Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 35

Læknablaðið - 15.05.2003, Síða 35
ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA / ÁGRIP ERINDA (45%) og 28 (14%) voru með nýrnabilun fyrir aðgerð. Sautján sjúk- lingar (10%) voru með brátt hjartadrep (MI) og 33 (17%) höfðu fengið hjartadrep innan mánaðar fyrir aðgerð. Niðurstöður: Fjöldi græðlinga var oftast þrír (miðgildi, bil 1-5). Vinstri brjóstholsslagæð (LIMA) var tengd við vinstri framveggs- grein hjá 151 sjúklingi (77%), en hjá 46 þeirra þurfti að auki bláæða- bút til að loka kransæðinni. Hjá 45 sjúklingum (23%) var eingöngu notast við bláæðagræðling. Skurðdauði var 3% (n=6). Alls greind- ust 28 sjúklingar (15%) með nýtilkomið hjartadrep eftir aðgerðina og sex (3%) þurftu að fara í enduraðgerð vegna blæðingar. Lungna- bilun greindist hjá 16 sjúklingum (8%) eftir aðgerðina og heilablóð- fall hjá 11 (6%). Eins árs lífshorfur voru 94% (95% CI: 90%-97%) og fimm ára lífshorfur 74% (95% CI: 66%-80%). Ályktun: Hægt er að framkvæma æðastíflubrottnám á vinstri fram- veggsgrein við kransæðahjáveituaðgerðir með lágri tíðni fylgikvilla og skurðdauða. Þó að stór hluti sjúklinga sé í áhættuhópi útbreidds kransæðasjúkdóms eru skammtímalífshorfur góðar eftir þessa teg- und aðgerðar. E - 07 Ósæðarlokuskipti hjá öldruðum með lífrænni Mitroflow®-loku - 13 ára eftirlit Tómas Guðbjartsson, Johan Sjögren, Lars I. Thulin Hjartaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð tomasgudbjartsson@hotmail.com Inngangur: Ósæðarlokuskipti eru á meðal algengustu hjartaskurð- aðgerða og ábendingar fyrir aðgerð eru oftast þrengsli og/eða leki í ósæðarloku. Hjá sjúklingum yfir sjötugt er yfirleitt notast við lífræn- ar ósæðarlokur til að komast hjá ævilangri blóðþynningarmeðferð. Lífrænar hjartalokur eru yfirleitt fengnar úr svínum en Mitroflow®- lokan er búin er til úr gollurshúsi kálfa og hefur verið notuð víða um heim á síðustu tveimur áratugum. Fylgikvillar eftir ósæðarloku- skipti eru algengari hjá öldruðum en yngri sjúklingum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur ósæðarlokuskipta með Mitroflow®-loku hjá öldruðum. Sérstaklega var litið á árangur að- gerða hjá einstaklingum með þrönga ósæðarrót. Ef'niviður og aðferðir: Á árunum 1990-1993 gekkst 151 sjúklingur >75 ára (meðalaldur 79 ár, bil 75-91) undir ósæðarlokuskipti með Mitroflow®-loku í Lundi. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og eftirlit var 100%. í helmingi tilfella var jafnframt framkvæmd kransæðahjáveituaðgerð og hjá þremur (2%) sjúklingum þurfti að víkka ósæðarrótina með bót. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa; hóp A (n=85) með lokustærð <21 og hóp B (n=66) með lokustærðir 23,25 og 27. Árangur í hópunum var borinn saman. Niðurstöður: Skurðdauði (látnir <30 d.) var 2% (n=3). Fimm sjúk- lingar í hópi A og sex í hópi B greindust með bilun í lokunni við eftir- lit og einn úr hvorum hópi gekkst undir enduraðgerð þar sem lokunni var skipt út. Aðrir fylgikvillar eins og rek/blóðsegi og lokuleki voru sömuleiðis sambærilegir í hópunum tveimur. Einn í hvorum hópi lést úr hjartaþelsbólgu/blóðeitrun. Eins, fimm og tíu ára lífshorfur voru sambærilegar í hópi A og B. Algengasta dánarorsök var hjartabilun. Ályktun: Árangur ósæðarlokuskipta með Mitroflow®-loku í öldr- uðum er góður. Fylgikvillar og skurðdauði eftir aðgerð reyndust sambærilegir og við ósæðarlokuskipti hjá yngri sjúklingum. Árang- ur er ekki síðri fyrir sjúklinga með þrönga ósæðarrót. E - 08 Áhrif nets á sáðstreng við nárakviðslitsaðgerðir Fritz H. Berndsen', Lars-Magnus Bjursten2, Mecius Siminaitis3, Agneta Montgomery4 'Handlækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi, 2Deild fyrir dýra- tilraunir, 3Meinafræðideild og JSkurðdeild háskólasjúkrahússins í Malmö frítz■ berndsen@sha. is Inngangun Nárakviðslitsaðgerðir eru á meðal algengustu skurðað- gerða. Endurtekin kviðslit eru umfangsmikið vandamál sem sést best á því að 15-20% allra nárakviðslitsaðgerða eru framkvæmdar vegna endurtekins kviðslits. Með því að nota polypropylene net er hægt að fækka endurteknu kviðsliti verulega. Vitað er að netin valda ótilasvör- un (foreign body reaction) með langvinnri bólgu en lítið hefur verið rannsakað hvort þessi svörun hafí áhrif á sáðstrenginn. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvort netinnlögn hafi áhrif á sáðstreng- inn og hvort munur sé á hefðbundnu polypropylene neti (Prolene®) og samsettu (polypropylene/polyglactin) léttvigtameti (Vypro-II®). Efniviður og aðferðir: 30 rottum var skipt í þrjá hópa. Aðgerð var gerð öðru megin og hinn nárinn notaður til samanburðar. Byrjað var á að fríleggja sáðstrenginn. í hópi I var gerð nárakviðslitsaðgerð án nets, í hópi II var gerð aðgerð sem líkist Lichtenstein aðgerð með Prolene® neti en í hópi III var notað samsett léttvigtarnet (Vypro- II®). Eftir 90 daga var skuggaefni sprautað í sáðrás (vasography) og mælt testósterón frá eistabláæð báðum megin. Nárinn var skoð- aður í smásjá, ummál sáðrásar mælt og bólga og bandvefsmyndun í kringum netin metin. Annars vegar var hópur I borin saman við hóp II og III en hins vegar var gerður samanburður á hópi II og III. Niðurstöður: Sáðrásin var opin í öllum tilvikum eftir 90 daga. í hópi III (Vypro-II®) var testósterón (miðgildi) frá eistabláæð marktækt lægra (83 nmol/L á móti 127 nmol/L, p = 0,008) og ummál (miðgildi) sáðrásarinnar minna (158 pixels á móti 187 pixels, p = 0,022) sömu megin og netið. Þessi munur sást ekki í hópi I og II. Bólgusvörun og bandvefsmyndun var marktækt aukin í hópi II og III samanborið við hóp I. Hins vegar var ekki munur milli hópa II og III. Polyglac- tin þræðir sáust í öllum sýnum í hópi III. Ályktanir: Samsett léttvigtarnet (Vypro-II®) veldur lækkun á testósteróni eistabláæðar og minnkun á ummáli sáðrásar eftir nára- kviðslitsaðgerð hjá rottum. Hins vegar var ekki munur á bólgusvör- un og bandvefsmyndun eftir notkun hefðbundins polypropylene nets og samsetts léttvigtarnets (polypropylene/polyglactin). E - 09 Samanburður á mismunandi aðferðum til að mæla þrýsting í kviðarholi Fjölnir Freyr Guðniundsson. Asgaut Viste, Hjörtur Gíslason, Knut Svanes Kirurgisk Forskningslaboratorium, Haukeland Universitets Syke- hus í Bergen jfgudmim@broadpark.no Inngangur: Þrýsting í kviðarholi er hægt að mæla með ýmsum að- ferðum. Algengast er að mæla þrýsting í þvagblöðru sem endur- speglar vel kviðarholsþrýsting. Markmið þessarar rannsóknar var: a) að bera saman þrýsting í þvagblöðru, neðri meginbláæð og bláæð Læknablaðið 2003/89 407
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.