Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR /
ÖLDRUNARÞJÓNUSTA
Vinnuálag og líðan mismunandi starfshópa
kvenna í öldrunarþjónustu
Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir'
SÉRFRÆÐINGUR í HEIL-
BRIGÐISVÍSINDUM
Kristinn Tómasson1
SÉRERÆÐINGUR í GEÐ- OG
EMBÆTnSLÆKNINGUM
Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir1,2
SÉRFRÆÐINGUR
f FÉLAGSFRÆÐI
Greinin er byggð á niður-
stöðum rannsóknar sem birtist
ÍWork 2004; 22: 41-7.
Ritstjórn Work hefur
góðfúslega veitt leyfi til að
niðurstöðurnar birtist á
íslensku í Læknablaðinu.
Eftirfarandi aðilar styrktu
rannsóknina: Efling stéttar-
félag, Elli og hjúkrunarheim-
ilið Grund, Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Sjúkra-
liðafélag íslands, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið,
Hrafnista - DAS, Landspítali.
'Rannsókna- og heilbrigðis-
deild Vinnueftirlitsins,
2Félagsvísindadeild
Háskóla íslands.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir,
Rannsókna- og heilbrigðis-
deild Vinnueftirlitsins, Bílds-
höfða 16,110 Reykjavík.
hkg@ver.is
Lykilorð: konur, öldrunar-
þjónusta, vinna, heilsuvernd.
Ágrip
Tilgangur: Að rannsaka mögulegt ójafnræði í vinnu-
álagi og líðan kvenna í öldrunarþjónustu og hvort
einhverjir starfshópar gætu sérstaklega þurft á heilsu-
vernd að halda.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða þversniðsrann-
sókn sem náði til allra starfsmanna á 62 öldrunar-
stofnunum og öldrunardeildum á Islandi þar sem
voru 10 eða fleiri starfsmenn. Dreift var 1886 spurn-
ingalistum með 84 spurningum um lýðfræðileg og
vinnutengd atriði, heilsu og lífsstíl. Aldursstaðlað
mat á áhættuhlutfalli (OR) með 95% vikmörkum
(95% CI) var reiknað. Hjúkrunarfræðingar voru
hafðir sem viðmið fyrir aðra starfshópa.
Niðurstöður: Svörun var 80%. Hjúkrunarfræðingar
voru 16% af heildarhópnum, sjúkraliðar 21%, ófag-
lært starfsfólk 44%, ræstitæknar 8% og aðrir 12%.
Karlar voru 4,5% starfsmanna. Sjúkraliðar, ófaglærð-
ir og ræstitæknar mátu starfið bæði líkamlega erfið-
ara og andlega og líkamlega einhæfara en hjúkrun-
arfræðingarnir sem leið heldur betur líkamlega og
andlega en hinum hópunum. Lítili munur var á heim-
sóknum hópanna til lækna.
Alyktanir: Mismunandi starfshópar kvenna í öldrun-
arþjónustu búa við ólíkt andlegt og sálfélagslegt
vinnuálag sem endurspeglast í líðan. Niðurstöður
rannsóknarinnar ættu að hvetja heilbrigðisyfirvöld til
að huga sérstaklega að heilsuvernd þeirra sem bera
hitann og þungann af umönnun aldraðra hérlendis.
Inngangur
Samkvæmt Ensk-íslensku orðabókinni (1) er enska
orðið socioeconomic þýtt með orðinu félagshag-
fræðilegur. í þessari grein verður þó notast við orðin
félagsleg staða og þjóðfélagshópur sem eru þekkt í
málinu og taka til skólamenntunar, starfs/stöðu og
efnahags fólks.
Sýnt hefur verið fram á það í mörgum rannsókn-
um að tengsl eru á milli félagslegar stöðu og heilsu-
fars. Þeir sem betur mega sín njóta almennt betri
heilsu en aðrir (2,3). Skólaganga, starf og efnahagur
eru þær breytur sem lengi hafa verið notaðar til að
skipa fólki í þjóðfélagshópa og gagnast nokkuð vel
þótt hver þessara mælikvarða hafi sína kosti og galla
(2,4,5).
Þegar um vinnuna er að ræða er dæmið nokkuð
flókið því að það þarf ekki að vera vinnan sjálf í þröng-
um skilningi sem hefur áhrif á heilsufarið, heldur allt
ENGLISH SUMMARY
Gunnarsdóttir HK, Tómasson K, Rafnsdóttir GL
Work strain and well being among different
groups of female personnel in geriatric care
Læknablaöiö 2004, 90: 217-22
Objective: To study possible inequalities in work strain
and well-being among women working in geriatric care
and to find out if some groups might need special public
health measures.
Material and methods: In this cross-sectional question-
naire reaching throughout lceland, the participants were
employees in 62 geriatric nursing homes and geriatric
hospital wards with 10 or more employees. A total of 1886
questionnaires were distributed. The 84-item questionnaire
included questions on demographic and work-related
factors, health and life style. Age-adjusted odds ratios
(OR) were calculated and confidence intervals were set at
95% (95% Cl). Registered nurses were taken as a
reference category.
Results: The response rate was 80%. Registered nurses
accounted for 16%, practical nurses 21%, unskilled
attendants 44%, cleaning personnel 8% and others 12%
of the total group. Men were 4.5% of the group. The
practical nurses, unskilled attendants and cleaning
personnel assessed work as more physically difficult, and
more monotonous both physically and mentally, than did
the registered nurses, who enjoyed somewhat more
physical and mental well-being than the others. Little
difference was found as to visits to doctors.
Conclusions: Various personnel groups of women in
geriatric care have different physical and psychosocial
workload that is reflected in their well being. The results
provide opportunities to guide public health measures for
people employed in geriatric care.
Keywords: women, geriatric care, work, occupational
health care.
Correspondance: Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, hkg@ver.is
sem vinnunni fylgir, það er lífshættir og ýmiss konar
álag (3). Vinnan virðist ekki heldur vera eins sterkt
tengd heilsufari kvenna og karla (6, 7). Hjá konum
hefur skólagangan á hinn bóginn reynst hafa ágætt
forspárgildi um sjálfmetna heilsu (8). Konur með
stutta skólagöngu að baki og í láglaunastörfum eru
líklegri en aðrar til að lýsa lélegu heilsufari og vanlíð-
an (3).
Rannsókn á vinnu og vinnuaðstæðum sjúkraliða
og kvenna í heimahjúkrun aldraðra í Svíþjóð leiddi í
Læknablaðið 2004/90 217