Læknablaðið - 15.03.2004, Side 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 46
Af beinagrind og hægðatregðu
Beinagrind í skápnum
Fimm ára læknissonur er að leika við jafnaldra sinn í
vinnustofu læknisins. Sonurinn opnar einn skápinn
og kemur þá í ljós beinagrind í fullri stærð. Leikfélag-
inn hrekkur í kút og verður ofsahræddur en róast
þegar læknissonurinn segir honum að pabbinn hafi
átt beinagrindina árum saman.
„Einhverra undarlegra hluta vegna heldur pabbi
mikið upp á þessa beinagrind,“ sagði sonur föður síns.
„Af hverju?“ spurði vinurinn.
„Ég veit það ekki,“ sagði drengurinn. „Kannski
var þetta fyrsti sjúklingurinn hans.“
Líkamsrækt og kynlíf
Kona um þrítugt kom til læknis og var hrædd um að
hún væri ófrísk. Rannsókn leiddi í ljós að svo var
ekki, til mikils léttis fyrir konuna. Læknirinn ræddi
síðan um ýmsar tegundir getnaðarvarna en konunni
hugnaðist engin þeirra.
„Getur þú ekki ráðlagt mér neitt annað?“ spurði
konan.
„Jú, líkamsrækt," sagði læknirinn.
„Líkamsrækt?“ spurði konan undrandi. „Áður eða
eftir að ég stunda kynlíf?“
„í staðinn fyrir kynlíf,“ sagði læknirinn.
í sumarfríi á ströndinni
Læknir nokkur sem þótti ekkert mjög sleipur í faginu
en hafði þó komist í gegnum langa starfsævi án þess
að verða illa á í messunni var í sumarleyfi á sólar-
strönd. Á göngu sinni eftir ströndinni kom hann að
björgunarliði sem var að reyna endurlífgun á manni
sem lá lífvana í flæðarmálinu. Þeir notuðu að sjálf-
sögðu munn-við-munn aðferðina og beittu hjarta-
hnoði í gríð og erg án þess að maðurinn sýndi nokkur
viðbrögð. Þegar þrýst var á bringu mannsins kom sjór,
sandur og meira að segja smáskeljar úr munni hans.
Læknirinn varð mjög hissa, tróð sér aðeins nær og
sagði:
„Fyrirgefið að ég skuli trufla ykkur, en ég er lækn-
ir og ég held að það mundi hjálpa ef þið lyftuð aftur-
enda mannsins upp úr sjónum."
Hægöatregöa
Eldri herra kom til læknis og kvartaði um mikla
hægðatregðu. Læknirinn skoðaði manninn og ávísaði
honum síðan töflum sem taka ætti inn áður en hann
gengi til náða á hverju kvöldi.
Tveimur vikum seinna kom maðurinn til eftirlits
og læknirinn spurði hvernig gengi með hægðirnar.
Læknirinn varð undrandi þegar maðurinn svaraði
frekar önugur að töflurnar virkuðu vel og hann fyndi
kallið koma klukkan hálf átta á morgnana.
„En mér finnst þú ekki vera neitt hress með það,“
sagði læknirinn.
„Nei, af hverju ætti ég að vera það?“ spurði mað-
urinn. „Ég vakna ekki fyrr en klukkan átta.“
Karlremba
Kalli var þekkt karlremba og fór í taugarnar á flest-
um sem hann þekkti. Hann kom til Lalla læknis í ár-
lega skoðun og létti mjög þegar læknirinn tjáði hon-
um að allt væri í stakasta lagi með skrokkinn.
„En mundu það, Karl,“ sagði Lalli læknir, „þú
verður að hugsa um líkama þinn alveg eins og heimili
þitt. Haltu honum vel við, snyrtilegum og hreinum.
„Ég skil hvað þú ert að fara, Lárus minn. Ég fæ
mér konu til að hjálpa mér tvisvar í viku.“
Sagt og meint
Lœknir segir: „Það er best að við tökum blóðprufur“.
Hann á við: „Ég finn ekki hvað er að þér. Kannski
meinatæknirinn geti reddað okkur.“
Læknirsegir: „Við skulum sjá til hverju fram vindur."
Hann á við: „Ef til vill breytist þetta á nokkrum dög-
um í eitthvað sem ég get læknað."
Lœknir segir: „Ef einkennin hverfa ekki pantar þú
aftur tíma í næstu viku.“
Hann á við: „Þetta er eitthvað það ógeðslegasta sem
ég hef séð. Guði sé lof að ég á frí í næstu viku.“
Ökklabrotinn lítilmagni
Maður kom til læknis og verkjaði rosalega í ökklann.
„Hvað hefur þú eiginlega verið svona lengi?“
spurði læknirinn.
„í rúma viku,“ sagði maðurinn.
„Þú ert ökklabrotinn. Hvers vegna í ósköpunum
komstu ekki til mín í síðustu viku?“
„Af því að í hvert skipti sem ég orða það við kon-
una að eitthvað ami að mér segir hún að ég verði að
hætta að reykja.“
Dílar
Sjúklingurinn: „Ég sé ennþá dfla fyrir augunum.'1
Augnlœknirinn: „Lagaðist þú þá ekkert við leiserað-
gerðina?"
Sjúklingurinn: „Jú, jú, dflarnir eru orðnir miklu skýr-
ari.“
Bjarni Jónasson
bjarni.jonasson@hg.is
Bjarni er heilsugæslulæknir
í Garðabæ.
Læknablaðið 2004/90 265