Læknablaðið - 15.02.2006, Page 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI
En þarf ekki að kunna til verka áður en menn
hefja siglingar?
„Jú, til þess að geta leigt skútur og siglt einir verða
menn að hafa einhverja reynslu og réttindi sem
hægt er að afla sér hér heima í Siglingaskólanum.
Sjálfur tók ég pungaprófið snemma og aflaði mér
meiri réttinda síðar, núna er ég með full réttindi til
úthafssiglinga á seglskútu.“
Sjókort og bækur
Siglingarnar kveiktu annað áhugamál hjá Haf-
steini.
„Uppruninn og þátttakan í siglingum leiddi til
þess að ég fór að kynna mér siglingar við landið
og á N-Atlandshafi fyrr á tímum. Ég kynnti mér
fornar hafnir og siglingar á þær og ennfremur staði
þar sem útræði hefur verið stundað. Ég hef farið
víða um landið í þessum tilgangi og reyni þá alltaf
að ræða við heimamenn. Ég hef leitað fanga víðar
því ég fór að grúska í gömlum bókum og komst
meðal annars í gamlar sjóleiðsögubækur. Petta
varð að ástríðu og í dag safna ég slíkum bókum og
einnig gömlum sjókortum og stúdera þetta mér til
mikillar ánægju. Mér hefur gengið allvel að safna
bókunum en síður með kortin en hef þó haft að-
gang að góðu kortasafni. Nýlega náði ég í gömul
þýsk sjókort af íslandi frá tímabilinu 1906-1937
sem höfðu verið í notkun í byrjun seinna stríðs sem
voru sannkallaður happafengur. Ég hef svo reynt
að miðla félögum mínum í siglingum af þekkingu
minni með því að flytja fyrirlestra í klúbbnum
okkar, Brokey - Siglingafélagi Reykjavíkur.
Við Niels erum ekki einu læknarnir sem stunda
eða hafa stundað siglingar. Guðjón Vilbergsson á
skútu og siglir sér til skemmtunar og hefur einnig
starfað mikið í félagsmálum siglingamanna. Tómas
Jónsson á mjög fallega skútu og siglir og keppir af
kappi. Bjarni Hannesson á skútu sem hann siglir á
sér til skemmtunar. Reyndar heyrði ég nýlega að
hann hefði keppt eitthvað í fyrrasumar á Akureyri
Skútan Perla sem Hafsteinn og Þórdís kona hans eiga á
Majorku með vinafólki sínu.
og kom ekki á óvart því hann var mikill keppnis-
maður hér áður fyrr. Magnús K. Pétursson keppti
í mörg ár með Bjarna við góðan orðstír. Aðrir sem
ég man eftir eru Sigurgeir Kjartansson sem ég held
að sé enn að sigla og Birgir Guðjónsson sem var
mjög virkur hér fyrr á árum.“
Fjallaferðir og gæsaveiðar
Siglingarnar eru ekki eina útivistin sem freistar
Hafsteins.
„Önnur útivist sem ég stunda eru fjallaferðir, sil-
ungs- og skotveiði. Við hjónin ferðumst um landið
á okkar fjallabíl sem er amerískur pallbíll með
Ögrun (með rauða seglið)
á leið inn Skerjafjörð í
síðsumarmóti Brokeyjar
2005. Hafsteinn stendur á
framdekkinu og stjórnar
belgseglinu.
Læknablaðið 2006/92 153