Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FÍKNIEFNI OG OFBELDI stóðu svo upp án afskipta lögreglu, þannig að þetta ofbeldi er ekki til í tölum lögreglu þó svo hún hafi orðið vitni að því.“ segir hún. Marktækar tölur? Sú spurning vaknar hvort sá samdráttur á ofbeldi sem lögreglan telur sig merkja í miðbænum leiti sér útrásar í öðrum hlutum borgarinnar. Kristínu finnst að í raun sé munurinn á þessum tegundum ofbeldis sáralítill. „Heimilisofbeldi er ekkert minna eða öðurvísi en annað ofbeldi nema að það gerist á heimilinu sem á að vera griðastaður. Við sjáum alls konar útgáfur af því, jafnvel hafa komið hingað foreldrar illa leiknir af börnum sínum. Það er oft vegna fíkni- efna, börnin eru orðin skemmd af neyslu. Þetta unga fólk er oft líka að neyta áfengis en fíkniefnin draga það miklu hraðar niður.“ Fyrst talið barst að skráningu ofbeldisverka vaknaði sú spurning hversu áreiðanlegar tölurnar eru sem Valgerður sýndi á málþinginu. Eru þær marktækar? „Já, þær hljóta að endurspegla ástandið nokk- uð vel vegna þess hversu margir koma við sögu. Tölurnar sýna okkur að tæplega 10% af öllum núlifandi íslenskum karlmönnum 15 ára og eldri hafa verið lagðir inn á Vog og tæplega 4% kvenna á sama aldri. Það koma um 1800 manns á ári inn á Vog, þar af um 600 nýir. Þetta er harðari endinn því þessu til viðbótar er stór hópur sem er virkur í neyslu án þess að koma í meðferð. Þórarinn Tyrfingsson á allan heiður af góðu skráningarkerfi á Vogi sem hefur verið við lýði í 28 ár. Sama blaðið hefur verið notað til að skrá neysl- una í hartnær 20 ár og af því má lesa ýmsar faralds- fræðilegar upplýsingar um alla þá sem lagðir eru inn,“ segir Valgerður. Trúnaður og almannaheill A málþinginu flutti Gunnar Armannsson fram- kvæmdastjóri Læknafélags íslands erindi um trúnaðarsamband læknis og sjúklings eins og lesa mátti um í síðasta tölublaði Lœknablaðsins. Það var sjónarmið lögfræðingsins en hvernig líta vanda- mál sem tengjast trúnaðarsambandi læknis og sjúklings út „á gólfinu" ef svo má segja? „Þetta er í rauninni mjög einfalt fyrir okkur á Vogi,“ segir Valgerður. „Við erum að sinna sjúk- lingum sem geta alltaf leitað til okkar öruggir um trúnað. Reyndar er furðanlega lítið um ofbeldi inni á Vogi í ljósi þess að við erum iðulega með afbrotamenn í meðferð og stórneytendur áfengis og örvandi vímuefna. Það er afar sjaldgæft að við þurfum að kalla til lögreglu, það gerist kannski einu sinni eða tvisvar á ári og þá oftast þegar menn ganga berserksgang. Lögreglan kemur stundum til okkar í leit að mönnum en sýna því yfirleitt fullan skilning að við veitum henni enga þjónustu, nema ef sjúklingur óskar þess sjálfur. Við eigum gott samstarf við lög- reglu sem kemur oft með menn til okkar sem þurfa að komast strax í meðferð." Kristín segist vera sammála Valgerði um að öllum sem þurfi aðstoð eigi að sinna og að almennt gangi samskiptin við lögreglu mjög vel. „Hins vegar heyrum við undir landslög, þar með talin bæði lög um persónuvernd og um almannaheill. Við eigum að gæta að hvoru tveggja og þegar þetta stangast á lendum við í vandræðum. Við sjáum stundum hluti sem við viljum koma í veg fyrir. Dæmi um slíkt gæti verið maður sem veifar byssu og segist ætla að fara að skjóta forsætisráðherrann. Ef við teljum að honum sé alvara eigum við að láta lögreglu vita.” Hvenær á að kalla í lögreglu? „Burðardýrin hafa verið vaxandi vandamál," heldur Kristín áfram. „Stundum kemur lögreglan með þau og veit af þeim og þá er þetta einfalt. En hvað eigum við að gera þegar lögreglan veit ekki af þeim, þau Hér eru þœr Kristín og Valgerður í anddyri slysa- deildarinnar í Fossvogi. í glerbúrinu að baki þeim eiga þeir sem þangað leita að segja starfsfólki hver sé ástceða heimsóknarinnar. Þetta finnst þeim afleitur staður til þess að rœða um viðkvœm persónuleg mál- efni, ekki síst þegar mikið er að gera og fjöldi fólks stendur í biðröð fyrir aftan viðkomandi. Læknablaðið 2006/92 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.