Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Ekki getur leikið vafi á því að öllum læknum þykja atburðir undanfarinna mánaða, sem enduðu í afsögn ritstjórnar og uppsögn ritstjóra Lækna- blaðsins, hið versta mál. Fyrrverandi ritstjóri hefur gert skýra grein fyrir máli sínu í fjölmiðlum og sjónarmið stjórnar lækna- félaganna hafa einnig heyrst. Ritstjórinn fyrrver- andi hefur rétt fyrir sér í því að nauðsynlegt er að vernda sjálfstæði ritstjórna, þar á meðal fyrir ýmiss konar utanaðkomandi áhrifum í eina eða aðra átt. í þeirri vernd felst meðal annars aðkoma stjórna læknafélaganna að blaðinu. Jafnframt hefur hver og ein ritstjórn þær ríku sjálfsvarnarskyldur að ritstýra með þeim hætti að tilefni til árekstra verði sem minnst. Ljóst er að undirrót allra þessara vandkvæða felst í skrifum undanfarinna ára um málefni tengd íslenskri erfðagreiningu, frá hendi nokkurra höf- unda. Þessi skrif hafa oft verið í senn mjög persónu- bundin og stundum hatrömm. Flestum læknum hefur þótt leitt að sjá þessi skrif í fjölmiðlum og enn verra að hafa þau í félagsblaði okkar, sem hefur undir stjórn fyrrverandi ritstjóra náð því að verða enn betra fræðiblað en það var, til hagsbóta fyrir íslensk læknavísindi. Skoðanaskipti í blaðinu eiga að vera hreinskiptin og opinská, en gera á þá kröfu um leið að þau séu málefnaleg og studd rökum, en byggist ekki á fullyrðingum og umfjöll- un um persónur. Þar hefur orðaval iðulega ekki verið við hæfi að mínu mati. Fá ef nokkur fordæmi eru fyrir skrifum af þessu tagi í þeim erlendu fag- blöðum sem ég hef lesið eða komið að sem ritrýnir og ritstjórnarmaður. Ef umræðu er leyft að fara í farveg sem þennan, endar hún jafnan í leiðindum, sárindum og vandkvæðum á borð við þau sem nú hafa skapast í kringum ritstjórn Læknablaðsins. Það hlýtur að vera eindregin ósk allra eig- enda Læknablaðsins, það er að segja félaganna í Læknafélagi íslands, að þannig verði um hnútana búið við ritstjórn blaðsins að efni þess valdi ekki skaða eins og þeim er hér hefur orðið. Við eigum að gera þá kröfu til okkar sjálfra að í skrifum okkar felist ekkert það sem gefi tilefni til óviðeigandi opinberra illdeilna, jafnvel þó skoðanir um einstök málefni geti verið skiptar. Reynir Tómas Geirsson reynirg@landspitali. is Höfundur er prófessor og sviðsstjóri kvennasviðs Landspítala Hringbraut. Hagstofan og villandi upplýsingar um heilbrigðiskostnað í frétt frá Hagstofu íslands (fréttir í nóv. 2003) kom eftirfarandi fram: „Vert er að geta þess að samanburður á útgjöld- um íslands til heilbrigðismála við önnur aðildarríki OECD er erfiður þar sem aðildarríkin styðjast sum við ólíka staðla og uppgjörsaðferðir.“ Utgjöld til heilbrigðismál hafa verið gerð eftir þjóðhagsreikn- ingastöðlum á Hagstofu íslands, en í ársbyrjun 2004 var tekin sú ákvörðun á Hagstofunni að inn- leiða nýtt flokkunarkerfi OECD/System, það er SHA kerfi. Um þetta var deilt fyrir tveimur árum. Hagstofan taldi tölur OECD réttar en undirritaður hélt því fram að tölur frá íslandi um kostnað væru ekki sambærilegar við OECD tölur. Aðallega vegna þess að kostnaður við hjúkrunarheimili á íslandi félli að verulegu leyti undir heilbrigðismál en í allflestum OECD-löndum undir félagsmál. Til stuðnings þessu vitnaði undirritaður í álit tveggja hagfræðinga frá OECD 1994 (Notes on Data Comparability in Health Expenditure and Finance Data OECD. Data 2003 Paris.) En þar kom fram að vegna flokkunar hjúkrunarmála á Islandi undir heilbrigðiskostnað hækkaði kostnaðurinn um allt að 0,9% sem greiðsluhlutfall heilbrigðisút- gjalda af vergri landsframleiðslu í samanburði við önnur OECD-lönd. Gott er að Hagstofan hefur leiðrétt fyrri skoðanir stofnunarinnar. Samkvæmt framansögðu ætti kostnaður íslands vegna heil- brigðisþjónustu að vera um 9,5% af vergri lands- framleiðslu sem er svipað og kostnaður Dana en ekki 10,4% eins og talið er í OECD-tölum 2003. Ef haft er í huga að íslendingar eru 300.000 en eru sjálfbjarga með örfáum undantekningum varðandi heilbrigðisþjónustu þá er vart hægt að tala um sóun fjármuna eins og heyra má frá sumum stjórn- málamönnum á stundum. Engin 300.000 manna þjóð hefur afrekað slíkt. Verst er að fjárlaganefnd Alþingis kynnir sér ekki málið. Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi landlæknir. Læknablaðið 2006/92 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.