Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / ÁTRASKANIR Átraskanir: einkenni, framvinda, faralds- fræði og tengsl við geðsjúkdóma Y firlitsgrein Ágrip Sigurlaug María Jónsdóttir' SÁLFRÆÐINGUR Guðlaug Þorsteinsdóttir2 GEÐLÆKNIR Átraskanir eru alvarlegir geðsjúkdómar sem hrjá fyrst og fremst ungar konur og geta haft afdrifarík áhrif á líf þeirra og fjölskyldur. Þær einkennast af afbrigðilegu mataræði og megrunaráráttu og valda iðulega alvarlegum líkamlegum og andlegum ein- kennum sem geta leitt til dauða. Átraskanir eru langvinnir sjúkdómar. Þeim fylgja oft geðrænar hliðarraskanir og líkamlegir fylgikvillar sem þarf að taka tillit til við meðferð. Tíðni átraskana virð- ist vera að aukast í hinum vestræna heimi og fylgja aukinni velmegun og vaxandi offituvanda. Engin ástæða er til að ætla að því sé öðruvísi farið á íslandi en ítarlegar rannsóknir skortir. í þessari yfirlitsgrein er farið yfir helstu ein- kenni og greiningarviðmið þriggja flokka átrask- ana, það er lystarstols, lotugræðgi og átröskunar sem ekki er nánar skilgreind. Gerð er grein fyrir framvindu, batahorfum sem og faraldsfræði átraskana. Jafnframt er tengslum átraskana við aðra geðsjúkdóma lýst. Að lokum er rætt um þá þjónustu sem átröskunarsjúklingum hefur staðið til boða hérlendis og þörf fyrir frekari meðferð- arúrræði. Inngangur Rannsóknin naut engra fjárstyrkja. ‘Sálfræðiskor Háskóla íslands, 2geðsvið Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Guðlaug Þorsteinsdóttir gudlthor@landspitalL is Lykilorð: átraskanir, greining- arviðmið, einkenni, faralds- frœði, horfur, fylgikvillar. Á síðastliðnum áratugum hafa orðið miklar breyt- ingar á efnahag fólks og lífsstíl. Þetta hefur haft í för með sér aukna tíðni offitu (1-3) en að sama skapi hefur samfélagslegur þrýstingur á að halda sér grönnum aukist. Þetta á að öllurn líkindum stóran þátt í aukinni tíðni átraskana, sérstaklega lotugræðgi (bulimia nervosa), lotuofáti (binge eating disorder) og vægari tegundum átraskana. Átraskanir eru ein algengasta geðröskunin hjá ungum konum nú um stundir. Átraskanir hafa orðið mun meira áberandi í samfélaginu og í um- ræðunni og eftirspurn eftir meðferðarúrræðum hefur aukist mjög. Átröskunum er almennt skipt upp í þrjá flokka, en þeir eru: lystarstol (anorexia nervosa), lotu- græðgi og átröskun ekki nánar skilgreind (eating disorder not otherwise specified; EDNOS), stund- um kölluð ódæmigerð átröskun (atypical eating disorder). Töluverð skörun er á einkennum milli greiningarflokka og algengt að sjúklingar flytjist milli greiningarflokka í sjúkdómsferlinu. Þetta ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir SM, Þorsteinsdóttir G Eating disorders: symptomatology, course and prognosis, epidemiology, and psychiatric comorbidity. Review article Læknablaðið 2006; 92: 97-104 Eating disorders are a group of serious psychiatric disorders that affect primarily young women and can have serious consequences on their lives and their families. Eating disorders are characterized by disordered eating behaviour with desire for thinness that can result in serious physical and psychological symptoms and death. Eating disorders tend to run a chronic course. Psychiatric comorbidity and physical complications are common among eating disordered patients and these issues need to be taken into consideration during treatment. Prevalence and incidence of eating disorders appears to be increasing in Western societies and follow increased prosperity and obesity problems. There is no reason to believe that the situation is different in lceland but research is lacking. In this review article we address the main symptoms and diagnostic criteria of three types of eating disorders, that is anorexia nervosa, bulimia nervosa and eating disorder not otherwise specified. The course and prognosis, epidemiology, and psychiatric comorbidity of eating disorders will also be presented. Finally, we discuss the services available to eating disordered patients here in lceland and the need for futher development of the services. Key words: eating disorders, diagnostic criteria, symptoms, epidemiology, prognosis, comorbidity. Correspondance: Guðlaug Þorsteinsdóttir, gudlthorQlandspitali.is bendir til verulegra vankanta á núverandi grein- ingarkerfi og þörf á endurbótum á komandi árum. Hér á íslandi er sjúkdómsgreiningarskrá Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, ICD kerfið, notuð við flokkun sjúkdóma. Það er þó óhentugt í vinnu með átraskanir, sérstaklega þar sem flestir spurn- ingalistar og greiningarviðtöl fyrir átraskanir eru hönnuð út frá greiningarkerfi ameríska geðlækna- félagsins, DSM kerfinu (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders). Lotuofát er nýleg sjúkdómsgreining sem menn hafa rannsakað um þó nokkurt skeið en það til- heyrir greiningunni átröskun ekki nánar skilgreind Læknablaðið 2006/92 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.