Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 33
KLINISKAR LEIÐBEININGAR / ENDURLIFGUN
Notkun atrópíns við rafleysu, hægatakti eða
leiðslurofi í hjarta er að mestu óbreytt. Gefið er
1 ntg í æð á 3-5 mínútna fresti, að hámarki 3 mg.
í endurlífgun vegna rafleysu eða alvarlegs hæga-
takts getur verið æskilegt að gefa strax 3 mg í æð.
Hafa skal í huga takmarkaða gagnsemi atrópíns
við 3. gráðu gáttaslegarof og forðast skal að nota
lyfið undir slíkum kringumstæðum ef QRS-bylgja
er gleið (>120 millisekúndur).
Rannsóknir benda til takmarkaðrar gagnsemi
lyfjagjafar í barkarennu í endurlífgun enda frásog
frá lungunt afar óáreiðanlegt. Sem fyrr kemur til
greina að gefa að minnsta kosti tvö til þrefaldan
skamrnt af vasópressíni, adrenalíni, lídókaíni, atró-
píni og naloxóni (VALAN) í barkarennu, en lögð
er aukin áhersla á að gefa lyfin frekar í æð eða í
beinmerg (intra osseous) sé þess nokkur kostur.
Eins og kunnugt er hefur kæling sjúklinga eftir
hjartastopp reynst gagnleg til að draga úr varan-
legum heilaskaða. Nýju leiðbeiningarnar mæla
með kælingu sjúklinga niður í 32-34°C í 12-24
klukkustundir eftir hjartastopp. Ef endurlífgunar-
tilraunir fá hjartað til að slá aftur en viðkomandi
vaknar ekki er því rökrétt að leggja ekki áherslu á
að halda hita á einstaklingnum.
Samantekt
Nýju leiðbeiningarnar hnykkja á mikilvægi grunn-
endurlífgunar þar sem megináherslan er á hjarta-
hnoð. Hjartahnoð skal hefja eins fljótt og mögu-
legt er eftir hjartastopp og skiptir máli að þrýsta
kröftuglega og hratt á neðri helming bringubeins.
Leitast skal við að valda sem allra minnstri truflun
á framkvæmd hjartahnoðs. Það er lykilatriði að
gefa rafstuð snemma við sleglahraðtakt eða slegla-
tif, en ef nteira en 4-5 mínútur líða áður en slíkt
er mögulegt og ekki hefur verið beitt hjartahnoði,
skal veita kröftuga grunnendurlífgun í tvær mínút-
ur áður en rafstuð er gefið. Þáttur lyfja í endurlífg-
un fer minnkandi og skiptir notkun þeirra nú mun
minna máli en grunnnendurlífgun og rafstuðgjöf.
Þessar nýju áherslur gætu þýtt endurskoðun á
vinnulagi við endurlífgun utan sjúkrahúss, sérstak-
lega ef viðbragðstími sjúkrabifreiðar er meira en
fimm mínútur.
Heimildlr
1. International Liason Committee on Resuscitation. Inter-
national guidelines on emergency cardiac care and cardiopul-
monary resuscitation. Guidelines 2000. Circulation 2000; 102:
1-1-1-370.
2. International Liason Committee on Resuscitation. 2005 Inter-
national consensus on cardiopulmonary resuscitation and
emergency cardiovascular care science. International consen-
sus on Science. Circulation 2005; 112: IV-l-IV-211.
3. International Liason Committee on Resuscitation. 2005
International consensus on cardiopulmonar resuscitation and
emergency cardiovascular care science with treatment recom-
mendations. Circulation 2005; 112: III-1-III-125.
4. European Resuscitation Council Guidelines for Resuscitation
2005. Resuscitation 2005; 67: l.el-l.e30.
5. Björnsson HM, Arnar DO. Vinnuferlar fyrir endurlífgun.
Læknablaðið 2003; 89:128-33.
6. Arnar DO, Þengilsdóttir S, Torfason B, Valsson F, Porgeirsson
G, Svavarsdóttir H, et al. Hringja - hnoða. Tillaga að einföld-
uðum viðbrögðum almennings við hjartastoppi utan sjúkra-
húss. Læknablaðið 2002; 88: 646-8.
7. Valenzuela TD, Roe DJ, Nichols G, Clark LL, Spaite DW,
Hardman RG. Outcomes of rapid defíbrillation by security offícers
after cardiac arrest in casinos. N Eng J Med 2000; 343:1206-9.
8. Wik L, Hansen TB, Fylling F, Steen T, Vaagenes P, Auestad
BH, Steen PA. Delaying defibrillation to give basic cardiopul-
monary resuscitation to patients with out of hopsital ventricu-
lar fibrillation: a randomized trial. JAMA 2003; 289:1389-95.
9. White RD, Blackwell TH, Russell JK, Snyder DE, Jorgenson
DB. Transthoracic impedance does not affect defibrillation,
resuscitation or survival in patients with out of hospital cardiac
arrest treated with non-escalating biphasic waveform defibril-
lator. Resuscitation 2005; 64: 63-9.
10. Arnar DO, Þengilsdóttir S, Björnsson HM. Klínískar leiðbein-
ingar fyrir notkun sjálfvirkra hjartarafstuðstækja utan sjúkra-
húss. Landlæknisembættið 2003, www.landlaeknir.is
11. Kudenchuk PJ, Cobb LA, Copass MK, Cummins RO,
Doherty AM, Fahrenbruch CE, et al. Amiodarone for resus-
citation after out of hospital caridac arrest. N Eng J Med 1999;
341: 871-8.
Grunnendurlífgun
Læknablaðið 2006/92 117