Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 54

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SÁTTMÁLI LÆKNA UM FAGMENNSKU Velferð sjúklinga og samfélagslegt réttlæti - meginatriði í Sáttmála lækna um fagmennsku í læknisfræði, segir Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra lyflækna í febrÚarhefti Læknablaðsins birtist grein sem nefnist Fagmennska í lœknisfrœði í upphafi nýs árþúsunds: Sáttmáli lœkna. Þarna var á ferð þýð- ing á skjali sem farið hefur víða en var samið fyrir tilstuðlan samtaka lyflækna í Bandaríkjunum og Evrópu. Læknablaðinu lék forvitni á að vita meira um þetta skjal og hvers vegna lyflæknar töldu sér- staka ástæðu til að hnykkja á því nú að læknum beri að ástunda góða fagmennsku. Við leituðum því til Runólfs Pálssonar for- manns Félags íslenskra lyflækna og annars tveggja þýðenda sáttmálans. Fyrsta spurningin var ein- faldlega sú af hverju þyrfti að brýna það sérstaklega fyrir læknum að ástunda fagmannleg vinnubrögð. Hafa þeir ekki alltaf lagt sig fram um það? „Jú, að sjálfsögðu. Læknar hafa haft sínar siða- reglur allt frá því á dögum Hippókratesar. Hins vegar hafa orðið gríðarlegar breytingar á starfs- umhverfi lækna á síðustu árum og áratugum. Fyrir hálfri öld var algengast að læknar ynnu sem ein- yrkjar og starfræktu gjarnan læknastofur í heima- húsum. Síðan þá hefur þróast ákaflega flókið og margþætt heilbrigðiskerfi á Vesturlöndum sem hef- ur verið markaðsvætt að nokkru leyti. A þessum tíma hefur kostnaður við læknisþjónustu aukist gífurlega vegna framfara í læknisfræði og aukinnar þjónustu við sjúklinga. Stjórnvöld standa í flestum tilvikum undir stærstum hluta þessa kostnaðar og hjá þeim hefur gætt vaxandi áhuga á hagræðingu og sparnaði. Slíkum aðgerðum fylgir sú hætta að fagleg gildi verði útundan. í ljósi þessarar þróunar þótti samtökum lyf- lækna í Evrópu og Bandaríkjunum kominn tími til að skoða og endurvekja gildi fagmennsku í læknis- fræði. Læknar hafa skuldbundið sig til að hafa vel- ferð sjúkligna sinna í öndvegi. Þeim ber líka skylda til að stuðla að því að fjármagni sem varið er til heilbrigðiskerfisins sé ráðstafað á réttlátan hátt og að gætt sé hagkvæmni í rekstri því sjóðir samfé- lagsins eru ekki ótæmandi. Þetta eru þættir sem læknar þurfa að glíma við í daglegu starfi og þótt siðareglurnar séu í góðu gildi þá veita þær ekki alltaf nauðsynlega leiðsögn í starfi við hinar marg- breytilegu aðstæður nútímans.“ skiptum lækna á milli eða gagnvart samfélaginu öllu? „Hvort tveggja. Það er mikilvægt fyrir lækna sem stétt að samkomulag sé um þau markmið sem við höfum að leiðarljósi. Við höfum einnig sameig- inlegar skyldur gagnvart sjúklingum og samfélag- inu í heild. Það hefur orðið breyting á sambandi lækna og sjúklinga á þann veg að sjálfsforræði sjúklinga hefur aukist mikið á undanförnum árum. Áður fyrr voru læknar nokkurn veginn einráðir um það hvaða meðferð var beitt en nú eru þeir fremur í hlutverki ráðgjafan og sjúklingar taka æ meiri þátt í ákvarðanatökunni. Sáttmálinn tekur á þeim afleiðingum sem þetta hefur fyrir lækna, svo sem með reglunni um að velferð sjúklinga hafi forgang og um sjálfsforræði sjúklinga. Þriðja meginreglan er um samfélagslegt réttlæti. Við vitum að það sitja ekki allir við sama borð og þess vegna verður að gæta vel að því að þegnar samfélagsins hafi jafna stöðu gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Það eru ekki síst þessi mál- efni sem nokkuð vantar upp á að fjallað sé um í siðareglunum.“ - í sáttmálanum er tekið á ýmsum nýjungum en einnig sígildum vandamálum læknisfræðinnar en er hann óumdeildur? Geta allir læknar skrifað undir hvert orð í honum eða er þar eitthvað sem gæti valdið ágreiningi? „Eg held að flestir læknar séu sammála því sem þarna stendur í meginatriðum þótt vissulega geti verið skiptar skoðanir um einstök atriði og út- færslu sáttmálans á þeim. Eflaust munu einhverjir segja að það sé nóg að hafa siðareglur, svo verði hver og einn að haga sínum störfum með hliðsjón af þeim. Það gætu líka verið skiptar skoðanir á ákvæðum sáttmálans um samfélagslegt réttlæti, svo sem að læknar skuldbindi sig til að „vinna að réttlátri dreifingu á þjónustu sem er takmörkunum háð“. Það er flókið mál í útfærslu. Annað álitamál er forgangsröðun. Um hana er ekki fjallað í sátt- málanum að öðru leyti en því að læknar skuli bera ábyrgð sem forvígismenn heilbrigðisþjónustunnar á því hvernig úrræðum er dreift. En í heildina tek- ið held ég að eining ríki um að læknum beri að hafa þessar reglur að leiðarljósi." Meginatriöin eru óumdeild Þröstur - Gagnvart hverjum eru læknar að skuldbinda sig Haraldsson með þessum sáttmála? Gildir hann einkum í sam- Höfðar til allra lækna Aftan við sáttmála lækna birtist alllangur listi yfir þá sem þátt tóku í að semja hann. Runólfur segir 250 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.