Læknablaðið - 15.03.2004, Qupperneq 23
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARÞJÓNUSTA
Tafla II. Hlutfall þeirra sem svöruðu játandi, aldursstaðlað mat á áhættuhlutfalli (OR) og 95% vikmörk (95% Cl) starfstengds líkamlegs álags hjá starfshópum kvenna í öldrunarþjónustunni (n=1215). Hjúkrunarfræðingar hafðir til viðmiöunar við aðra hópa.
Líkamlegt álag % OR (95% Cl)
Hjúkruna fræöinga Sjúkraliöar Ófaglæröar Ræstitæknar Aörar
Vinnan líkamlega einhæf 38,4 i 2,8 (1,8-4,3) 2,3 (1,6-3,4) 5,7 (3,3-9,9) 2,9 (1,8-4,8)
Vinnan líkamlega erfiö 71,2 i 3,5 (2,2-5,4) 3,7 (2,5-5,4) 0,9 (0,5-1,5) 0,7 (0,4-1,0)
Líkamlega úrvinda eftir vakt 65,2 i 2,8 (1,8-4,1) 2,3 (1,6-3,3) 1,0 (0,6-1,7) 0,8 (0,5-1,2)
Unnið meö bol snúinn 31,6 i 3,2 (2,1-4,9) 2,2 (1,5-3,3) 1,8 (1,0-3,5) 0,8 (0,5-1,5)
Unnið meö bogiö bak 49,8 i 5,0 (3,2-7,8) 3,3 (2,3-4,8) 3,1 (1,6-6,0) 1,0 (0,6-1,7)
Unnið á hækjum sér 38,9 i 5,2 (3,3-8,1) 4,2 (2,9-6,3) 3,0 (1,6-5,7) 0,9 (0,5-1,6)
Þungu lyft í uppréttri stööu 37,9 i 3,9 (2,5-5,9) 3,5 (2,4-5,2) 0,3 (0,1-0,9) 0,9 (0,5-1,5)
Þungu lyft í álútri stööu 36,5 i 3,1 (2,1-4,8) 3,1 (2,1-4,5) 0,3 (0,1-0,8) 0,6 (0,3-1,0)
Tafla III. Hlutfall þeirra sem svöruðu játandi, aldursstaðlað mat á áhættuhlutfalli (OR) og 95% vikmörk (95% Cl) starfs-
tengds andlegs álags hjá starfshópum kvenna í öldrunarþjónustunni (n=1215). Hjúkrunarfræðingar hafðir til
viðmiöunar viö aðra hópa.
OR (95% Cl)
Hjúkrunar-
Andlegt álag % fræöingar Sjúkraliöar Ófaglæröar Ræstitæknar Aörar
Vinnan andlega einhæf 39,9 i 7,3 (4,5-12,0) 5,0 (3,2-8,0) 15,6 (8,4-29,1) 8,1 (4,6-14,1)
Vinnan andlega erfiö 55,9 i 1,1 (0,7-1,6) 1,0 (0,7-1,6) 0,2 (0,1-0,3) 0,3 (0,2-0,5)
Andlega úrvinda eftir vakt 51,4 i 1,2 (0,8-1,7) 0,9 (0,6-1,3) 0,4 (0,2-0,6) 0,4 (0,3-0,7)
Óánægja með yfirmenn 8,7 i 0,8 (0,4-1,5) 0,9 (0,5-1,5) 0,7 (0,3-1,7) 0,9 (0,4-1,8)
Óánægja meö upplýsingaflæði 29,1 i 1,0 (0,7-1,6) 0,9 (0,6-1,3) 0,6 (0,3-1,2) 1,4 (0,8-2,2)
Ekki nóg spurö álits 48,2 i 2,5 (1,7-3,6) 3,1 (2,2-4,4) 1,9 (1,1-3,3) 1,9 (1,2-3,0)
Lítil samstaöa á vinnustað 22,7 í 1,4 (0,9-2,3) 1,8 (1,2-2,8) 2,5 (1,4-4,5) 2,1 (1,2-3,6)
Óánægja meö vinnuna 6,5 i 0,9 (0,4-1,9) 0,9 (0,5-1,7) 1,6 (0,7-3,8) 0,6 (0,2-1,7)
Áreitni í vinnunni 11,1 i 0,9 (0,6-1,3) 0,6 (0,5-0,9) 0,2 (0,1-0,4) 0,2 (0,1-0,4)
unum og senda þá aftur til rannsókna- og heilbrigðis-
deildar Vinnueftirlitsins.
Starfsfólki var skipt í fimm hópa: hjúkrunarfræð-
inga, sjúkraliða, ófaglærða í umönnun, ræstitækna og
„aðra“. I síðastnefnda hópinn voru settir þeir sem
ekki tilheyrðu öðrum hópum, það er starfsfólk í eld-
húsi, bflstjórar, skrifstofufólk og fleiri. Efniviðnum
var því skipt eftir starfshópum en eins og gefur auga
leið á menntun einnig hlut að máli vegna þess að
hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafa allir lokið
tilskildum prófum til starfsréttinda sinna en menntun
hinna er óviss. í hópnum „aðrir“ eru ýmsir starfshóp-
ar og hópurinn því sundurleitur.
Gögnin voru varðveitt og útreikningar gerðir í
SPPS gagnagrunnskerfinu (18). Mismunur hlutfalla
var metinn með Kí-kvaðratprófi og mismunur með-
altala var metinn með einhliða greiningu á breyti-
leika (ANOVA). Tvfliða lógistísk aðhvarfsgreining
(binominal logistical regression) þar sem leiðrétt var
fyrir aldri sem samfelldri breytu var notuð til að meta
áhættuhlutföll (odds ratios, OR) en hjúkrunarfræð-
ingar voru hafðir til viðmiðunar fyrir aðra starfshópa.
Aldursstaðlað mat á áhættuhlutföllum var reiknað
með 95% vikmörkum (confidence intervals, CI).
Tölvunefnd og Vísindasiðanefnd veittu leyfi til rann-
sóknarinnar (VSN 00-020).
Niöurstöður
Heildarsvörun var 80% (n=1515). Meirihluti svar-
enda voru konur eða 95,5% (n=1432). Hjúkrunar-
fræðingar voru 16% svarenda, sjúkraliðar21%,ófag-
lærðir í umönnun 44%, ræstitæknar 8% og aðrir
12%. Um 55% höfðu unnið fimm ár eða skemur í
öldrunarþjónstu en 27% höfðu unnið 10 ár eða leng-
ur. Karlar voru aðeins 4,5% starfsmanna og voru
felldir úr rannsóknarhópnum, sömuleiðis þau 4%
sem svöruðu á ensku. Eftir þessa takmörkun voru
1378 konur eftir í hópnum, 1215 þeirra svöruðu
spurningunni um starfsheiti og uppfylltu því þau skil-
yrði sem sett voru fyrir þátttöku í rannsókninni. Af
þessum hópi voru ófaglærðar konur í umönnun fjöl-
mennastar, eða 45% hópsins.
Meðalaldur var hæstur meðal hjúkrunarfræðinga
en lægstur meðal ófaglærðra í umönnun (tafla I).
Yngsta konan var 14 ára en elsta konan 79 ára. Sautj-
án voru yngri en 18 ára, sex eldri en sjötugar. Ekki var
marktækur munur á meðalþyngd í hópunum en
hjúkrunarfræðingarnir voru að meðaltali hávaxnari
en aðrir (tafla I). Fjórtán af hundraði hjúkrunarfræð-
inga höfðu lokið framhaldsnámi í háskóla, 1%
sjúkraliða og ófaglærðra í umönnun hafði lokið fram-
haldsnámi í háskóla, 2% „annarra" en enginn ræsti-
Læknablaðið 2004/90 219