Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 45
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / VEGGSPJÖLD Veggspjöld V - 1 íslenska krabbameinsverkefnid - Gagnabanki fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli Rafn Hilmarsson', Eiríkur Jónsson', Ársæll Kristjánsson', Baldvin Kristjánsson', Valur Þór Marteinsson2, Eiríkur Steingrímsson3, Steinunn Thorlacius3 'Þvagfæraskurðdeild Landspítala Hringbraut, Tjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, ’UVS rafnh@hotmail.com Inngangur: Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabba- mein karla á ísiandi með árlegt nýgengi um 150 og fjöldi sjúklinga á lífi um 1030. Til þess að öðlast betri skilning á eðli sjúkdómsins hef- ur í tengslum við ÍK verið búinn til gagnabanki með klínískum upp- lýsingum og blóðsýnum frá sjúklingum með krabbamein í blöðru- hálskirtli. Efniviður og aðferðir: Heildarfjöldi sjúklinga í gagnabankanum eru nú 602. Skoðaðar voru sjúkraskrár og önnur fyrirliggjandi gögn, svo sem rannsóknarniðurstöður, vefjagreiningar, bæði frá sjúkrahúsum sem og gögn frá stofum sérfræðinga. Niðursföður: Sjúklingum er skipt í fjóra undirhópa eftir klínískri stigun. Hópur I (Tla) eru sjúklingar með huldumein og greinast fyrir tilviljun við TURP. Hópur II (Tlb-T2) eru sjúklingar með stað- bundinn sjúkdóm. Hópur III (T3) eru sjúklingar með staðbundna útbreiðslu og hópur IV (T4) eru með ífarandi vöxt og/eða eitla eða fjarmeinvörp. Meðfylgjandi tafla sýnir dreifingu sjúklinga í undir- hópa og sjúkdómsmynd þeirra. Hópur Fjöldi sjúklinga Gleason meöaltal PSA meöaltal Hlutfall 1998-2000* Huldumein 1 113 (19%) 3,5 6,2 11% Staöbundin II 369 (61%) 5,4 24,5 53% Stabundin útbreiðsla III 56 (9%) 6,6 60 17% Útbreiddur sjúkdómur IV Óþekkt 58 (9%) 6 (1%) 7,1 464 19% Alls 602(100%) 5,4 71 100% ' Upplýsingar frá Krabbameinsfélagi íslands Alyktanir: Með tilkomu gagnabanka um krabbamein í blöðruháls- kirtli skapast einstakt tækifæri til þess að rannsaka sjúkdóminn hjá íslenskum körlum. V - 2 Endursköpun á fæti með fríum latissimus dorsi vöðva - Sjúkratifelli Antonios Koumouridis, Rafn A. Ragnarsson, Jens Kjartansson, Guðmundur M. Stefánsson Lýtalækningadeild Landspítala akoumouridis@web. de Inngangur: Latissimus dorsi flipinn er stærsti einstaki flytjanlegi hluti líkamans. Hann er vel aðgengilegur og hefur mikla fjölvirkni. Flipinn getur verið notaður sem stilkaður eða frír, sem vöðvi/húð, vöðvi/húðgræðlingur eða einungis vöðvi eftir því hvað hentar í hverju tilviki. Tilfelli: Fjörutíu og sex ára gömul kona varð fyrir slæmum áverka á vinstra fæti 1997. Um var að ræða afhönskun á svæði yfir laterala ökkla og alla ristina. Sárið var hreinsað og grætt með húðágræðslu tveimur vikum eftir slysið. Fljótlega fór að bera á sýkingum í ör- berðinu sem hafa verið viðvarandi með stuttum hléum. Hún hefur haft talsverða verki í fætinum. Nýlegar röntgenrannsóknir kveiktu ákveðinn grun um beinátu. Með tilliti til stærðar áverkasvæðisins og sýkingarinnar var ákveðið að endurskapa fótinn með fríum latissimus dorsi vöðva/húðgræð- lings-flipa og fór sú aðgerð fram í nóvember 2002. Aðgerð: Skurðaðgerðin var framkvæmd af tveimur skurðlækna- teymum til þess að stytta aðgerðartíma. Annað teymið frílagði flip- ann á meðan hinir hreinsuðu sárið á fætinum. Þá var flipinn lagður yfir sárið og æðar tengdar. Húð var tekin af læri og grædd á vöðv- ann. Aðgerðin tók 230 mínútur og gekk vel. Eftir aðgerð heilsaðist sjúklingi vel. Flipinn tók í heild sinni og engin merki voru um sýk- ingar. Hún útskrifaðist 21 degi eftir aðgerð með sérsmíðaða skó. Reiknað var með þriggja mánaða endurhæfingu og vinnu í fram- haldi af því. Ályktun: Latissimus dorsi vöðvi og húðgræðlingur hefur í nokkrum tilvikum verið notaður við endursköpun á krónískum sárum á fót- um. Reynsla okkar af þessum aðgerðum er mjög góð og er leitast við að útskýra það nánar með þessu sjúkratifelli. V - 3 Eósínósækin blöðrubólga - tvö tilfelli og læknis- fræðileg yfirferð Daði Þór Vilhjálmsson, Valur Þór Marteinsson Handlækningadeild FSA dadiogelva@simnet. is Eósínósækinni blöðrubólgu (eosinphilic cystitis) var fyrst lýst 1960 og ljóst að sjúkdómurinn er fátíður, en orsök óþekkt. Greining er einungis möguleg með vefjarannsókn sem sýnir aukningu á fjölda rauðkyrninga (granulocytus eosinophylicus) í slímubeð og vöðva- hjúp þar sem aðrar orsakir eru útilokaðar. Sjúkdómurinn getur greinst á öllum aldursskeiðum og einkennist af tíðum þvaglátum, bráðamigu, blóðmigu og verkjum. Sjúkdómurinn verður oft lang- vinnur. Við blöðruspeglun getur sjúkdómurinn líkst mjög illkynja æxlisvexti sem er ein aðal mismunagreiningin auk annarra bólgu- sjúkdóma í þvagblöðru. Meðferðarúrræði eru mismunandi eftir ein- kennum og útbreiðslu, en yfirleitt ráðlagt blöðruvefsnám um þvag- rás (TURB) auk hugsanlegrar sterameðferðar, sýklalyfja- og and- histamíngjafar. Lýst er tveimur tilfellum þar sem eósínófílísk blöðrubólga kom fram við meinafræðirannsókn eftir blöðruvefs- skurð um þvagrás. Sjúkratilfelli 1:76 ára karlmaður með endurtekna blóðmigu í fimm ár, verki yfir blöðrustað og í meðallagi mikil þvaglátaeinkenni. Grunur var um illkynja æxlisvöxt í blöðruþaki við blöðruspeglun og TS sýndi verulega þykknun á blöðruvegg. Eósíónófflar voru ekki auknir í deilitalningu. Gert var blöðruvefsnám um þvagrás í tvígang sem sýndi eósínófflíska blöðrubólgu. Blóðmigan hætti og sjúklingur varð einkennalaus. Líðan hans hefur verið góð í tvö ár eftir aðgerð án annarrar meðferðar og ómun hefur sýnt eðlilegan blöðruvegg. Læknablaðið 2003/89 417
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.