Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / ÁTRASKANIR
áhættuþáttur átröskunar. Hjá þeim sem síðar
leiðast út í alvarlegri átröskun eða lotugræðgi, líða
að meðaltali fimm ár þar til viðkomandi leitar sér
aðstoðar (12), en einkenni fara gjarnan leynt og
skömm fylgir sjúkdómnum.
Framvinda og batahorfur lotugræðgi eru ein-
staklingsbundin. Almennt má segja að lotugræðgi
hafi tilhneigingu til að vera þrálát og horfur eru
slæmar hjá einstaklingum sem ekki fá meðferð.
Yfirlitsgrein frá 2003 um batahorfur sjúklinga
með lotugræðgi greindi frá því að stór hluti þeirra
á við langvinn veikindi að stríða með alvarlegum
sálfélagslegum afleiðingum þó dánartíðni sé mun
lægri en hjá lystarstolssjúklingum (32). í breskri
rannsókn á 16 til 35 ára konum í almennu þýði
með lotugræðgi komu í ljós svipaðar niðurstöður
og við lystarstol. Við fimm ára eftirfylgni höfðu
49% kvennanna enn einkenni átröskunar, tæplega
þriðjungur þeirra uppfyllti öll greiningarskilmerki
lotugræðgi og um 20% töldust læknaðar. Um það
bil 40% hópsins hafði einhvern tímann leitað að-
stoðar vegna átröskunar, fyrir eða á rannsóknar-
tímabilinu (33). Rannsókn Keel og Mitchell (34)
leiddi í ljós að hlutfall látinna með lotugræðgi var
um það bil 0,3 % en líklega er um vanmat að ræða
þar sem eftirfylgdartímabilið var frentur stutt.
Almennt má telja að lotugræðgi sé vanskráð í dán-
armeinaskrám og dánartíðni geti verið hærri eins
og hjá lystarstolssjúklingum.
Faraldsfrœði lotugrœðgi
Tíðnitölur benda til þess að lotugræðgi sé algeng-
ari en lystarstol og virðist tíðni lotugræðgi hafa
aukist á undanförnum áratugum (35). Lotugræðgi,
eins og lystarstol, er mun algengari meðal kvenna
en svo virðist sem að minnsta kosti 90% sjúklinga
séu konur (36, 37).
Faraldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna
að nýgengi lotugræðgi sé unt það bil 12 tilfelli á
móti 100.000 manns á ári (25). Yfirfært á íslenskar
aðstæður má því búast við 36 nýjum tilfellum af
lotugræðgi árlega. Að sama skapi er talið að aðeins
brot af sjúklingum leiti meðferðar en búast má við
að á hverjum tíma séu 1,5% ungra kvenna og 0,1 %
ungra karla úti í þjóðfélaginu með lotugræðgi (25,
38).
Rannsóknir á algengi lotugræðgi meðal kvenna
í háskóla benda til þess að tíðnin sé hærri hjá þess-
um hópi en gengur og gerist hjá ungum konum al-
mennt (39). í nýlegri íslenskri rannsókn fengu 16%
háskólakvenna (meðalaldur um 25 ár) átröskun-
argreiningu samkvæmt átröskunarspurningalista
og meirihluti þeirra, eða 10%, uppfyllti grein-
ingarskilmerki fyrir lotugræðgi eða neðanmarka
lotugræðgi (40). Bandarísk rannsókn sem einnig
byggði á átröskunarspurningalista leiddi svipað í
ljós, það er um 17% kvenstúdenta fékk mögulega
átröskunargreiningu samkvæmt listanum (41).
Ekki eru til einhlítar skýringar á þessu hærra hlut-
falli meðal háskólakvenna. Er hugsanlegt að ungar
konur í háskóla upplifi miklar kröfur til sín og
samkeppni og það síðan geti ýtt undir kröfur um
ákveðið útlit og síðan átröskun.
Átröskun ekki nánar skilgreind (EDNOS)
Greiningarviðmið, helstu einkenni og algengi
Greiningin „átröskun ekki nánar skilgreind“
(EDNOS) er notuð fyrir átraskanir sem tengjast
lystarstoli eða lotugræðgi og uppfylla mörg en ekki
öll greiningarviðmið þeirra. DSM-IV kerfið styðst
við ákveðin greiningarskilmerki (sjá töflu III) en
ICD-10 greiningarkerfið notar hugtökin ódæmi-
gert lystarstol (atypical anorexia nervosa) og
ódæmigerð lotugræðgi (atypical bulima nervosa)
án frekari útlistana (9).
Tafla III. Greiningarviðmið fyrir átröskun ekki nánar skilgreind (EDNOS) (4).
1. Fyrir stúlkur/konur, viðkomandi uppfyllir öll greiningarviðmið lystarstols en blæðingar eru reglulegar.
2. Viðkomandi uppfyllir öll greiningarviðmið lystarstols en þrátt fyrir þyngdartap er þyngd innan eðlilegra marka.
3. Viðkomandi uppfyllir öll greiningarviðmiö lotugræðgi en átköstin og óviðeigandi mótvægishegðun á sér stað sjaldnar en tvisvar í viku eða hefur varað skemur en í þrjá mánuði.
4. Einstaklingur í eðlilegri þyngd sýnir óviðeigandi mótvægishegðun eftir að hafa neytt lítils magns fæðu (framkallar til dæmis uppköst eftir að hafa borðað tvær smákökur).
5. Mikiö magn af mat er reglulega tuggið og spýtt út en ekki kyngt.
6. Lotuofát (binge eating disorder): endurtekin átkastatímabil án reglulegrar beitingar óviðeigandi mótveegishegðunar sem er einkennandi fyrir lotugrasðgi.
Flestir þeirra sem leita sér aðstoðar vegna
átraskana fá greiningu EDNOS. í nýútkominni
yfirlitsgrein Fairburn og Bohn (42) er bent á að um
60% átröskunarsjúklinga sem er vísað í meðferð
fá EDNOS greiningu, 15% greininguna lystarstol
og 25% lotugræðgigreiningu. Fjórðungur EDNOS
sjúklinganna í samantektinni höfðu sögu um lyst-
arstol og 40% um lotugræðgi. Niðurstöður þeirra
sýna glöggt takmarkanir núverandi greiningar-
kerfis fyrir átraskanir og óstöðugleika greiningar.
Fairburn leggur til að allar átraskanir séu sam-
einaðar undir einn hatt og bendir á að EDNOS
sjúklingar eru oft jafn veikir og lystarstols- og
lotugræðgisjúklingar en fá minni athygli, síður
meðferð og litlar rannsóknir eru gerðar á þessum
hópi (42). Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt þessa
háu tíðni á EDNOS og taka undir þau sjónarmið
að greiningarkerfið sé úrelt (43, 44). Hætta er á
að þessi hópur verði útundan í heilbrigðiskerfinu
þar sem einkenni þeirra eru ekki tekin nógu al-
varlega.
Læknablaðið 2006/92 101
L