Læknablaðið - 15.03.2004, Side 15
FRÆÐIGREINAR / BRISKIRTILSBÓLGA
Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn
rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika
og dánartíðni á Islandi
Helgi Birgisson1
SÉRFRÆÐINGUR í ALMENN-
UM SKURÐLÆKNINGUM
Páll Helgi Möller'
SÉRFRÆÐINGUR í ALMENN-
UM SKURÐLÆKNINGUM
Sigurbjörn
Birgisson2
SÉRFRÆÐINGUR í ALMENN-
UM LYFLÆKNINGUM
Ásgeir
Thoroddsen'
LÆKNIR
Kristján Skúli
Ásgeirsson1
LÆKNIR
Sigurður V.
Sigurjónsson'
SÉRFRÆÐINGUR f
MYNDGREININGU
Jónas Magnússon1
SÉRFRÆÐINGUR í ALMENN-
UM SKURÐLÆKNINGUM
Ágrip
Tilgangur: Að meta orsakir, alvarleika og dánartíðni
sjúklinga með bráða briskirtilsbólgu á Landspítala
Hringbraut (LSH) og áætla nýgengi á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem greindust
með bráða briskirtilsbólgu á LSH Hringbraut frá 1.
október 1998 - 30. september 1999. Við komu var
tekin ýtarleg sjúkrasaga og blóðprufur, framkvæmd
var ómun af lifur, gallvegum og brisi og tölvusneið-
mynd af kvið var gerð innan 48 klukkustunda. Alvar-
leikastigun var gerð að hætti Ranson, Imrie,
APACHE II og með mælingu á C-reactive protein
(CRP). Balthazar - Ranson kerfið var notað til að
meta tölvusneiðmyndirnar.
Niðurstöður: Fimmtíu sjúklingar greindust með bráða
briskirtilsbólgu, þar af 27 karlar, og var miðaldur allra
sjúklinganna 60 ár (19-85). Áætlað nýgengi á Suð-
vesturlandi var 32/100.000 fyrir fyrsta kast bráðrar
briskirtilsbólgu. Orsakir voru gallsteinar hjá 42%,
áfengi 32%, aðrar orsakir 24% og hjá einum sjúklingi
(2%) var orsökin óþekkt. Þijátíu og þrjú prósent sjúk-
linga höfðu APACHE II gildi >9,38% höfðu Ranson
gildi >3,50% höfðu Imrie gildi >3 og 34% höfðu CRP
>210 mg/L á fyrstu fjórum dögunum eða >120 mg/L
fyrstu vikuna eftir komu. Tveir sjúklingar létust og
höfðu báðir alvarlega briskirtilsbólgu.
Ályktun: Nýgengi og orsakir bráðrar briskirlilsbólgu
er í samræmi við erlendar rannsóknir. Með framsýnu
mati er hægt að komast að orsökum briskirtilsbólg-
unnar í flestum tilvikum. Mæling CRP gefur góða
hugmynd alvarleika briskirtilsbólgu.
Inngangur
ENGLISH SUMMARY
Birgisson H, Möller PH, Birgisson S, Thoroddsen Á,
Ásgeirsson KS, Sigurjónsson SV, Magnússon J
Acute pancreatitis. Prospective study of inci-
dence, aetiology, severity, and mortality in lceland
Læknablaðið 2004; 90: 211 -5
Objective: To evaluate the aetiology, severity and mortality
of patients with acute pancreatitis at Landspítali -
University Hospitai (LSH) and to estimate the incidence in
lceland.
Material and methods: A prospective study of all patients
diagnosed with acute pancreatitis LSH during the one-year
period October 1998 - September 1999 inclusive. The
main outcome measures were APACHE II, Ranson, and
Imrie scores, and C-reactive protein (CRP) concentrations.
The Balthazar - Ranson criteria were used for scoring of
computed tomograms (CT).
Results: Twenty seven of the 50 patients were male. The
median age of the whole series was 60 years (range 19-
85). The estimated incidence was 32/100000 for the first
attack of acute pancreatitis. The causes were; gallstones
42%, alcohol 32%, miscellaneous 24%, and idiopathic
2%. Thirty three percentage of the patients had APACHE II
scores >9, 38% had Ranson scores of >3, 50% had Imrie
scores of >3, and 34% had CRP concentrations >210 mg/L
during the first 4 days or >120 mg/L during the first week.
Seven patients had severe pancreatitis. Two patients in the
whole group died, and both had clinically severe
pancreatitis.
Conclusions: Incidence and aetiology of acute pancreatitis
in lceland is in concordance to that described in other
studies. Prospective assessment makes it possible to
evaluate the aetiological factors more accurately.
Measurement of the CRP concentration is an attractive and
simple alternative to the severity scoring systems currently
in use.
'Skurðlækninga-. lyflækninga-,
og 'myndgreiningardeild,
Landspítali - háskólasjúkrahús
við Hringbraut.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Páll Helgi Möller,
Skurðlækningadeild
Landspítala Hringbraut, 101
Reykjavík.
Sími: 5437329.
Bréfasími: 5431379.
pallm@landspitali.is
Lykilorð: bráð briskirtilsbólga,
nýgengi, orsakir, alvarleiki,
dánartíðni.
Bráð briskirtilsbólga er algengur og lífshættulegur
sjúkdómur sem hefur lítið verið rannsakaður hér á
landi. Nýgengi sjúkdómsins liggur ekki fyrir hérlend-
is en á hinum Norðurlöndunum er það á bilinu 23,4-
41,5/100.000 íbúa/ár (1-3). Gallsteinar og áfengi eru
tveir algengustu (60-80%) orsakavaldar bráðrar bris-
kirtilsbólgu (1-4). Aðrar ástæður, svo sem truflun í
innkirtla- og efnaskiptastarfsemi, sýkingar, aðgerðir
og aukaverkanir lyfja, eru þekktar. Orsakavaldur er
óþekktur í 10-20% tilfella (2).
Dánartíðni af völdum bráðrar briskirtilsbólgu
hefur minnkað á undanförnum áratugum en síðast-
liðin 10 ár hefur dánartíðnin legið á bilinu 2% til
11,4% (1-10).
Key words: acute pancreatitis, incidence, aetiology,
severity, mortality.
Correspondence: Páll Helgi Möller, pallm@landspitali.is
Stigunarkerfi eins og Ranson, Imrie og APACHE
II (acute physiology and chronic health enquiry
score) hafa verið notuð til að spá fyrir um hvaða sjúk-
lingar eru í hættu á að fá alvarlega briskirtilsbólgu (8,
11,12). Sjúklingar með >9 á APACHE II og >3 við
Ranson eða Imrie hafa auknar líkur á alvarlegri bris-
kirtilsbólgu og eiga að fá meðferð undir stöðugu eftir-
liti eða gjörgæslu (13, 14). Undanfarin ár hafa augu
Læknablaðið 2004/90 211