Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / DREIFIBRÉF LANDLÆKNIS Dreifíbréf Landlæknisembættisins nr. 3/2005 Andlát sem læknar þurfa að tilkynna til lögreglu í júní síðastliðnum var sent út til heilbrigðisstofnana dreifibréf landlæknisembættisins með fyrirmælum um hvaða andlát þarf að tilkynna til lögreglu, samkvæmt lögum um dánarvottorð, krufningar og fleira, nr. 61/1998 og reglugerð nr. 248/2001. Ætlast var til að forsvarsmenn stofnananna kynntu efni þess fyrir læknum sínum. Einhver misbrestur hefur sums staðar orðið á því að svo hafi verið gert. Því hefur embættið farið þess á leit að bréfið verði birt í Læknablaðinu, en bréfið má auk þess finna á heimasíðu embættisins www.Iandlaeknir.is Sérstök athygli er vakin á því að ákvörðun um réttarkrufn- ingu er í höndum lögreglu en ekki læknis. Ætla má að lögregla taki þá ákvörðun að jafnaði í samráði við lækni. Komi sú Fyrirmæli landlæknis um hvaða andlát þarf að tilkynna til lögreglu skv. lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl. nr. 61/1998 og reglugerð nr. 248/2001 1. Dauðsfall þar sem grunur er um refsivert athæfi, óháð tímalengd frá því að verknaður var framinn þar til við- komandi lést og óháð því hvorl áverki/áverkar eru bein dánarorsök eða samverkandi þáttur í dauða. 2. Dauðsfall þar sem grunur er um slys eða óviljaverk, hvort heldur dauðsfallið tengist áfengis- eða vímuefnanotkun eða ekki, óháð tímalengd frá því atviki þar til viðkom- andi lést og óháð því hvort áverki telst bein dánarorsök eða samverkandi þáttur dauða. 3. Dauðsfall þar sem grunur er um sjálfsvíg, óháð tímalengd frá því að atburðurinn gerðist og þar til viðkomandi lést. 4. Dauðsfall án sjúkdómsaðdraganda, sem skýrir andlátið. 5. Dauðsfall á vinnustað. 6. Dauðsfall í fangelsi. 7. Dauðsfall sem tengist læknisaðgerð eða lyfjagjöf óháð tímalengd frá því atviki. staða upp að læknir telji sig ekki vita dánarorsök, en lögregla telji ekki ástæðu til réttarkrufningar ber lækni eftir sem áður að rita dánarvottorð og þá að dánarorsök sé ókunn. Hafa skal í huga að rétt er að tilkynna um óvænt dauðsfall ef læknir er í vafa. Stundum eru læknar óvissir um hvernig þeir eiga að bera sig að við að tilkynna lögreglu um óvænt dauðsfall. í mörgum tilvikum nægir væntanlega eitt símtal, einkum ef um er að ræða dauðsfall á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili. Þegar óvænt dauðsfall er tilkynnt lögreglu hringir læknir í síma 112 og biður um fjarskiptamiðstöð lögreglu sem lætur málið í hendur lögreglumanns með reynslu á þessu sviði. Matthías Halldórsson, aöstoðarlandlæknir 8. Dauðsfall sem verður innan við 24 klst. frá innlögn á bráðamóttöku, hafi ekki á þeim tíma fengist fullnægjandi skýring á andlátinu, enda þótt ekkert ákvæði ofangreind- ra liða 1-7 eigi við. 9. Fæðing andvana barns (fullar 22 vikur og vegur 500 g eða meira) þar sem saga er um áfengismisnotkun og eða eiturlyfjaneyslu móður. 10. Fundið lík. Dauðsföll sem falla undir lið 1-10 að ofan skulu tilkynnt viðeigandi lögregluembætti í síma 112 og biðja um fjarskipta- miðstöð lögreglu. Skv. lögum skal læknir sem annaðist sjúk- linginn eða læknirinn sem kom að andlátinu tilkynna það til lögreglu. Skv. lögum tekur lögreglan ákvörðun um nauðsyn réttarkrufningar en ekki læknar. Þó svo atvikið sé tilkynninga- skylt til lögreglu leiðir það ekki alltaf til réttarkrufningar. Landlæknir Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 1/2006 Bólusetning gegn hettusótt Að gefnu tilefni vill sóttvarnalæknir koma því á framfæri að einstaklingar sem fæddir eru eftir 1985 en hafa ekki verið bólusettir með MMR bóluefninu eiga rétt á bólusetningu þeim að kostnaðarlausu. Þessir einstaklingar áttu rétt á MMR bólusetningu við 18 mánaða aldur (hófst 1989) og síðar við 9 ára aldur (hófst 1994) og því ber að líta svo á að ofangreindir einstaklingar falli undir fyrirkomulag almennra ungbarnabólu- setninga á Islandi. Sóttvarnulæknir 150 Læknablaðid 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.