Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Af klæðaburðí Málefni ritstjórnar Læknablaðsins náðu á liðinni aðventu hámælum, um yfirlýsingar fyrr- verandi ábyrgðarmanns blaðsins og andsvör for- manns Læknafélags Islands þarf ekki að fjölyrða. í síðasta tölublaði Læknablaðsins greinir Pétur Pétursson læknir frá málinu og kemst að þeirri niðurstöðu að stjórnir Læknafélags Islands (LI) og Læknafélags Reykjavíkur (LR) hafi brugðist. Telur hann að stjórnirnar hafi sýnt skammsýni með undirlægjuhætti við Kára Stefánsson lækni, og þannig valdið Islendingum álitshnekki í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Á þeim tæpum fjórum árum sem ég sat í út- gáfustjórn blaðsins áður en umrætt mál hófst hafði útgáfustjórnin komið sjaldan saman og þá einungis til að fjalla um launamál starfsmanna blaðsins og ábyrgðarmanns. Læknablaðið hefur á þessum tíma náð útbreiðslu til fleiri en lækna með rafrænni útgáfu sem er aðgengileg öllum á vefsíðu blaðsins og náði blaðið þeim merka áfanga að verða skráð í Medline ekki síst vegna framgöngu Jóhannesar Björnssonar prófessors. Þannig hefur blaðið breyst úr lítt lesnu fréttabréfi og vettvangi ritæfinga í tímarit með alþjóðlegar tilvitnanir. í ritstjórn Læknablaðsins höfðu til fjölda ára setið læknar sem á haustmánuðum lentu í deilum við ábyrgðarmanninn vegna stefnu hans í ritstjórnar- málum blaðsins. Þegar fjölmiðlar tóku að fjalla um málið var ritstjórninni í heild boðið á fund stjórnar LR til að ræða um ritstjórnarstefnu blaðsins. Áður hafði ábyrgðarmaðurinn einn greint stjórn LÍ frá málavöxtum. Harðar deilur urðu á fundinum með stjórn LR milli ábyrgðarmanns og annarra ritstjóra. í ljós kom að ritstjórn Læknablaðsins hafði aldrei markað formlega ritstjórnarstefnu og að ábyrgðarmaðurinn virtist einn taka ákvarðanir um helstu efnistök blaðsins án víðtæks samráðs við aðra ritstjóra. Ábyrgðarmaðurinn greindi frá því að hann hefði að leiðarljósi að birta allar að- sendar greinar frá læknum óháð innihaldi, en ef innihald væri ærumeiðandi ellegar augljós ósann- indi kæmu fram sem brytu í bága við siðareglur lækna væri þó reynt að telja um fyrir höfundi. Taldi ábyrgðarmaðurinn að hann stæði þannig vörð um prentfrelsi, enda ábyrgðin á greinarbirtingunni ekki hans heldur höfundar. Jafnframt kom fram að hann myndi ekki víkja frá þessum starfsháttum. Yfirlýsingar ábyrgðarmanns um að innan ritstjórn- ar ætti ekki að ríkja lýðræði ollu deilum. Eftir þennan fund vöknuðu efasemdir innan stjórnar LR um hæfileika ábyrgðarmanns til að vinna að farsælli lausn málsins. Stjórn LR lítur svo á að ábyrgðin í starfi ábyrgðarmanns Læknablaðsins felist í því að viðhalda ritstjórnarstefnu og neita höfundum alfarið birtingu greina sem brjóta í bága við hana. Þannig er ekki verið að hefta ritfrelsi heldur gæta þess að efnistök blaðsins séu því ávallt til sóma. Ennfremur er stjórn LR ósammála túlkun ábyrgðarmannsins fyrrverandi að innan ritstjóra- hópsins ríki ekki lýðræði. Stjórnir læknafélaganna skipa lögum samkvæmt ritstjóra, og einn úr þeirra hópi sem ábyrgðarmann, hann er því fremstur meðal jafningja en ekki sem einráður. Slíkt er í skýru samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar um starfsemi ritstjórna og læt ég ensku tilvitnunina standa; „editors should seek input from a broad array of advisors, such as reviewers, editorial staff, an editorial board, and readers." í kjölfar þessa fundar boðaði ábyrgðarmaður Læknablaðsins til fundar í útgáfustjórn þar sem hann kynnti áform sín um að reka þá ritstjóra sem harðast mótmæltu honum og bar við trúnað- arbresti í þeirra sambandi. Var honum bent á að hann hefði ekki umboð til slíks, ritstjórar væru kosnir af aðalstjórnum læknafélaganna þó svo að í raun hefði ekki verið rétt að þeim málum staðið til fjölda ára. Ábyrgðarmaðurinn var þess í stað hvattur til að ná sáttum við aðra ritstjóra, meðal annars með því að virða meðalhóf og fjarlægja um- deilda grein um tíma af opnum vef Læknablaðsins, eða þar til efnisleg niðurstaða siðanefndar félags- ins lægi fyrir. Ennfremur var lagt til að skipa óháða ritnefnd til þess að fjalla um athugasemdir þær sem komu fram í bréfi lögmanns Kára Stefánssonar. Ábyrgðarmaðurinn lagðist þvert gegn öllum þess- um tillögum. Það sem síðar gerðist er öllum kunnugt. Rit- stjórnin sagði af sér að undanskildum ábyrgðar- manni og stjórnir LR og LÍ skipuðu óháða ritnefnd (ad hoc) í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar læknisfræðitímarita. Nefnd þessi komst að þeirri niðurstöðu að birting umræddrar greinar hefði brotið gegn alþjóðlegum ritstjórnarreglum, lagði til að hlutar hennar yrðu fjarlægðir af netútgáfu blaðsins og Kári Stefánsson beðinn velvirðingar. Slíkt var gert í samræmi við eftirfarandi leiðbein- ingar: „Whenever it is recognised that a significant inaccuracy, misleading statement or distorted report has been published, it rnust be corrected promptly and with due prominence. An apology must be published whenever appropriate.“ Niðurlag á bls. 144. Óskar Einarsson oskare@mac. com Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. Læknablaðid 2006/92 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.