Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 49
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD botnlangatöku eða kviðsjáraðgerð. Ekkert sjúkrahúsanna hafði notað stigakerfið áður. Klínískar upplýsingar voru skráðar af skurð- lækni en stigafjöldi var ekki reiknaður út fyrr en eftir botnlanga- töku. Skurðlæknir gat því ekki notað stigin við greiningu. Reiknað var út jákvætt forspárgildi (JFG) við greiningu bráðrar botnlanga- bólgu, neikvætt forspárgildi (NFG), næmi og sértæki. Forspárgildi stigakerfisins var einnig borið saman við forspárgildi klínískrar greiningar skurðlæknis. Niðurstöður: JFG Fenyö-Lindberg stigakerfis var hærra en JFG skurðlæknis í heildarþýðinu (0,90 á móti 0,79 (p<0,001)). Stigakerf- ið jók greiningarhæfni hjá konum (0,83 á móti 0,70 (p<0,01)), sér- staklega á aldrinum 15-30 ára þar sem JFG jókst úr 0,69 í 0,82, og á aldrinum 31-50 ára (0,68 í 0,86) (p<0,01). Hins vegar var sértæki prófsins í þessum undirhópum lágt (0,51 og 0,75). Alyktun: Fenyö-Lindberg stigakerfi er einfalt klínískt tól sem bætir greiningu bráðrar botnlangabólgu, sérstaklega hjá konum á frjó- semisskeiði. Rétt er þó að hafa í huga að sértæki prófsins í þessum undirhópi er lágt. Því getur þurft að framkvæma fleiri rannsóknir og/eða fylgja sjúklingnum eftir séu niðurstöður stigakerfisins nei- kvæðar eða ósannfærandi. V - 10 Núkleótíðviðtakar og samdráttur í kransæða- græðlingum Tómas Guðbjartsson', Catharina Borna2, Lingwei Wang2, Lena Karlsson3, Sverker Jern3, Malin Malmsjö2, David Erlinge2 'Hjartaskurðdeild, 2Hjartadeild háskólasjúkrahússins í Lundi, 3Lyf- læknisdeild, Sahlgrenska háskólasjúkrahússins/Östra, Gautaborg tomasgudbjartsson@hotmail.com Inngangur: Vinstri bijóstholsslagæð (LIMA) og ganglimabláæð (v. saphena magnd) eru algengustu græðlingar sem notast er við í kransæðahjáveituaðgerðum (CABG). Tíðni stíflana í bláæðagræð- lingum er mun hærri en í brjóstholsslagæð (90% á móti 50% stíflað- ir tíu árum eftir aðgerð). Orsakir þessa eru ekki þekktar en P2 núkleótíð-viðtakar geta haft þýðingu. Þegar P2 viðtakar eru örvaðir með umfrymis-núkleótíðum (ATP, ADP, UTP og UDP) miðla þeir samdrætti og örva vöxt sléttra vöðvafruma í æðaveggnum. Núkleó- tíðin myndast við tog og súrefnisþurrð í sléttum vöðvafrumum í æðaveggnum, blóðflögum, innþekju æða, bólgu- og hjartavöðva- frumum. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif mismunandi P2 við- taka á samdrátt bláæða- og slagæðagræðlinga. Efniviður og aðferðir: Notaðir voru 1-2 cm bútar af vinstri brjóst- holsslagæð og ganglimabláæð hjá 16 sjúklingum sem gengust undir hjáveituaðgerð. Innþekja æðanna var fjarlægð, æðabútunum komið fyrir í mælitæki og gerandefnum (agónistum) beitt á þá in vitro. Samdráttur (isometric tension) var skráður sem hlutfall af K+ styrkt. Fjölforma PCR tækni var notuð til að mæla mRNA P2 við- taka. Niðurstöður: Gerandefnið fyrir P2Xj viðtaka, aP-MeATP, olli mestum samdrætti með kröftugri samdrætti í bláæð (K25 = 5,19, Cmax = 76 ± 10) en slagæð (K25 = 4,15, Cmax =24 ± 13, p<0,05). Ger- andefnið fyrir P2Y6 viðtaka, UDPpS, olli einnig kröftugri sam- drætti í bláæð en slagæð (K25 =4,99, Cmax =80 ± 30 vs. K25 = 4,28, Cmax =42 ± 14, p<0,05). UDPpS olli ennfremur langvarandi sam- drætti (>2 klukkustundir) sem skýrist af hægri ónæmingu P2Y6 við- taka. Samdrátt vegna ATP var ekki hægt að upphefja með ónæm- ingu P2X, viðtaka (ap-MeATP), eða P2Y2/4 viðtaka (UDPpS), sem gefur vísbendingu um að fleiri ATP-viðtakar séu til staðar sem miðla samdrætti. Samkvæmt PCR mælingum virðist P2YU geta verið slíkur viðtaki. Alyktun: P2 viðtakar eru ólíkir í brjóstholsslagæð og bláæðum ganglima. P2Y6 og P2Xt viðtakar valda kröftugri samdrætti í blá- æða- en slagæðagræðlingum. Þar sem P2Y6 viðtakar örva einnig vöxt sléttra vöðvafruma í æðavegg er hugsanlegt að þeir eigi þátt í stíflun bláæðagræðlinga. Niðurstöður okkar geta hugsanlega skýrt muninn á endingu bláæða- og slagæðagræðlinga. Fræðilega gætu sértækir hemjarar fyrir P2Xj og P2Y6 viðtaka komið í veg fyrir sam- drátt og stíflu í bláæðagræðlingum eftir kransæðahjáveituaðgerð. V - 11 GIST ■ endaþarmi. Sjúkratilfelli Þórarinn Kristmundsson1, Páll Helgi Möller1, Helgi J. ísaksson2, Eirikur Jónsson3, Þorvaldur Jónsson' 'Skurðlækningadeild, 2Þvagfæraskurðdeild Landspítala, 3Rann- sóknarstofu háskólans í meinafræði pallm@landspitali. is Sextíu og fimm ára gamall karlmaður gekkst undir nýblöðruaðgerð í október 2000. Við reglubundið eftirlit hjá þvagfæraskurðlækni í nóvember 2002 kom í ljós 2x2 cm stór fyrirferð í bakvegg enda- þarms. Það var ekki saga um verki, blæðingar, breytingar á hægða- venjum eða óþægindi frá endaþarmi. Ristilspeglun sýndi fyrirferð undir heilli slímhúð en var eðlileg að öðru leyti. Æxlið var fjarlægt með einfaldri skurðaðgerð og sjúk- lingur útskrifaður af sjúkrahúsi daginn eftir aðgerð. Vefjagreining sýndi spólfrumuæxli með jákvæðri mótefnasvörun fyrir c-kit próteini (CD -117) sem samræmist GIST æxli. Það voru engin merki um drep í æxlinu og engar frumuskiptingar sjáanlegar. Æxlið var því dæmt góðkynja og sjúklingur talinn læknaður án frekari meðferðar. GIST eru bandvefsæxli sem geta átt uppruna sinn hvar sem er í meltingarveginum. Oftast finnast þau í maga (50%), smágirni (25%), ristli (10%) eða vélinda (5%) en mjög fáum tilfellum hefur verið lýst í endaþarmi. Flestir sjúklinganna eru einkennalausir við greiningu. Munurinn á illkynja og góðkynja GIST er ekki alltaf augljós en stærð æxlis og fjöldi frumuskiptinga hefur sennilega mesta þýðingu. Meðferðin er skurðaðgerð en ný lyfjameðferð sem veldur minnkun á æxlisvexti hefur sýnt góðan árangur. V - 12 Rof á vélindahaul. Sjúkratilfelli Hulda María Einarsdóttir', Páll Helgi Möller', Kristinn Jóhanns- son2, Gunnar H. Gunnlaugsson', Jónas Magnússon' 'Skurðlækningadeild og 2Hjarta- og brjóstholsskurðlækningadeild Landspítala pallm@landspitali. is Vélindahaull (epiphrenic diverticulum) er útbungun á slímhúð og slímubeð gegnum vöðvalagið á neðstu 10 cm vélindans. Þetta er tal- Læknablaðið 2003/89 421
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.