Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 8

Læknablaðið - 15.03.2004, Side 8
RITSTJÓRNARGREINAR Árangur af skimun fyrir leghálskrabbameini hefur verið staðfestur hérlendis, en skimunin hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir réttum 40 árum. Á þess- um tíma hefur nýgengi sjúkdómsins lækkað um 65% og dánartíðni um 76% (upplýsingar frá Krabbameins- félaginu). Islenskar konur taka nú þátt í alþjóðlegri rannsókn á bóluefni gegn HPV, veirunni sem veldur leghálskrabbameini og er mikils vænst af henni. Á undanförnum árum hefur allmikil umræða farið fram beggja vegna Atlantshafsins um gagnsemi skim- unar fyrir brjóstakrabbameini með röntgenmynda- töku og því meðal annars haldið fram að skimunin leiði til of margra aðgerða, dragi ekki úr dánartölu og sé í reynd af hinu illa. Þeir sem teflt hafa þessari skoð- un fram hafa verið áberandi í fjölmiðlaumræðu aust- anhafs og vestan svo og hér á landi. Um fræðilegan bakgrunn og stöðu mála hefur verið vel fjallað í ný- legri ritstjórnargrein ábyrgðarmanns Læknablaðsins (3) og í grein Kristjáns Sigurðssonar og Baldurs Sig- fússonar, yfirlækna hjá Krabbameinsfélaginu, í Morg- unblaðinu (4). Fyrstu upplýsingar um gagnsemi skim- unar á brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku komu fram upp úr 1970 og 1980 frá New York og Sví- þjóð. Voru niðurstöður þessara rannsókna síðan stað- festar af fjölda annarra rannsókna frá Svíþjóð, Kan- ada og Bretlandi (5). Eins og rakið er í áðurnefndri ritstjórnargrein drógu fulltrúar norrænu Cochrane samtakanna þessar niðurstöður í efa árið 2000 (6). Ekki er unnt að rekja þessa umræðu í smáatriðum í stuttri ritstjórnargrein enda verið gert áður í Lækna- blaðinu. Nefna verður þó að í kjölfar þessarar um- ræðu voru niðurstöður fjögurra sænskra rannsókna endurskoðaðar og eftirfylgni lengd. Þessar rannsókn- ir beindust allar að gagnsemi brjóstamyndatöku sér- staklega, konum var boðin þátttaka með slembivali og tóku þær samtals til tæplega 250 þúsund kvenna og var meðaltími (median) eftirfylgni tæplega 16 ár. I stuttu máli kom fram rúmlega 20% minnkun í dánar- tölu vegna brjóstakrabbameins. Var hún aldursháð og marktæk í aldurshópunum 55-69 ára en minni áhrif í yngri konum (7). Á grundvelli þessara upplýsinga og annarra hefur niðurstaða flestra orðið sú að gagnrýni á skipulagða leit að brjóstakrabbameini sé óréttmæt og ekki byggð á haldbærum rannsóknum eða rökum. Þjóðir heims þar sem skipulögð leit hefur verið stunduð hafa enda ekki hvikað frá því að mæla með leit að brjósta- krabbameini hjá konum á aldrinum 50-70 ára. Óljós- ara er um gagnsemi leitar hjá konum á milli fertugs og fimmtugs. Konum á þeim aldri er boðin leit hér og ekki hafa komið fram upplýsingar sem benda til þess að því ætti að hætta. Minna má á að hlutfall bijósta- krabbameina og forstiga þeirra sem greindust við hópleit hérlendis var um þriðjungur af heildarfjölda allra greindra brjóstakrabbameina á árunum 1988- 2002. Öll þessi krabbamein fundust fyrr en verið hefði án leitar. Gagnsemi skimunar á lýðheilsu er að sjálfsögðu háð því hversu margir nýta sér skimunina og hefur lítil þátttaka til brjóstamyndatöku verið áhyggjuefni hér á landi, en einungis nýta tæplega 65% 50-69 ára kvenna sér þessa skimun (4). Miðað við þá þekkingu sem nú er uppi um gagnsemi skim- unar bera læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn ákveðna skyldu í því að upplýsa sjúklinga sína og al- menning í þessu efni. Nokkur umræða hefur verið hér á landi undanfar- in misseri um skimun fyrir ristilkrabbameini. Saman- tekt á sex rannsóknum frá Bandaríkjunum og Evr- ópu er gerðar hafa verið á undanförnum árum benda til þess að sá fjöldi sem þurfi að skima til að forða ein- um frá dauða úr ristilkrabbameini á 10 árum sé tæp- lega 1200 (8). Miðað við upplýsingar um vaxandi ný- gengi ristilkrabbameins hér á landi má búast við að skipulögð skimun bæri árangur hér á landi og er unn- ið að því máli. Á Vesturlöndum hefur allmikið verið fjallað um mörk óttans (the fear factor) þegar litið er til skim- prófa. Réttilega hefur verið bent á að ótti og kvíði geti komið fram vegna falskt-jákvæðra prófa og einn- ig meðan beðið er endanlegrar greiningar með stað- festingarprófum. Ekki eru til miklar rannsóknir um raunverulega heilsubælandi áhrif þessa. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir honum en jafnframt nauð- synlegt að benda á að upplýsing og þekking er ein besta vörn gegn ótta. Skimpróf verða alltaf að vera háð vali einstaklinga og séu þau byggð á traustum rannsóknum er sú skylda lögð á herðar lækna og ann- ars heilbrigðisstarfsfólks að upplýsa fólk um þau, kosti þeirra og galla. I Ijósi þess sem hér hefur verið sagt verður að halda því fram að gagnsemi forvarna og heilsuefling- ar sé veruleg, og sönnuð með traustum rannsóknum. Tíma lækna og heilbrigðisstarfsfólks er vel varið í því að sinna forvörnum og líta verður á það sem skyldu okkar að fjalla um þessi mál ábyrgt og upplýsa sjúk- linga okkar og almenning allan um óumdeilda gagn- semi, þannig að ákvarðanir byggi á upplýstu vali. Til langframa eru líklega fáar aðferðir betur til þess falln- ar að efla heilsu manna. Heimildir 1. Friðriksson HV. Forvarnarkönnun CINDI, Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, 1992. 2. Coffield AB, Maciosek MV, McGinnis JM, Harris JR, Cald- well MB, Teutsch SM, et al. Priorities among recommended clinical preventive services. Am J Prev Medicine 2001; 21:1-9. 3. Rafnsson V. Kembileit við krabbameini í brjósti með mynda- töku. Læknablaðið 2003; 89: 99-100. 4. Sigurðsson K, Sigfússon B. Skipulögð leit með brjóstamynda- töku er góð heilsuvernd. Morgunblaðið, 1. febrúar 2004. 5. Boyle P. Mammographic breast cancer screening: After the dust has settled. Breast 2003; 12:351-6. 6. Götzsche PS, Olsen O. Is screening for breast cancer with mammography justifiable? Lancet 2000; 355:129-34. 7. Nystrom L, Andersson I, Bjurstam N, Frisell J, Nordenskjold B, Rutqvist LE. Long-term effects of mammography scree- ning: updated overview of the Swedish randomised trials. Lancet 2002; 359: 909-19. 8. The Cochrane Database of Systematic Reviews, 2003. 204 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.