Læknablaðið - 15.03.2004, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVfKKANIR
lingum (29). Notkun glykóprótein Ilb/IIIa blóðflögu-
hamla hjá sjúklingum með bráð kransæðaeinkenni
minnkar líkur á dauða og hjartadrepi í tengslum við
kransæðavíkkun (19, 20, 30). Þessi lyf gagnast líka
sjúklingum með sykursýki, óháð því hvort þeir fara í
kransæðavíkkun eftir gjöf þeirra eða ekki, og var til-
hneiging til að nota þau meira hjá sykursjúkum í nú-
verandi uppgjöri (31). Notkun klópídógrels (Plavix®)
hjá sjúklingum með bráð kransæðaeinkenni minnkar
líkur á dauða og drepi við langtímaeftirlit og ef gerð
er kransæðavrkkun eftir gjöf lyfsins er árangur einnig
betri hjá sykursjúkum (32). Frumárangur eftir bráða
kransæðavíkkun vegna bráðs ST-hækkunar hjarta-
dreps er svipaður hjá sykursjúkum og öðrum sjúk-
lingum, en langtímahorfur lakari (33, 34). Hert blóð-
sykurstjórnun með insúlíngjöf bætir horfur hjá sykur-
sjúkum með bráða kransæðastíflu, en ekki hefur
óyggjandi verið sýnt fram á að góð blóðsykurstjórn-
un þegar víkkun er gerð bæti skammtíma- eða lang-
tímaárangur (35,36).
Kransœðavíkkim eða hjáveituaðgerð? Fjöldi rann-
sókna hefur borið saman árangur kransæðavíkkana
og opinna hjáveituaðgerða hjá sjúklingum með og án
sykursýki. Eldri rannsóknir báru belgvíkkun án stoð-
nets saman við hjáveituaðgerðir og reyndist lang-
tímalifun hópanna álíka, en mun meira var um hjarta-
öng og þörf á endurviðgerð hjá sjúklingum með sykur-
sýki sem fóru í víkkun (7, 8, 37). I BARI-rannsókn-
inni þar sem gerð var belgvíkkun án ísetningar stoð-
nets voru betri horfur hjá sykursjúkum eftir hjáveitu-
aðgerð bundnar við þá sem fengu innanbrjóstveggs
slagæðagræðling (38). Þótt nýrri uppgjör (ARTS,
ERACI-II, SoS) sýni að kransæðavíkkun með notk-
un stoðnets bæti árangur hjá sykursjúkum er tíðni
endurviðgerða almennt hærri en við hjáveituaðgerð
(39). I ARTS-rannsókninni voru kransæðavíkkanir
með stoðnetum bornar saman við hjáveituaðgerðir
hjá sykursjúkum með fjölæða kransæðasjúkdóm. Dán-
arlíkur reyndust sambærilegar hjá hópunum, en hjá-
veituaðgerðirnar komu í heild betur út vegna hærri
tíðni endurviðgerða í víkkunarhópnum (40). Heila-
áföll og hjartadrep voru ekki algengari í víkkunar-
hópnum og kostnaður í þeim hópi var til lengri tíma
litið ekki meiri en í hjáveituhópnum (40). AWE-
SOME-rannsóknin hefur líka sýnt bættan langtíma-
árangur við kransæðavíkkanir hjá hááhættu sjúkling-
um með sykursýki í samanburði við hjáveituaðgerðir
(41) . Athyglisverður er nýlegur samanburður á 20
ára árangri hjáveituaðgerða og kransæðavíkkana sem
sýndi að fyrstu átta árin var oftar þörf á enduraðgerð
hjá víkkunarhópnum, en eftir það í hjáveituhópnum
(42) . Niðurstöður FREEDOM-rannsóknarinnar eru
væntanlegar en þar er hjá sjúklingum með sykursýki
gerður samanburður á kransæðavíkkunum með lyfja-
húðuðum stoðnetum og hjáveituaðgerðum (8, 28,
39). Aðrar rannsóknir eru í gangi sem munu meta ár-
angur mismunandi lyfjameðferða, blóðsykurstjórn-
unar og kransæðaviðgerða hjá sykursjúkum (8, 39).
Rétt er að ítreka að víðtæk áhættuþáttameðferð hjá
sjúklingum með sykursýki með hertri blóðsykurstjórn-
un, acetýlsalisýlsýru, beta-blokkerum, ACE-hömlum
og statín-lyfjum, hefur þegar sýnt sig að minnka
marktækt þróun hjarta- og æðasjúkdóma (3,43).
Lokaorð
Frumárangur kransæðavíkkana hér á landi er jafn
góður hjá sjúklingum með og án sykursýki. Dánar-
tíðni í sjúkrahúslegu eftir víkkunaraðgerð er í heild
lág en þó hlutfailslega hærri hjá sykursjúkum en öðr-
um sjúklingum. Þar sem um fáa sjúklinga er að ræða
þarf að túlka þá niðurstöðu með varúð.
Þakkir
Sigurlaug Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur aðstoð-
aði við söfnun gagna og innslátt í tölvuforrit og Ásdís
Hildur Jónsdóttir læknaritari við gerð handrits. Thor
Aspelund veitti tölfræðilega ráðgjöf.
Heimildir
1. Kannel WB, McGee DL. Diabetes and cardiovascular disease:
The Framingham Study. JAMA 1979; 241: 2035-8.
2. Haffner SM, Lehto S, Ronnemaa T, Pyorala K, Laakso M.
Mortality from coronary heart disease in subjects with type 2
diabets and in nondiabetic subjects with and without prior
myocardial infarction. N Engl J Med 1998; 339: 229-34.
3. Butler R, MacDonalds TM, Struthers AD, Morris AD. The
clinical implications of diabetic heart disease. Eur Heart J
1998; 19:1617-27.
4. Salomon NW, Page US, Okies JE, Stephens J, Krause AH,
Bigelow JC. Diabetes mellitus and coronary artery bypass.
Short-term risk and long-term prognosis. J Thorac Cardiovasc
Surg 1983; 85:264-71.
5. Herlitz J, Wognsen GB, Emanuelsson H, Haglid M, Karlson
BW, Karlsson T, et al. Mortality and morbidity in diabetic and
non-diabetic patients during a 2-year period after coronary
artery bypass grafting. Diabetes Care 1996; 19: 698-703.
6. Stewart RD, Lahey SJ, Levitsky S, Sanchez SC, Campos CT.
Clinical and economic impact of diabetes following coronary
artery bypass. J Surg Res 1998; 76:124-30.
7. Kornowski R, Lansky AJ. Current perspectives in interven-
tional treatment strategies in diabetic patients with coronary
artery disease (review). Cathet Cardiovasc Intervent 2000; 50:
245-54.
8. Reginelli JP, Bhatt DL. Why diabetics are at risk in percuta-
neous coronary intervention and the appropriate management
of diabetics in interventional cardiology (review). J Invas Car-
diol 2002; 14: 2E-11E.
9. Stein B, Weintraub WS, Gebhart SP, Cohen-Bernstein CL,
Grosswald R, Liberman HA, et al. Influence of diabetes
mellitus on early and late outcome after percutaneous trans-
luminal coronary angioplasty. Circulation 1995; 91: 979-89.
10. Bhaskaran A, Siegel R, Barker B, Underwood P, Breisblatt W,
Nuttall A, et al. Stenting during coronary intervention im-
proves procedural and long-term clinical outcomes in diabe-
tics. J Am Coll Cardiol 1999; 33: 97A.
11. Danielsen R, Eyjólfsson K, Sigurðsson AF, Jónmundsson EJ.
Árangur kransæðavíkkunaraðgerða á íslandi 1987-1998.
Læknablaðið 2000; 86:241-9.
12. Henderson J. SPSS made simple. Wadsworth Publishing Com-
pany, Belmont, California, 1987.
13. Ellis SG, Narins CR. Problem of Angioplasty in Diabetics.
Circulation 1997; 96:1707-10.
14. Vavuranakis M, Stefanadis C, Toutouzas K, Pitsavos C,
Spanos V, Toutouzas P. Impaired compensatory coronary
artery enlargement in atherosclerosis contributes to the
development of coronary artery stenosis in diabetic patients.
Læknablaðið 2004/90 231