Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / Að skjóta sig í þekkingarfótinn Matthías Kjeld Höfundur er læknir og efnameinafræðingur. Það er ábyrgðarhluti að tala um háskóla, einkum ef um er að ræða alvöru háskólastofnun þar sem stunduð eru vísindi og þróun auk kennslustarfsins. Kennarastarfið hefur reyndar breyst afar mikið á síð- ustu áratugum svo þörf væri á nýju heiti, til dæmis einhverju sem hefði svipaða merkingu og enska orð- ið „tutor“. Nemendur hafa núorðið sjálfkennandi hjálpargögn og hlutverk kennarans er nánast það eitt að örva og prófa framfarir nemenda og skilning. En hvað um það, kennarar eru misjafnir; þeir ýmist vekja nemendur til lífsins ellegar stinga þeim svefnþorn. Öðru máli gegnir um vísindi og þróun. Þar eru menn við sama heygarðshornið og þeir voru þegar einn helsti faðir nútímavísinda Galíleó Galílei (1564- 1642; mælið allt sem mælanlegt er) var uppi. Þar verða menn enn í dag að vera frjálsir og frjóir í hugs- un og móðir náttúra þolir nemendum sínum ekki gönguferðir af vegi sannleikans. Orður og titlar gagna lítt og ef von á að vera um árangur af vísinda- rannsóknum útheimtir það óhemju vinnu, eða eins og engilsaxar segja „one per cent inspiration, 99 per cent perspiration". Þróunin kemur svo í kjölfar nýrr- ar þekkingar og skoðanir taka við þar sem þekkingin endar. Steinn Steinarr kann að hafa hitt nagla þann á höfuðið sem skoðanir eru hengdar á þegar hann seg- ir, „... í tvílyftu timburhúsi má trúa hverju sem er“. Vísindaiðkun eykur þannig gagnrýna hugsun og er talin sjálfsögð í starfi allra háskóla. Menn agast og þjálfast í frjálsri þekkingarleit. Menn vinna ekki eftir skipunum embættismanna eða stimpilklukkum. Mál- ið er miklu alvarlegra en svo. Menn vinna eftir hug- myndum sínum og sannfæringu hvenær sem er sólar- hringsins, heima og heiman, ef því er að skipta. Sam- keppni ríkir um nýja þekkingu. A Vesturlöndum eru allir háskólar reknir með þessum hætti og háskólar eru stolt þjóðanna. Aðrar stofnanir ríkis og sveitarfé- laga vilja gjarnan tengjast þeim í orði. Þannig háttar hér heima á íslandi í dag. Á Landspítala (LSH) hefur verið sett upp stofnun sem nefnd er „Skrifstofa kennslu, vísinda og þróun- ar“ og fær hún innan við eitt prósent af veltu spítal- ans. í skýrslu LSH fyrir árið 2002 segir: „Meginhlut- verk skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ) er að vinna að eflingu háskólastarfs, vísindastarfs og kennslu fyrir heilbrigðisstéttir á LSH“. Undir hatt SKVÞ var einnig sett staða tölfræðings LSH. Töl- fræðingur tók til starfa á Landspítala fyrir tíu árum eftir tilmæli Læknaráðs og hafa læknar, læknanemar, hjúkrunarfræðingar, meinatæknar, næringarfræðing- ar og fleiri og fleiri leitað til hans um hjálp við rann- sóknarverkefni sín. Þá hefur hann auk verkefna fyrir rannsóknastofur tekið mikinn þátt í kennslu, sérstak- lega læknanema á 4. ári vegna rannsóknarverkefna í kennslunni. Er skemmst frá því að segja að komu töl- fræðingsins var fagnað á Landspítala og hefur árang- ur ekki látið á sér standa. Verkefnaval og frágangur vísindagreina hefur stórlega batnað og fleiri greinar frá LSH hafa verið birtar í viðurkenndum erlendum tímaritum sem gera æ strangari kröfur um fagleg vinnubrögð. Nú hefur sú undurfurða gerst að framkvæmda- stjóri skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar hefur ákveðið í „sparnaðarskyni“, án ráðslags við aðrar deildir, að leggja niður stöðu tölfræðingsins. Ekki er gjörla vitað á þessu stigi hvort hér er um að ræða voðaskot í eigin fót eða hvort meðvituð atlaga hafi verið gerð að því fólki sem ógnaði flatneskjunni og leitaði aðstoðar tölfræðingsins. En getur þetta gerst? Endurtekur sagan sig svona? Rannsóknarréttur kirkj- unnar neyddi Galíleó til að afneita niðurstöðum rann- sókna sinna. Galíleó lifir hins vegar en rétturinn var verkfæri valdhafa sem ef til vill höfðu ekki háleitari markmið en þau að mega ganga fram á svalirnar og veifa til fjöldans. 252 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.