Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 71

Læknablaðið - 15.03.2004, Page 71
UMRÆÐA & FRETTIR / FRA HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGARAÐUNEYTINU Lyfjamál 123 Tíundi hver íslendingur notar þunglyndislyf Notkun þunglyndislyfja (N06A antidepressiva) held- ur áfram að aukast og nálgast notkun landsmanna nú 100 ráðlagða dagskammta á hverja 1000 íbúa sem svarar til þess að um það bil tíundi hluti þjóðarinnar noti þessi lyf. Borið saman við nálæg lönd er notkunin hvergi meiri. Notkun þessara lyfja hefur tæplega fimm- faldast á áratug, en árið 1993 voru dagskammtarnir á hverja 1000 íbúa um 20. Heildarkostnaðurinn við þess lyf hefur tæplega sexfaldast á áratug. Hann var rúmar 200 milljónir króna á árinu 1993 en varð í fyrra rúm- lega 1300 milljónir króna, reiknað á útsöluverði apó- teka og miða við verðlag hvers árs. Þekktur króatískur þunglyndissérfræðilæknir, prófessor Dr. Norman Sart- orius, lét hafa eftir sér í dagblaðsviðtali sem tekið var í tilefni fundar um þunglyndi „að jafnan eigi um 2-3% fólks við þunglyndi að stríða“. Notkunin hérlendis virðist vera talsvert umfram það sem búast mætti við í ljósi þessa mats Dr. Norman Sartorius. Eggert Sigfússon Mynd 1. N06A þunglynd- islyf (antidepressiva). Árs- fjórðungstölur 1989-2003. Mynd 2. N06A þunglynd- islyf (antidepressiva). Verðmœti á apóteksverði 1989-2003. Eggert Sigfússon er deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Læknablaðið 2004/90 267

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.