Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 45
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD
Veggspjöld
V - 1 íslenska krabbameinsverkefnid - Gagnabanki fyrir
krabbamein í blöðruhálskirtli
Rafn Hilmarsson', Eiríkur Jónsson', Ársæll Kristjánsson', Baldvin
Kristjánsson', Valur Þór Marteinsson2, Eiríkur Steingrímsson3,
Steinunn Thorlacius3
'Þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, Tjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, ’UVS
rafnh@hotmail.com
Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabba-
mein karla á ísiandi með árlegt nýgengi um 150 og fjöldi sjúklinga á
lífi um 1030. Til þess að öðlast betri skilning á eðli sjúkdómsins hef-
ur í tengslum við ÍK verið búinn til gagnabanki með klínískum upp-
lýsingum og blóðsýnum frá sjúklingum með krabbamein í blöðru-
hálskirtli.
Efniviður og aðferðir: Heildarfjöldi sjúklinga í gagnabankanum eru
nú 602. Skoðaðar voru sjúkraskrár og önnur fyrirliggjandi gögn, svo
sem rannsóknarniðurstöður, vefjagreiningar, bæði frá sjúkrahúsum
sem og gögn frá stofum sérfræðinga.
Niðursföður: Sjúklingum er skipt í fjóra undirhópa eftir klínískri
stigun. Hópur I (Tla) eru sjúklingar með huldumein og greinast
fyrir tilviljun við TURP. Hópur II (Tlb-T2) eru sjúklingar með stað-
bundinn sjúkdóm. Hópur III (T3) eru sjúklingar með staðbundna
útbreiðslu og hópur IV (T4) eru með ífarandi vöxt og/eða eitla eða
fjarmeinvörp. Meðfylgjandi tafla sýnir dreifingu sjúklinga í undir-
hópa og sjúkdómsmynd þeirra.
Hópur Fjöldi sjúklinga Gleason meöaltal PSA meöaltal Hlutfall 1998-2000*
Huldumein 1 113 (19%) 3,5 6,2 11%
Staöbundin II 369 (61%) 5,4 24,5 53%
Stabundin útbreiðsla III 56 (9%) 6,6 60 17%
Útbreiddur sjúkdómur IV Óþekkt 58 (9%) 6 (1%) 7,1 464 19%
Alls 602(100%) 5,4 71 100%
' Upplýsingar frá Krabbameinsfélagi íslands
Alyktanir: Með tilkomu gagnabanka um krabbamein í blöðruháls-
kirtli skapast einstakt tækifæri til þess að rannsaka sjúkdóminn hjá
íslenskum körlum.
V - 2 Endursköpun á fæti með fríum latissimus dorsi
vöðva - Sjúkratifelli
Antonios Koumouridis, Rafn A. Ragnarsson, Jens Kjartansson,
Guðmundur M. Stefánsson
Lýtalækningadeild Landspítala
akoumouridis@web. de
Inngangur: Latissimus dorsi flipinn er stærsti einstaki flytjanlegi
hluti líkamans. Hann er vel aðgengilegur og hefur mikla fjölvirkni.
Flipinn getur verið notaður sem stilkaður eða frír, sem vöðvi/húð,
vöðvi/húðgræðlingur eða einungis vöðvi eftir því hvað hentar í
hverju tilviki.
Tilfelli: Fjörutíu og sex ára gömul kona varð fyrir slæmum áverka á
vinstra fæti 1997. Um var að ræða afhönskun á svæði yfir laterala
ökkla og alla ristina. Sárið var hreinsað og grætt með húðágræðslu
tveimur vikum eftir slysið. Fljótlega fór að bera á sýkingum í ör-
berðinu sem hafa verið viðvarandi með stuttum hléum. Hún hefur
haft talsverða verki í fætinum.
Nýlegar röntgenrannsóknir kveiktu ákveðinn grun um beinátu.
Með tilliti til stærðar áverkasvæðisins og sýkingarinnar var ákveðið
að endurskapa fótinn með fríum latissimus dorsi vöðva/húðgræð-
lings-flipa og fór sú aðgerð fram í nóvember 2002.
Aðgerð: Skurðaðgerðin var framkvæmd af tveimur skurðlækna-
teymum til þess að stytta aðgerðartíma. Annað teymið frílagði flip-
ann á meðan hinir hreinsuðu sárið á fætinum. Þá var flipinn lagður
yfir sárið og æðar tengdar. Húð var tekin af læri og grædd á vöðv-
ann. Aðgerðin tók 230 mínútur og gekk vel. Eftir aðgerð heilsaðist
sjúklingi vel. Flipinn tók í heild sinni og engin merki voru um sýk-
ingar. Hún útskrifaðist 21 degi eftir aðgerð með sérsmíðaða skó.
Reiknað var með þriggja mánaða endurhæfingu og vinnu í fram-
haldi af því.
Ályktun: Latissimus dorsi vöðvi og húðgræðlingur hefur í nokkrum
tilvikum verið notaður við endursköpun á krónískum sárum á fót-
um. Reynsla okkar af þessum aðgerðum er mjög góð og er leitast
við að útskýra það nánar með þessu sjúkratifelli.
V - 3 Eósínósækin blöðrubólga - tvö tilfelli og læknis-
fræðileg yfirferð
Daði Þór Vilhjálmsson, Valur Þór Marteinsson
Handlækningadeild FSA
dadiogelva@simnet. is
Eósínósækinni blöðrubólgu (eosinphilic cystitis) var fyrst lýst 1960
og ljóst að sjúkdómurinn er fátíður, en orsök óþekkt. Greining er
einungis möguleg með vefjarannsókn sem sýnir aukningu á fjölda
rauðkyrninga (granulocytus eosinophylicus) í slímubeð og vöðva-
hjúp þar sem aðrar orsakir eru útilokaðar. Sjúkdómurinn getur
greinst á öllum aldursskeiðum og einkennist af tíðum þvaglátum,
bráðamigu, blóðmigu og verkjum. Sjúkdómurinn verður oft lang-
vinnur. Við blöðruspeglun getur sjúkdómurinn líkst mjög illkynja
æxlisvexti sem er ein aðal mismunagreiningin auk annarra bólgu-
sjúkdóma í þvagblöðru. Meðferðarúrræði eru mismunandi eftir ein-
kennum og útbreiðslu, en yfirleitt ráðlagt blöðruvefsnám um þvag-
rás (TURB) auk hugsanlegrar sterameðferðar, sýklalyfja- og and-
histamíngjafar. Lýst er tveimur tilfellum þar sem eósínófílísk
blöðrubólga kom fram við meinafræðirannsókn eftir blöðruvefs-
skurð um þvagrás.
Sjúkratilfelli 1:76 ára karlmaður með endurtekna blóðmigu í fimm
ár, verki yfir blöðrustað og í meðallagi mikil þvaglátaeinkenni.
Grunur var um illkynja æxlisvöxt í blöðruþaki við blöðruspeglun og
TS sýndi verulega þykknun á blöðruvegg. Eósíónófflar voru ekki
auknir í deilitalningu. Gert var blöðruvefsnám um þvagrás í tvígang
sem sýndi eósínófflíska blöðrubólgu. Blóðmigan hætti og sjúklingur
varð einkennalaus. Líðan hans hefur verið góð í tvö ár eftir aðgerð
án annarrar meðferðar og ómun hefur sýnt eðlilegan blöðruvegg.
Læknablaðið 2003/89 417