Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / NÆRINGARFRÆÐI svefns og ýmissa stoðkerfissjúkdóma er algengari meðal þeirra sem eru yfir kjörþyngdarmörkum. Þyngdartap getur minnkað til muna áhættuna á að fá ofangreinda sjúkdóma (4). Það er vel þekkt að erfitt getur reynst að losna við umframþyngd, ef einstaklingurinn hefur þróað hana með sér á annað borð. Það er þess vegna mik- ilvægt að stemma stigu við þróuninni snemma og reyna að minnka þannig hættu á fylgikvillum offitu síðar meir. Ungir fullorðnir eru þarna mikilvægur markhópur, en með því að endurskoða mataræði meðal þeirra og koma í veg fyrir þróun of mikill- ar líkamsþyngdar má trúlega einnig hafa áhrif og minnka líkur á þróun of mikillar líkamsþyngdar meðal barna þessa fólks (5, 6). Fjöldi matseðla og aðferða til að grenna sig hafa verið settir fram, en breytilegt er hversu mikill eða sterkur vísindalegur grunnur Iiggur þarna að baki. í öllum tilfellum byggir þyngdartap á minnkaðri orku- inntöku miðað við orkuþörf sem þarf til að halda þyngd óbreyttri. Orkuþörf er að mestu stjórnað af fitufríum massa eða próteinmassa líkamans og þess vegna þarf að reikna orkuþörf út frá hæfilegri þyngd einstaklingsins annaðhvort með því að áætla þá þyngd eða draga frá orkuþörf vegna fituvefs, eða ofþyngdar og offitu. Of mikil minnkun orkuinntöku miðað við það sem þarf til að halda þyngd óbreyttri getur minnkað fitufrían massa og þar með hægt veru- lega á bruna og minnkað orkuþörf. Einnig getur slíkt fæði reynt meira á þolrifin og orðið leiðigjarnt. Gerðar hafa verið greiningar á þeim athugunum og rannsóknum um megrunarfæði sem kynntar hafa verið. Danski vísindamaðurinn Arne Astrup pró- fessor í næringarfræði hefur bent á að mikill árangur í upphafi Atkins fæðis haldist ekki út eitt ár og að þá sé fæðið ekki betra til að halda þyngdartapi en annað orkuskert fæði (7). Atkinsfæðið er fituríkara en almennar ráðleggingar. Vísbendingar eru um að hóflega próteinríkt fæði sem um leið er kolvetnaríkt gefi góðan árangur (8, 9). Mikilvægt er að kanna hérlendis hversu árangrusríkt það mataræði er sem hefur samsetningu í samræmi við almennar ráð- leggingar bæði á alþjóðavettvangi og hér heima (10, 11). Tafla la. Útreikningar á líkamsþyngd sem notuð er í Harris-Benedicts jöfnum til að áætla grunnorkuþörf einstaklinga. (15,16) Kjör líkamsþyngd („ideal body weight") 50+ (0,75* (hæð I cm - 150)) Þyngd sem notuó er í Harris-Benedicts jöfnum ((Raunveruleg þyngd í kg - kjör líkamsþyngd í kg) x 0,25) + kjör líkamsþyngd í kg Tafla Ib. Útreikningar á grunnefnaskiptum of þungra einstaklinga * (15,16). Karlar 66,473+(13,7516*Þyngd)+(5,0033*Hæð cm)-(6,755*Aldur ár) Konur 655,0955+(9,5634*Þyngd)+(l,8496*Hæð cm)-(4,6756*Aldur ár) * Þyngd sem gefin er upp í jöfnunni miöast viö ((raunveruleg þyngd - kjör líkamsþyngd) x 0,25) + kjör líkamsþyngd. Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2002 telj- ast rúm 57% karla og tæp 34% kvenna á aldrinum 24-39 ára of þung (11) þannig að vissulega er þörf á aðferðum til að framkalla þyngdartap meðal ungra íslendinga. í þessari grein er lýst íhlutandi rann- sókn til að ná fram þyngdartapi ineðal of þungra 20-40 ára íslendinga. Notaðir eru næringarútreikn- aðir matseðlar sem veittu 30% minni orku en þarf til að halda þyngd óbreyttri. Orkuefnaskipting mat- seðlanna er í samræmi við opinberar ráðleggingar. Næringarfræðingar veittu ráðgjöf og kenndu notk- un matseðlanna. Efniviður og aðferðir Þátttakendur Auglýst var eftir þátttakendum í rannsóknina á stærstu vinnustöðum Stór-Reykjavíkursvæðisins. Rannsóknin er íslenski hluli SEAFOODplus- Young sem styrkt er af 6. rammaáætlun Evrópu- sambandsins. Skilyrði fyrir þátttöku var að við- komandi væri á aldrinum 20-40 ára, hefði líkams- þyngdarstuðul (LÞS) á bilinu 28-32 kg/m2 og mitt- ismál >94 cm fyrir karlmenn og >80 cm fyrir konur (12-14). Mögulegir þátttakendur komu á móttöku rannsóknarinnar, til húsa á Landspítala, þar sem staðfest var með mælingum hvort þeir fullnægðu skilyrðum fyrir þátttöku. Að auki voru einstakling- ar útilokaðir frá þátttöku ef viðkomandi hafði verið ávísað lyfjum ætluðum sjúklingum með sykursýki af gerð tvö eða háþrýsting eða hafði verið ávísað kólesteróllækkandi lyfjum. Ófrískar konur og konur með barn á brjósti voru útilokaðar frá þátt- töku, svo og einstaklingar með sykursýki af gerð 1. Allir þátttakendur (n=140) gáfu upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd (04-031) og tilkynnt til Persónuverndar (S1940/2004). Útreikningar á orkuþörf Grunnorkuþörf einstaklinga var metin með Flarris-Benedicts jöfnum út frá hæð, þyngd kyni og aldri (15). Þar sem um var að ræða of þunga einstaklinga var „kjörlíkamsþyngd“ (ideal body weight) ákvörðuð og í framhaldi af því þyngdartala sem notuð var í Harris-Benedicts jöfnunum (16) (sjá jöfnur í töflum la og Ib). Hreyfing hefur áhrif á heildarorkuþörf dags- ins og til að áætla heildarorkuþörf einstaklinga er notast við svokallaðan hreyfistuðul (Physical activity level, PAL) ásamt útreiknaðri grunnor- kuþörf samkvæmt jöfnunni: Heildarorkuþörf = grunnorkuþörf x PAL (10). Algengt er að miða við PAL 1,3-1,4 fyrir fólk sem hreyfir sig lítið (10). Þátttakendur í rannsókninni sem hér er lýst voru upp til hópa kyrrsetufólk og ákveðið var 108 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.