Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAFRÆÐI / BRÉF TIL BLAÐSINS
haldið niðri af kostnaðarástæðum og niðurstaðan
er sú að hér er engin apótekslyfjafræði eða lyfja-
stoð í þróun. Kennsla er hafin á þessu sviði í sam-
rærni við það sent er að gerast erlendis en mögu-
leiki til verklegrar þjálfunar á vettvangi er nánast
enginn. Það er sem sagt ekki markvisst notuð
sérþekking lyfjafræðinga í apótekum og þeir eru
hvergi starfandi annars staðar í heilsugæslu eða við
langtímameðferð: á heilsustofnunum, heilsugæslu-
stöðvum eða göngudeildum Landspítala. Eitt sem
þessi þróun og viðhorf til lyfjafræðinga hefur haft í
för nteð sér er að þeir hafa sótt sér viðbótarmennt-
un í stjórnun og rekstri sem vonandi leiðir til þess
að þeir komist að til þess að koma faglegum sjón-
armiðum á framfæri.
Lyfjafræðingafélag Islands fylgist grannt nteð
þeirri þróun sem hefur átt sér stað erlendis á svið-
um lyfjastoðar og apótekslyfjafræði. Fulltrúar frá
félaginu sækja reglulega fundi og ráðstefnur hjá
þeim alþjóðlegu og fjölþjóðlegu samtökum sem
félagið er aðili að. Það hlýtur því að vera eðlilegt
að leitað sé til lyfjafræðinga þegar endurskipu-
lagning heilbrigðikerfisins stendur yfir. Það hlýtur
að vera skylda heilbrigðisyfirvalda við stefnumót-
un í heilbrigðisþjónustu að nýta sem best þá þekk-
ingu sem fólgin er hjá sérfræðingum hvers fagsviðs
á heilbrigðissviði.
Heimildir
Alþjóöa heilbrigðismálastofnunin, heimasíða, www.who.int
Félag bandarískra lyfjafræðinga hjá heilbrigðisstofnunum,
www.ashp.org
Cippolle RJ, Strand, LM, Morley PC, Pharmaceutical Care Prac-
tice: The Clinician s Guide, Second Edition, Mc Graw-Hill
companies, Inc., 2004
The Pharmaceutical Journal, www.pjonline.com
Alþjóða samtök lyfjafræðinga, heimasíða, www.fip.org
Samtök lyfjafræðifélaga Evrópuríkja og Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar, www.eiiro.who.int/europharm
Tengslanet lyfjafræðifélaga í Evrópu um lyfjastoð, www.pcne.org
Kaiser Permanente, www.kaiserpermanente.org
Geðlyfjafræðihópur Bretlandseyja, www.ukppg.org.uk
Diana Jones, Clinical Pharmacists working with Mental Health
Teams, A patient orientated model for health care profes-
sionals, APS Publishing, 2004, www.apspublishing.co.uk
Alþjóðlegt, amerískt félag ráðgjafarlyfjafræðinga, www.ascp.com
VAPAHCS, spítalar, göngudeildir og hjúkrunarstofnanir, www.
palo-alto.med. va.gov
Af klæðaburði
- framhald af bls. 141
Þegar hér var komið sögu fjölluðu stjórnir LR
og LI sameiginlega um málið. Sú umfjöllun var op-
inská og skoðanir skiptar. A engu stigi þeirrar um-
ræðu tel ég að afstaða stjórnarmanna hafi mótast af
þeim kærumálum og bréfaskriftum lögmanna sem
í gangi voru. Stjórnarmönnum var hins vegar ávallt
kunnugt unt meint hagsmunatengsl málsaðila. Mér
vitanlega hafði enginn stjórnarmanna nein óeðli-
leg hagsmunatengsl við Kára Stefánsson ellegar
íslenska erfðagreiningu. Sumir stjórnarmenn töldu
að stöðu sinnar vegna flokkaðist Kári Stefánsson
sem opinber persóna í íslensku þjóðlífi og ætti þar
af leiðandi að þola meira og verra umtal en aðrir.
Það var hins vegar álit meirihluta stjórnarmanna
að Kári ætti njóta þess réttar sem siðareglur okkar
mælast fyrir um til jafns við aðra lækna. Jafnframt
var haft í huga eftirfarandi hluti sáttmála læknis-
fræðitímarita: „In all instances, editors must make
an effort to screen out discourteous, inaccurate,
or libelous statements, and should not allow ad ho-
ntinem arguments intended to discredit opinions
or findings."
Stjórnir félaganna komu sér saman um að
mikilvægast væri að útgáfa Læknablaðsins héldi
áfram án truflana, en umræðan hafði þegar
markað starfsemina. Því hófst leit stjórna LR og
LI að hæfurn læknum til þess taka sæti þeirra rit-
stjóra sem höfðu sagt af sér. Þegar eftirgrennslan
leiddi í Ijós að ekki fengist starfhæf ritstjórn með
óbreyttum ábyrgðarmanni var ákveðið að leita til
Jóhannesar Björnssonar prófessors um að leiða
nýja ritstjórn og jafnframt marka ritstjórnarstefnu
fyrir Læknablaðið í samræmi við alþjóðlegar leið-
beiningar lækna- og lífvísindatímarita.
Eg tel að enginn stjórnarmanna LR eða LÍ hafi
með þessu sýnt Kára Stefánssyni undanlátssemi.
Þess í stað var haft að leiðarljósi að hann nyti sömu
réttinda og aðrir læknar í samræmi við siðareglur
okkar. Skammaryrði útilegumanna eru mælt af
heilum hug en án þess að þeir hafi leitað til byggða
í fréttaleit. Líklega er því um að kenna að stjórnir
læknafélaganna hafa ekki dregið fram öll atriði
málsins til kynningar meðal félagsmanna, hvað þá
til utangarðsmanna, því oft má satt kyrrt liggja.
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur lítur svo á að af-
skiptum sínum af ritstjórn Læknablaðsins sé lokið
að sinni. Stjórn LR ber fullt traust til þeirra sem
þar sitja og hefur falið þeim að ntarka ritstjórnar-
stefnu í samræmi við siðareglur lækna- og vísinda-
samfélaganna. Við hörmum að starfslok Vilhjálms
Rafnssonar við Læknablaðið hafi borið að með
þeim hætti sem raun varð en þökkum honum fram-
lag hans til blaðsins í gegnum árin.
Heimildir
www.icmje.org
www.wame.org
144 Læknablaðið 2006/92