tal-
Læknablaðið 2003/89 421