Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / ÁTRASKANIR
Önnur rannsókn var gerð á nýgengi átraskana
hjá innlögðum á geðdeildir landsins (Landspítali,
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, barna- og
unglingageðdeild Landspítala og geðdeild A2,
Sjúkrahúsi Reykjavíkur) á árunum 1983 til og með
2001 (27). Á öllu tímabilinu greindust 52 konur
(51,5% kvennanna) og tveir karlmenn með lyst-
arstol og að auki tveir karlmenn með ódæmigert
lystarstol. Að jafnaði greindust 2,7 konur á ári
með lystarstol (sjá mynd 1). Nýgengi lystarstols
fyrir konur á geðdeildum á Islandi 1983-2001 er
því 2,1/100.000 (reiknað út frá mannfjöldatölum
Hagstofunnar á tímabilinu). Þessar tölur eru
svipaðar og lýst er á geðdeildum í Danmörku á
árunum 1973-1987, þar sem nýgengi lystarstols hjá
konunt var 1,9/100.000 (28). Talsverð aukning varð
á lotugræðgigreiningum og á ódæmigerðri átrösk-
un eftir árið 1990 og tengist það líklega aukinni
meðvitund urn þessa sjúkdóma (27).
Lotugræðgi (Bulimia nervosa)
Greiningarviðmið og einkenni
í töflu II má sjá greiningarviðmið fyrir lotugræðgi
Tafla II. Greiningarviðmið fyrir lotugræðgi (4).
A. Endurtekin ofátsköst. Ofátskast einkennist af hvoru tveggja:
1. Neyta, innan vissra tímamarka (þ.e. innan tveggja klukkustunda), magns
fasöu sem er augljóslega meira en flestir myndu neyta á sama tíma og undir
sömu kringumstæöum.
2. Tilfinningu um að hafa ekki stjórn á áti meðan á átkasti stendur (það
er tilfinningu um að geta ekki hætt eða stjórnað hvað eða hversu mikið
viðkomandi borðar).
B. Endurteknar óeðlilegar mótvægisaðgerðir til að koma I veg fyrir
þyngdaraukningu, svo sem að framkalla uppköst, misnota hægðalyf eða
þvaglosandi lyf, fasta eða stunda óhóflegar líkamsæfingar.
C. Bæði átköst og óeðlilegar mótvægisaögerðir eiga sér stað að meðaltali að
minnsta kosti tvisvar í viku I þrjá mánuði.
D. Sjálfsmynd er óeðlilega háð líkamslögun og þyngd.
E. Ofangreind einkenni einskorðast ekki við tímabil lystarstols.
DSM-IV tilgreinir tvær megingerðir lotugræðgi:
Hreinsandi gerð (Purging type): á tlmabili lotugræðgi stundar viðkomandi
reglulega sjálfviljug uppköst eða misnotar hægðalyf, þvaglosandi lyf eða
stólpípu.
Ekki hreinsandi gerð (Nonpurging type): á tímabili lotugreeðgi stundar
viókomandi aðra mótveegishegðun, svo sem föstur eða óhóflegar Itkams-
æfingar en hefur ekki stundað reglulega sjálfviljug uppköst eða misnotaö
hægðalyf, þvaglosandi lyf eða stólpípu.
Mynd 1. Nýgengi
átraskana á geðdeildum
á íslandi, árin 1983-2001
(27).
samkvæmt DSM-IV greiningarkerfinu (4).
ICD-10 setur einnig fram greiningarviðmið
fyrir lotugræðgi (9) en þau þykja ekki eins ítarleg
og DSM-IV greiningarviðmiðin. DSM-IV skil-
merkin flokka lotugræðgi í hreinsandi gerð og
ekki hreinsandi gerð og í raun er hægt að fá sjúk-
dómsgreiningu án þess að framkalla reglubundin
uppköst eftir ofát. Slíkt er ekki hægt samkvæmt
ICD greiningarkerfinu sem leyfir einnig að sjúk-
lingur sé greindur með lotugræðgi jafnvel þótt
viðkomandi sé í undirþyngd.
Sumir telja lotugræðgi einkennast af uppköst-
um en uppköst eru ekki skilyrði fyrir að fá grein-
ingu samkvæmt DSM-IV. Þó er talað um að 80 til
90% lotugræðgisjúklinga sem leita sér aðstoðar
framkalli uppköst en hinir beiti annars konar
hreinsunarhegðun (4).
Líkt og í lystarstoli þá eru einstaklingar með
lotugræðgi helteknir af því að reyna létta sig og
halda í við sig í mat. Ýmsir sálfræðilegir og lík-
amlegir þættir hrinda átköstum af stað, til dæmis
vanlíðan, depurð, einmanaleiki og hungur sem
stundum er líkt við matarfíkn. Einstaklingur
borðar stjórnlaust, oft í leyni, óhóflega mikið
magn af hitaeiningaríkum mat en ekki er óalgengt
að hitaeiningafjöldinn í einu átkasti sé á bilinu
1000 til 2000 hitaeiningar (12). Eftir átkast fyllist
viðkomandi vanlíðan, fær samviskubit, hræðist
þyngdaraukningu og reynir að losa sig við allar
hitaeiningarnar (hreinsunarhegðun). Stundum eru
átköstin skipulögð og einstaklingurinn skapar sér
aðstæður þar sem hann veit að hann getur stundað
hreinsunarhegðun á eftir.
Lotugræðgisjúklingar eru yfirleitt í kjörþyngd
og eiga því oft auðvelt með að dylja veikindi sín þar
sem holdafar þeirra er eðlilegt. Stöðug uppköst og
misnotkun á hægða- og vatnslosandi lyfjum leiða
hins vegar oft til sjúkdóma í munnholi, tönnum og
meltingarfærum. Þessir sjúklingar leita því gjarnan
til meltingarlækna og tannlækna. Bjúgur vegna
röskunar á vökva- og saltbúskap, húðvandamál og
blæðingatruflanir eru einnig algengar kvartanir hjá
lotugræðgisjúklingum og leiða oft til rannsókna og
meðferða hjá læknum (29).
Þróun og framvinda lotugrœðgi
Lotugræðgi byrjar yfirleitt á unglingsárum og nær
hámarki við 16 til 18 ára aldur (30). Algengt er
að unglingar séu uppteknir af holdafari og útliti.
Kanadísk rannsókn sýndi að 27% skólastúlkna á
aldrinum 12 til 18 ára notuðu óeðlilegar megrun-
araðferðir og höfðu afbrigðilegt viðhorf til matar
(31). Tvær nýlegar íslenskar rannsóknir sýndu að
um helmingur íslenskra stúlkna í 10. bekk grunn-
skóla hafði farið í megrun og um 14% drengja (7,
8) en eins og áður er lýst er megrun einn stærsti
100 Læknablaðið 2006/92