Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 24

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 24
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARÞJÓNUSTA Tafla IV. Hlutfall þeirra sem svöruöu játandi, aldursstaölaö mat á áhættuhlutfalli (OR) og 95% vikmörk (95% Cl) þegar spurt var hvort starfshópar kvenna í ötdrunarþjónustunni (n=1215) heföu leitaö læknis vegna ýmissa kvilla. Hjúkrunarfræöingar haföir til viömiöunar viö aðra hópa. Líkamlegt álag % OR (95% Cl) Hjúkrunar- fræöingar Sjúkraliöar Ófaglæröar Ræstitæknar Aörar Astmi 8,3 i 1,1 (0,5-2,2) 1,2 (0,7-2,3) 0,9 (0,3-2,3) 1,4 (0,6-3,1) Vöðvabólga 40,0 i 1,5 (1,0-2,2) 1,1 (0,8-1,6) 0,9 (0,5-1,4) 1,2 (0,8-1,9) Bakverkir 34,1 i 1,1 (0,7-1,6) 1,1 (0,7-1,5) 0,9 (0,5-1,5) 1,0 (0,6-1,6) Hjartsláttartruflanir 9,3 i 1,3 (0,7-2,3) 0,7 (0,4-1,3) 0,3 (0,1-0,9) 0,8 (0,4-1,8) Háþrýstingur 13,1 i 0,8 (0,4-1,3) 0,8 (0,5-1,4) 0,7 (0,3-1,5) 1,0 (0,5-1,8) Höfuðverkur 18,4 i 1,1 (0,7-1,8) 1,0 (0,6-1,6) 1,1 (0,6-2,1) 0,9 (0,5-1,6) Svefnraskanir 12,3 i 2,0 (1,1-3,8) 2,0 (1,1-3,7) 1,4 (0,6-3,2) 1,0 (0,4-2,3) Depurð 10,6 i 0,9 (0,5-1,5) 0,8 (0,5-1,3) 0,4 (0,2-1,1) 0,3 (0,1-0,7) Kvíði 12,2 i 1,1 (0,6-2,0) 1,3 (0,8-2,2) 1,0 (0,4-2,1) 0,7 (0,3-1,5) Augnsjúkdómur 10,9 i 1,0 (0,6-1,9) 1,0 (0,6-1,8) 0,6 (0,2-1,4) 1,2 (0,6-2,3) Tafla IV. Aldurstaölaö meöaltal stiga á skalanum 1-10 þegar starfshópar kvenna í öldrunarþjónustunni mátu andlega og líkamlega líöan sína og starfsánægju (n-1215). Meðaltal stiga (staöalfrávik)__________________________________________________________________ Hjúkrunarfræöingar Sjúkraliöar Ófaglæröar Ræstitæknar Aörar Líkamleg vellíöan F=4,72 df=4; p=0,001 7,7 (1,5) 7,2 (1,8) 7,0 (2,1) 7,2 (2,2) 7,5 (2,0) Andleg vellíöan F=3,84 df=4; p=0,004 8,3 (1,3) 8,2 (1,7) 7,7 (2,2) 7,9 (2,3) 8,1 (1,8) Starfsánægja F=2,02 df=4; p=0,09 8,1 (1,5) 7,7 (1,7) 7,9 (1,8) 7,7 (2,3) 8,2 (1,9) tæknir. Ekki er hægt að sjá hvort um meistarapróf var að ræða í framhaldsnáminu eða aðra lærdómsgráðu. Hærri hundraðshluti ófaglærðra í umönnun var ein- hleypur, hjúkrunarfræðinga fráskilinn en ræstitækna ekkjur samanborið við aðra hópa. Kvartanir um óþægindi f vinnuumhverfinu voru mismunandi hjá hópunum. Þeir sem tilheyrðu hópnum „aðrir“ kvört- uðu mest um þurrt, þungt loft, vonda lykt og pláss- leysi. Ófaglærðar konur í umönnun og ræstitæknar stunduðu síst reglulega líkamsrækt, reykingar voru næstum helmingi algengari meðal ófaglærðra en hjúkrunarfræðinga en algjört áfengisbindindi var helst meðal ræstitækna (tafla I). Sjúkraliðum og ófaglærðum í umönnun fannst vinnan í öllum tilfellum líkamlega erfiðari en hjúkr- unarfræðingum. Hið sama mátti að nokkru segja um ræstitækna en mynstrið var ekki eins skýrt (tafla II). Einhæfni, skortur á samráði og ónóg samstaða í vinnunni var meiri hjá öllum aðspurðum hópum en hjúkrunarfræðingum (tafla III). Lítill munur var á milli hópanna þegar spurt var hvort þeir hefðu leitað læknis vegna tiltekinna óþæginda eða sjúkdóma (tafla IV). Sjúkraliðar höfðu þó fremur en aðrir leitað læknis vegna vöðvabólgu og sjúkraliðar og ófaglærðar í umönnun höfðu fremur leitað læknis vegna svefnraskana en hjúkrunarfræðingar. Líkamleg og andleg vellíðan var heldur meiri meðal hjúkrunarfræðinga en annarra hópa. Anægja með vinnuna var svipuð í öllum hópunum (tafla V). Umræður Sjúkraliðar, ófaglærðar konur í umönnun og ræsti- tæknar í öldrunarþjónustu eru undir mun meira lík- amlegu vinnuálagi en hjúkrunarfræðingar og þeim finnst vinnan einhæfari. Hjúkrunarfræðingar njóta almennt betri líkamlegrar og andlegrar líðanar en hinir starfshóparnir en samt leita þeir ekki síður lækna en þeir. Menntun tengist mörgum atriðum sem máli skipta í lífi kvenna: efnahag, uppeldisskilyrðum, starfs- frama, hjúskaparhorfum, aðgang að upplýsingum og skilningsgetu (3). Þessa vegna mátli búast við því að hjúkrunarfræðingar í öldrunarþjónustu hefðu betri andlega og líkamlega heilsu en þeir hópar sem hafa styttri skólagöngu og lægri laun. Mögulegar skýringar á því hvers vegna hjúkrunar- fræðingar leita ekki síður lækna en hinir hópamir kunna að felast í því að þeir leiti læknis af minna tilefni, hafi betra aðgengi að læknum eða setji síður fyrir sig kostnað við læknisheimsóknir en gjald fyrir þær kunna að vera Þrándur í Götu fyrir þá sem hafa lág laun. Allir starfshóparnir voru ánægðir með starfið og ber því saman við niðurstöður Fahlströms sem kann- aði vinnuaðstæður og líðan sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks í öldrunarþjónustunni á nokkrum stöðum í Svíþjóð (9). Starfsfólkinu þar fannst eins og hér starfið gefandi og það byði upp á sjálfræði þótt það væri á hinn bóginn líkamlega og andlega erfitt. 220 Læknablaðið 2004/90 J

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.