Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADAGAR stundir á viku í mars 2003 en 48,5 stundir haustið 2004. Jafnframt hefur dregið verulega úr því að læknar mæti veikir í vinnu þegar þeir hefðu ráðlagt sjúklingum sínum að vera heima. Þegar rýnt var í hvað læknar gera í vinnunni kom í ljós að vorið 2003 höfðu þeir eytt 74% vinnu- tímans í að sinna sjúklingum en hálfu öðru ári síðar hafði þetta hlutfall hækkað í 78%. Þennan tíma virðast læknar hafa tekið af rannsóknum því í þær fóru 10% vinnutímans 2003 en aðeins 6% haustið 2004. Þetta taldi Kristinn vera neikvætt og einnig það að svo virðist sem læknar njóti minni stuðnings næsta yfirmanns en þeir gerðu í fyrri könnuninni. Slíkur stuðningur er mjög mikilvægur því hann felur í sér hvatningu sem er öllum nauðsynleg í starfi. Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur leiðir hinn faglega hluta HOUPE-rannsóknarinnar og hún flutti hugvekju um líðan lækna út frá sjón- arhóli sjúklinga. Hvernig líður lækninum mínum? var spurningin sem hún leitaði svara við. Þar vitn- aði hún til Olav Aasland sem benti á að læknar hefðu yfirleitt ekki mikinn áhuga á niðurstöðum rannsókna á eigin heilsufari og líðan. Aasland hafði líka spurt hvort nútímalæknirinn væri vel þjálfaður líkami með ofvöxt í heilanum en van- þroskað hjarta. Þorgerður sagði að líðan og hugsunarháttur lækna kæmi öllum við rétt eins og það kæmi lækn- um við hvað sjúklingar hugsuðu um þá. Þetta væri spurning um trúnaðartraust og fagmennsku. Þótt læknar hugsuðu greinilega vel um sig og væru um margt til fyrirmyndar þá væri einnig ástæða til að hafa áhyggjur. Það ætti ekki síst við um álag í starfi. Algengt væri að læknar ynnu á mörgum stöðum með tilheyrandi streitu. Vaktavinna í óhófi væri heldur ekki jákvæð. En er mark takandi á lækni sem ráðleggur mér að vera heima í ástandi sem hann hundsar sjálfur? Eru læknar ofurmenni og vilja þeir vera það? Þorgerður greip upp úr umræðunni þá spurn- ingu hvort íslenskir læknar geti staðið í fylking- arbrjósti þar sem lagður er grundvöllur að nýrri fagmennsku í læknislistinni. „Það má vel vera en til þess þurfa læknar að leggjast í naflaskoðun, konur og karlar í sameiningu, og skilgreina upp á nýtt mörg hugtök sem stéttin hefur haft að leiðar- ljósi, svo sem sjálfræði, trúnaðartraust, ábyrgð, umhyggja, umönnun, gagnvart sjúklingum en líka gagnvart sjálfum sér,“ sagði Þorgerður. Við þessi orð bætti einhver í pallborðsumræð- um að naflaskoðun væri hið besta mál, svo fremi menn gerðu hana ekki að aðalstarfi og það eru ágæt lokaorð á þessari frásögn af Læknadögum. Meira í næsta blaði. Úr móttöku Lœknafélags íslands við setningu Lœknadaga. Efst eru þeir Páll Torfi Önundarson (til vinstri) og Runólfur Pálsson. Hér að ofan eru Ingunn Vilhjálmsdóttir, Einfríður Árnadóttir og ILildur Tómasdóttir. Neðst á siðunnu eru þær Auður Smith, Arna Guðmundsdóttir, Margrét Oddsdóttir og Hjördís Smith. Læknablaðið 2006/92 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.