Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FÍKNIEFNI OG OFBELDI hafa leitað sjálf á deildina með áhyggjur af heilsunni en reynast svo ekki vera í yfirvofandi lífshættu. Þá þurfum við kannski ekki að bregðast við nema að flýta fyrir úthreinsun efnanna. En vilji viðkomandi hinsvegar fara af deildinni, eigum við að koma í veg fyrir það? Hann getur verið í lífshættu með marg- faldan dauðaskammt af efnum innvortis. Eigum við að horfa á eftir honum út með allt þetta magn eitur- efna sem er skaðlegt fyrir þjóðfélagið eða ber okkur að tilkynna það lögreglu? Menn hafa mismunandi skoðun á hvernig bregð- ast eigi við. Sumir segja að læknirinn eigi ekki að hugsa um neitt nema sjúklinginn og ekkert að hug- leiða eða skipta sér af því hvaða afleiðingar gerðir hans geti haft. Aðrir vilja fara bil beggja og láta lögreglu vita í sumum tilvikum, til dæmis ef einhver ætlar að setjast upp í bíl ölvaður og aka héðan. Enn aðrir segja að þeir ætli ekki að hylma yfir svona glæp og vilja tilkynna allt ólöglegt til lögreglu.“ Trúnaðarskyldan kemur einnig við sögu þegar ofbeldið er annars vegar. Kristín nefnir dæmi: „Hingað kemur maður nær dauða en lífi eftir gróft ofbeldi. Takist okkur ekki að bjarga lífi hans ber okkur að tilkynna það til lögreglu. Ef okkur tekst að lífga manninn við og hann vill ekki kæra verknað- inn, eigum við þá ekki að aðhafast neitt? Eiga þeir sem ofbeldið frömdu að geta haldið áfram að gera slíka hluti? Þetta gerist stundum þegar um heimilis- ofbeldi er að ræða. Stundum er fólk tilbúið að kæra í upphafi en verður svo hrætt og dregur í land.“ Valgerður: „Sé sjúklingur sjálfráða verðum við að virða ákvarðanir hans. Oft getur verið erfitt fyrir okkur að setja okkur inn í aðstæður fórnarlamba ofbeldis. Ef við fáum til okkar konu sem hefur verið barin illa finnst okkur sjálfsagt að hún kæri. Ef það er eiginmaður konunnar sem á í hlut getur konunni fundist miklu verra ef hann fer í fangelsi. Þetta er ekki einfalt og við verðum að treysta fólki til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Við getum ekki farið inn í líf fólks og lifað því. Hins vegar ættum við að reyna að ná til fólks í þessari stöðu og hjálpa því að leita sér faglegrar aðstoðar." Kristín bætir við enn einu dæminu: „Ef lög- reglan kemur með ökumann og biður um blóð- rannsókn vegna gruns um ölvunarakstur og við komumst að því að hann er ekki ölvaður heldur undir áhrifum fíkniefna, hvað eigum við þá að gera? Lögreglan bað eingöngu um áfengispróf og fær það. Eigum við að spyrja hvort hún vilji fíkni- efnaprufu? Trúnaðarskyldan segir að við megum það ekki en á sama tíma viljum við koma í veg fyrir að menn fari aftur út í umferðina og valdi tjóni.“ Siðferðisbrestur í samfélaginu Þeim Kristínu og Valgerði verður heitt í hamsi þegar talið berst að ástæðum aukinnar neyslu og meðfylgj- andi ofbeldis og hvað sé hægt að gera við því. Valgerður: „Hluti af vandanum er lyfjatrúin sem er allt of útbreidd. Allt á að laga með lyfjum. Fólk má ekki missa svefn eina nótt þá vill það fá svefnlyf og við fáum til okkar fólk sem segist ekki geta lifað án þess að fá lyf. Annað er vaxandi einstaklingshyggja sem birtist í aðgerðum stjórn- valda. Við tímum ekki að starfrækja öfluga heil- brigðisþjónustu og menntakerfi eða löggæslu og tollgæslu. Það er svekkjandi að finna sífellt fyrir niðurskurðinum því við erum svo fá að við eigum að geta sinnt þessu betur en við gerum.“ Kristín segir að sumar aðgerðir hafi borið ár- angur en það vanti enn meira á að fólk spyrji sig hvað sé undirliggjandi og reyni að bæta úr. „Sem dæmi um árangursríka aðgerð var átakið sem gert var til að koma börnum og unglingum úr mið- bænum um helgar. Þar tóku foreldrar, lögregla og borgaryfirvöld höndum saman og það bar góðan árangur. Þetta sýndi að það er hægt að breyta og laga. Það sama gilti um átakið gegn e-pillunum. En svo hætti átakið og þá rauk neyslan upp aftur. Þetta þurfum við að skoða, athuga hvað gerðist, voru þetta nýir sölumenn á markaðnum, lengdur opnunartími eða eitthvað allt annað? Mér finnst það sorglegt að hrista bara hausinn og segja að þetta sé það sama og gerst hafi í útlöndum svo við þessu sé ekkert að gera. Okkur er ekki sama og það hefur verið sýnt fram á að með samstilltu átaki er hægt að hafa áhrif og bæta ástandið. í framhaldi af þessu fór ég að velta fyrir mér opnunartíma veitingahúsa. Það hafði verið varað við því að fíkniefnaneysla gæti aukist eftir að opn- unartíminn lengdist. Ástæðan fyrir því er sú að áfengi er slævandi og menn endast ekki mjög lengi á því einu. Þess vegna eykst þörfin fyrir að fá eitt- hvað sem eykur úthaldið fram undir morgun. Nú virðist þetta vera að gerast, er ekki rétt að draga í land og sjá hvort eitthvað dragi úr neyslunni með því að stytta opnunartímann eða breyta honum.“ Kristín vitnaði til orða Sigurbjörns Sveinssonar formanns LÍ eftir málþingið en hann sagði að við værum að horfast í augu við siðferðisbrestina í samfélaginu. „Aukin fíkniefnaneysla og ofbeldi eru einkenni um bresti í þjóðfélaginu sem við þurfum að horfast í augu við. Vissulega hafa menn verið að rannsaka hitt og þetta og það er vel en það þarf meira til. Við sem búum í þjóðfélaginu berum sjálf ábyrgð. Erum við orðin of gráðug og höfum ekki tíma til að sinna hvert öðru? Markaðshyggjan miðar að því að gera alla óánægða með það sem þeir hafa. Fjölmiðlarnir eru uppfullir af fréttum um stóru fyrirtækin og einstaklinga sem eru alltaf að græða en það er ekki endilega það sem almenningur 132 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.