Læknablaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 73
S M A S J A I N
2. Krufning sjúklings með grun um
HABL leiðir í ljós breytingar á
lungnavef sem samrýmast RDS án
greinanlegrar ástæðu.
Útilokunarskilyrði
Útiloka ber HABL ef önnur skýring fæst
á sjúkdómnum.
Endurflokkun tilfella
Sjúkdómsgreining getur breyst með
tímanum vegna þess að HABL byggist
enn sem komið er á útilokun annarra
sjúkdóma.
- Tilfelli sem upprunalega var flokk-
að sem grunsamlegt eða líklegt en
síðar fæst önnur skýring á sjúk-
dómnum skal afskráð sem HABL.
- Öll grunsamleg tilfelli sem við nán-
ari skoðun uppfylla skilyrði líklegs
tilfellis skulu endurflokkuð sem
„líkleg“.
- Grunsamlegt tilfelli með eðlilega
lungnamynd á að meðhöndla í sam-
ræmi við viðurkennda læknisfræði
og fylgja eftir í sjö daga. Endurtaka
skal röntgenmynd af lungum hjá
þeim sem ekki ná bata.
Þau grunsamleg tilfelli sem ná full-
nægjandi bata án sjúkdómsgrein-
ingar verða áfram talin grunsamleg
tilfelli.
Grunsamlegt tilfelli sem deyr og
engin krufning er gerð í kjölfarið
verður áfram flokkað „grunsam-
legt“ nema að sjúklingurinn hafi
tengst smitleið sjúkdómsins sem
var skilgreind áður en hann veikt-
ist.
Sé krufning gerð og engin merki
um RDS finnast skal tilfellið af-
skráð sem HABL.
7. apríl, 2003
Sóttvarnalæknir
Ný stjórn Félags
áhugamanna um
sögu læknis-
fræðinnar
Á aðalfundi Fé-
lags áhuga-
manna um sögu
læknisfræðinnar
sem haldinn var
í húsnæði Nes-
stofusafns
Bygggörðum 7 Seltjarnarnesi var
kosin ný stjórn í félaginu. Stjórnina
skipa nú: Atli Þór Ólason bæklun-
arlæknir formaður, Vilhelmína Har-
aldsdóttir blóðsjúkdómalæknir rit-
ari, Óttar Guðmundsson geðlæknir
gjaldkeri. Kristín Einarsdóttir lyfja-
fræðingur meðstjórnandi og Þórunn
Guðmundsdóttir sagnfræðingur
meðstjórnandi.
Dynastat (parecoxib)
Samantekt á eiginleikum lyfs (styttur texti) fyrir Dynastat (parecoxib). Dynastat 20 mg og 40 mg stungulyfsstofn, lausn. Dynastat 40 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn. Hvert hettuglas inniheldur
20 mg og 40 mg parecoxib (sem 21,18 mg og 42,36 mg parecoxibnatrium) til blöndunar. Ábendingar: Til skammtíma meðferöar viö verkjum eftir aðgerö. Skammtar og lyfjagjöf: Ráölagöur
skammtur er 40 mg í æö (IV) eöa í vööva (IM) og siðan 20 mg eöa 40 mg á 6 til 12 klst. fresti eftir þörfum, mest 80 mg/sólarhring. IV inndælingu má gefa hratt og beint í bláæð eöa í IV æðalegg
sem er til staöar. IM inndælingu skal gefa hægt og djúpt í vöövann. Aldraðir. Venjulega þarf ekki aö breyta skömmtum hjá öldruöum sjúklingum (>65 ára). Hjá öldruöum sjúklingum sem vega
innan viö 50 kg skal þó hefja meöferö meö helmingi venjulegs ráölagös skammts Dynastat og minnka hámarks dagsskammt í 40 mg. Venjulega þarf ekki aö breyta skömmtum hjá sjúklingum
meö vægt skerta lifrarstarfsemi (5-6 á Child-Pugh kvaröa). Hefja skal meöferö með Dynastat gætilega og meö helmingi venjulega ráðlagös skammts hjá sjúklingum meö í meöallagi skerta
lifrarstarfsemi (7-9 á Child-Pugh kvaröa) og minnka hámarks dagsskammt í 40 mg. A grundvelli lyflahvarfa þarf ekki aö breyta skömmtum hjá sjúklingum meö vægt til í meöallagi skerta
nýmastarfsemi (kreatinínúthreinsun 30-80 ml/mín.) eöa alvarlega skerta nýmastarfsemi (kreatinínúthreinsun < 30 ml/mín.). Hins vegar skal gæta varúöar hjá sjúklingum meö skerta nýrnastarfsemi
og sjúklingum sem kann aö vera hætt viö vökvasöfnun. Böm og unglingar. Ekki mælt meö notkun. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eöa einhverju hjálparefnanna. Saga um ofnæmi fyrir
sulfonamidum. Sjúklingar sem hafa fengið berkjukrampa, bráöa nefslimubólgu, nefsepa (nasal polyps), ofsabjúg, ofsakláöa eöa ofnæmi eftir notkun asetýlsalisýlsýru eöa bólgueyöandi gigtarlyfja
(NSAID) eða annarra sértækra cyclooxygenasa-2 (COX-2) hemla. Alvarlega skert lifrarstarfsemi (> 9 á Child-Pugh kvaröa). Virkt magasár eöa blæðingar í meltingarvegi. Bólgusiúkdómur í görnum.
Alvarleg hjartabilun. Sérstök varnaöarorö og varúðarreglur viö notkun: Takmörkuð klínísk reynsla er af meöferö með Dynastat lengur en í tvo daga. Notkun Dynastat hefur veriö rannsökuö
viö munnhols-, bæklunar-, kvensjúkdóm- (einkum legnám) og kransæöahjáveituaögeröir. Litil reynsla er í tengslum viö aörar aögeröir, til dæmis meltingarfæra og þvagfæraaðgeröir. Eftir
markaössetningu valdecoxibs hefur veriö greint frá ofnæmi (bráöaofnæmi og ofsabjúg) op ekki er unnt aö útiloka að þetta geti komiö í tengslum við parecoxib. I sumum tilvikum hefur veriö um
aö ræöa sjúklinga meö sögu um ofnæmi fyrir sulfonamidum. Nota skal Dynastat meö varúö til meöferöar viö verkjum eftir kransæöahjáveituaögerö vegna þess aö þeir sjúklingar kunna aö vera
í meiri hættu á aö fá aukaverkanir á borö viö heilaæðaáfall, skerta nýmastarfsemi eða fylgikvilla í bringubeinssári, einkum þeir sem hafa sögu um heilaæðasjúkdóm eöa eru með líkamsþyngdarstuöul
> 30 kg/m2. Vegna þess aö hömlun á nýmyndun prostaglandina getur leitt til versnunar nýmastarfsemi og til vökvasöfnunar, skal gæta varúöar þegar Dynastat er gefiö sjúklingum sem eru með
skerta nýmastarfsemi eöa háþrýsting og sjúklingum sem eru í hættu hvaö varöar hjarta- eöa lifrarstarfsemi eöa er af öörum orsökum hætt við vökvasöfnun. I upphafi meöferðar með Dynastat
skal gæta varúöar hjá sjúklingum sem eru meö vessaþurrö. I slíkum tilvikum er mælt meö þvi aö sjúklingunum sé fyrst gefinn vökvi og meöferð með Dynastat síöan hafin. Dynastat getur duliö
hækkaðan likamshita. I einstökum tilvikum hefur veriö lýst versnun sýkinga í mjúkvefjum í tengslum viö notkun bólgueyöandi gigtarlyfja (NSAID) og í rannsóknum á Dynastat, öörum en klínískum.
Fylgjast skal meö skurösári meö tilliti til vísbendinga um sýkingu hjá sjúklingum sem gangast undir skuröaögerö og fá Dynastat. Gatmyndun, sár og blæöingar í efri hluta meltingarvegar hafa
komiö fyrir hjá sjúklingum sem fengiö hafa meðferö meö Dynastat. Þvi skal gæta varúðar varöandi sjúklinga sem hafa sögu um gatmyndun, sár eöa blæöingar I efri hluta meltingarvegar. Vegna
þess aö Dynastat hefur ekki áhrif á blóöflögur kemur þaö ekki í staö asetýlsalisýlsýru sem fyrirbyggjandi meðferö viö hjarta- og æöasjúkdómum. Gæta skal varúöar þegar Dynastat er gefiö
samtimis warfarini. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki er mælt meö notkun Dynastat fremur en öörum lyfjum sem vitað er aö hamla COX-2, handa konum sem hyggjast veröa þungaöar. Hvorki
ætti aö nota Dynastat fyrstu tvo þriöjunga meðgöngu né viö fæöingu nema hugsanlegur ávinningur fyrir sjúklinginn vegi þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstriö. Dynastat má ekki nota á siöasta
þriöjungi meðgöngu. Ekki ætti aö nota Dynastat handa konum sem hafa bam á brjósti. Milliverkanir: Fylgjast skal meö segavamarmeöferö, einkum fyrstu dagana eftir aö meöferö meö Dynastat
hefst hjá sjúklingum sem nota warfarin eöa svipuð lyf. Dynastat haföi hvorki áhrif á hömlun blóöflögusamloöunar sem veröur fyrir tilstilli asetýlsalisýlsýru né blæöingatíma. Klínískar rannsóknir
benda til þess aö gefa megi Dynastat samtímis litlum skömmtum af asetýlsalisýlsýru (<325 mg). Samtímis notkun parecoxibnatríums og heparins haföi ekki áhrif á lyfhrif heparins samanboriö
viö heparin eitt og sér. Bólgueyöandi gigtarlyf (NSAID) geta dregiö úr verkun þvagræsilvfja og háþrýstingslyfja. Svo sem viö á um bólgueyöandi gigtarlyf getur veriö meiri hætta á bráöri, skertri
nýmastarfsemi þegar ACE-hemlar eöa þvagræsilyf eru gefin samtimis parecoxibnatríum. Á þaö hefur veriö bent að samtímis notkun bólgueyöandi gigtarlyfja (NSAID) og ciclosporins eöa tacrolimus
kunni aö auka eiturverkanir ciclosporins og tacrolimus á nýru. Fylgjast á meö nýrnastarfsemi þegar parecoxibnatríum er gefið samtímis ööru hvoru þessara lyfja. Nota má Dynastat samtímis
sterkum (opioid) verkjalyQum. Þegar Dynastat var gefiö samtimis morfíni var unnt aö minnka skammt morfins (um 28-36%) án þess aö drægi úr klínískri verkjastillingu. Minnka þarf skammta
þegar þaö var gefið samtímis fluconazoli. Áhrif ensímhvötunar hafa ekki veriö rannsökuö. Parecoxib umbreytist hratt fyrir tilstilli vatnsrofs, í virka umbrotsefniö valdecoxib. Vera má að umbrot
valdecoxibs aukist við samtímis notkun ensímhvetjandi lyfja, til dæmis rifampicins, phenytoins, carbamazepins og dexamethasons. Gæta skal varúöar viö samtimis notkun Dynastat og lyfja
sem einkum umbrotna fyrir tilstilli CYP2D6 og hafa þröngt lækningalegt bil (t.d. flecainid, propafenon, metoprolol). Gæta skal varúöar þegar Dynastat er gefiö samtímis lyfjum sem vitaö er aö
eru hvarfefni CYP2C19 (t.d. omeprazol, phenytoin, diazepam og imipramin). Leggja skal mat á fullnægjandi eftiriit meö eiturverkunum tengdum methotrexati, þegar þessi tvö lyf eru gefin samtlmis.
Fylgjast á náið meö sermisþéttni litiums í upphafi meöferöar meö parecoxibnatríum og þegar meöferö meö parecoxibnatríum er breytt, hjá sjúklingum sem nota litlum. Svæfingalyf til inndælingar.
Notkun parecoxibnatríums 40 mg IV samtímis propofoli eöa midazolami hafði hvorki áhrif á lyfjahvörf né lyfhrif IV propofols eöa IV midazolams. IV gjöf parecoxibnatríums 40 mg haföi engin
marktæk áhrif á lyfjahvörf IV fentanyls og IV alfentanyls. Svæfingalyf til innöndunar. Engar formlegar milliverkanarannsóknir hafa veriö gerðar. í rannsóknum í tengslum viö aðgeröir, þar sem
parecoxibnatríum var gefiö fyrir aöqerö, sáust engar vísbendingar um milliverkanir á lyfhrif hjá sjúklingum sem fengu parecoxibnatrium og köfnunarefnisoxiö eöa isofluran sem eru svæfingalyf
til innöndunar. Aukaverkanir: Hlutfall sjúklinga sem hættu meöferö vegna aukaverkana i þessum rannsóknum var 5,0% hjá sjúklingum sem fengu Dynastat og 4,3% hjá sjúklingum sem fengu
lyfleysu. Algengar (>1/100, < 1/10): Háþrýstingur, lágþrýstingur, bakverkur, bjúgurá útlimum, tilfinningardoöi, tannholubeinbólga, meltingartruflun, vindgangur, aukið kreatlnln, blóökalíumlækkun,
æsingur, svefnleysi, blóöleysi i kjölfar aögeröar, kokbólga, skert öndun, kláöi, þvagþurrö. Sjaldgæfar (>1/1.000, < 1/100): Versnun háþrýstings, óeölilegt og sermiskennt frárennsli úr bringubeinssári,
sýking i sári, maga- og skeifugarnarsár, hægtaktur, aukiö SGOT, aukiö SGPT, aukiö blóðnitur, flekkBlæöingar, blóöflagnafæ, heilaæöakvillar. Greint hefur veriö frá eftirtöldum mjög sjaldgæfum,
alvarlegum aukaverkunum i tengslum viö bólgueyöandi gigtarlyf (NSAID) og er ekki unnt aö útiloka aö þær komi fyrir af völdum Dynastat: Bráö nýmabilun, hjartabilun, ofnæmislost, berkjukrampar,
lifrarbólga. Eftir markaössetningu hefur veriö greint frá eftirtöldum aukaverkunum í tengslum viö notkun valdecoxib og ekki er unnt aö útiloka aö þetta geti komið fyrir í tengslum við parecoxib:
Bráöaofnæmi, ofsabjúgur, regnbogaroöasótt (erythema multiforme), skinnflagningsbólga (exfoliative dermatitis), Steven-Johnson heilkenni og eitrunardrep í húö (toxic epidermal necrolysis).
Leiöbeiningar um notkun og meöhöndlun: Leysar sem nota má til blöndunar Dynastat eru: Natríumklóriö 9 mg/ml (0,9%). Glúkósa 50 g/l (5%) innrennslislyf, lausn. NatríumklóríÖ 4,5 mg/ml
(0,45%) og glúkósa 50 g/l (5%) stungulyf, lausn. Fullbúin lausnin er tær og litlaus. Eftir blöndun á aö skygana hana meö tilliti til agna og mislitunar, fyrir lyfiagjöf. Eftir blöndun meö viöeigandi
leysi má einungis gefa Dynastat meö IV eöa IM inndælingu eöa í IV æöaleggi sem um flæöir: Natríumklóriö 9 mg/ml (0,9%). Glúkósa 50 g/l (5%) innrennslislyf, lausn. Natríumklóríö 4,5 mg/ml
(0,45%) og glúkósa 50 g/l (5%) stungulyf, lausn. Ringeriaktat stungulyf, lausn. Pakkningar og verö l.apríl 2003: Stungulyfsstofn, lausn 20 mg eöa 40 mg: 10 hettuglös-11.267 kr.(heildsöluverö
án vsk.7087 kr.) Stungulyfsstofn, lausn + leysir 40 mg: 5 hettuglös og 5 lykjur með 2 ml af natríumklórið 9 mg/ml (0,9%)-6310 kr.(heildsöluverö án vsk. 3682 kr.) Áfgreiöslutilhögun: Lyfiö er
lyfseöilsskylt. Greiösluþáttaka: 0. Handhafi markadsleyfis: Pharmacia Europe EEIG, Hillbottom Road, High Wycombe, Buckinghamshire, HP12 4PX, Bretland. Umboösaöili á íslandi:
PharmaNor hf., Hörgatúni 2, 210 Garöabæ. Sími: 535 7000 Fax: 565 9085. Samantekt á eiginleikum Dynastat í fullri lengd (frá 23. október 2002) er hægt aö nálgast hjá Pfizer, PharmaNor.
❖Dynastat
parecoxib
Læknablaðið 2003/89 445