Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FÍKNIEFNI OG OFBELDI
með þann vanda. „Hins vegar hefur orðið veruleg
aukning á neyslu ópíumlyfja á borð við kódínlyf
og conlalgin sem koma úr apótekum landsins og
eru því heimatilbúinn vandi. Það koma um 100
einstaklingar á ári sem hafa sprautað sig í æð með
contalgini, þar af um helmingur ný tilvik. Þetta er
lítill hópur miðað við neytendur hinna efnanna en
hann fer stækkandi og þetta fólk er mjög lasið. Við
höfum alls fengið 1400 sprautufíkla inn á Vog, þeir
eru um 100 nýir á ári og aldur þeirra fer lækkandi,“
segir hún.
Ofbeldið hefur aukist
Kristín og margir kollegar hennar á slysadeildinni
finna fyrir þessari breytingu í aukinni notkun
fíknifefna á íslandi og ofbeldi samhliða því. „Á
hverjum einasta degi eru hér fíklar með einhverjar
afleiðingar af neyslu, til dæmis sýkingar, krampa
eða í annarlegu ástandi, með áverka hvort sem er
eftir slys, sjálfskaða eða ofbeldi, félagslegan vanda
og áfram mætti telja,“ segir Kristín.
„Mörgum okkar sem störfum á bráðamóttök-
unni finnst ofbeldið hafa aukist og breyst. Það
virðist meira um tilefnislaust ofbeldi og að haldið
sé áfram að misþyrma fólki eftir að það er fallið.
Menn hafa alltaf slegist en hér áður fyrr var hætt
þegar annar var fallinn. Nú virðist allt í lagi að
halda áfram og sparka og kýla varnarlaust fólk.
Það mætti jafnvel halda að það væri frítt spil að
sparka í fólk sem hefur fallið í áfengisdá.
Þetta finnst okkur oft tengjast fíkniefnunum því
þegar fólk er undir áhrifum þeirra er það æst og
erfiðara að tjónka við það. Starfsfólk hefur orðið
fyrir hótunum og jafnvel árásum. Ég varð undr-
andi þegar fyrrverandi starfsmaður á deildinni
sagði mér frá því hvers vegna hann flutti sig á aðra
deild, honum leið illa hér, var beinlínis hræddur við
að starfa við þessar aðstæður. Ég sem hélt að hann
vildi bara breyta til. Við höfum gripið til þess ráðs
að hafa lögreglumenn hér allar nætur og um helgar
sem endurspeglar vaxandi áhyggjur starfsfólksins
af ofbeldinu. Lögreglan er líka fljót að liðsinna
okkur þegar við leitum til hennar,“ segir Kristín.
Valgerður tekur fram að það sé aðeins lítill
hluti fíkla og alkóhólista sem beiti ofbeldi. „En
það hefur eflaust aukist í kjölfar meiri neyslu örv-
andi efna. Oft er um að ræða beinar afleiðingar af
áhrifum efnanna, í þeim skilningi að menn ætla sér
ekki að valda skaða en efnin svipta þá hömlum og
sjálfsstjórn svo niðurstaðan verður gróft ofbeldi,"
segir hún.
Er ofbeldið að færast til?
í umræðum sent orðið hafa í kjölfar ráðstefnunn-
ar hefur komið fram nokkuð misjafn skilningur
á ofbeldinu í Reykjavík. Að sögn Karls Steinars
Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur dregið
verulega úr skráðu ofbeldi í miðborginni eftir að
opnunartíma veitingahúsa var breytt árið 1999.
Skráð ofbeldið í borginni í heild hefur einnig
minnkað en ekki eins mikið. Þetta stangast á við
reynslu starfsfólks á bráðamóttökunni.
„Því miður getum við ekki tekið undir þessi
orð,“ segir Kristín. „Vissulega hefur lengdur opn-
unartími gert það auðveldara fyrir lögregluna að
sinna löggæsluhlutverki sínu, meðal annars fylgjast
með í öryggismyndavélunum, þar sem fólk kemur
ekki allt út af skemmtistöðunum á sama tíma. Það
hefði hins vegar verið hægt að leysa það með því
að loka stöðunum á mismunandi tímum, í stað
þess að lengja opnunartímann. Borgin er í raun
að senda út þau skilaboð að það sé allt í lagi að
drekka lengur og meira.
En varðandi ofbeldið í heild þá eigum við erfitt
með að vísa í tölur vegna þess að skráningarkerf-
inu var breytt hjá okkur árið 1999 (og lögreglunni
líka um svipað leyti) svo við höfum ekki raunhæf-
an samanburð við árin áður en opnunartímanum
var breytt. Við fáum fjögur greind ofbeldisbrot inn
til okkar á dag að meðaltali."
Kristín bætir því við að sá vandi fylgi tölum
slysadeildar að þær byggjast á ástæðu sem gefin
er upp við komu. „Stundum kemur ekki í ljós
fyrr en inni á deild að áverkinn stafar af ofbeldi
en það ratar ekkert endilega inn í skráninguna og
þar með tölfræðina," segir hún. Sá vandi fylgir að
vísu allri tölfræði um ofbeldi og er síður en svo sér
íslenskur.
„Ég var á þingi í Skotlandi ekki alls fyrir löngu,“
segir Kristín. „Þar var kynnt rannsókn sem benti til
að einungis 12% þolenda ofbeldisbrota tilkynntu
þau til lögreglu og 11% greindu frá þeim á bráða-
deild. Það athyglisverðasta við þessa rannsókn var
þó að á þessum tilkynningum var ekki nema 1-3%
skörun. Það vekur upp þá spurningu hvort réttara
væri að leggja tölur okkar og lögreglunnar saman!
Það er ennþá of mikið ofbeldi í gangi í þjóðfé-
laginu okkar hvort sem er í miðbænum eða annars
staðar. Vandinn er að það kemst ekki endilega inn í
skráninguna. Við fáum fólk hingað sem ekki hefur
talað við lögregluna, það segir hana hvergi hafi
verið nærri eða að það hafi ekkert upp á sig eða
hreinlega vill ekki blanda henni í málið. Enskur
sjónvarpsfréttamaður sem kom hingað fékk að
fylgjast með miðbænum í eina nótt og störfum lög-
reglu í nokkrar klukkustundir. Hann hafði verið
fylgjandi lengdum opnunartíma veitingahúsa en
snerist hugur eftir þessa nótt. Hann upplifði það
tvívegis að þeir komu að þar sem fólk var að slást
og einhverjir lágu alblóðugir í götunni, en þeir
130
Læknablaðið 2006/92
j