Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS U M R Æ 0 A 0 G F R É T T I R 689 Af sjónarhóli stjórnar. Skyldur lækna Sigurður E. Sigurðsson, Sigurbjörn Sveinsson 690 Læknar eru málsvarar sjúklinganna. Viðtal við Sigurbjörn Sveinsson fráfarandi formann LÍ Hávar Sigurjónsson 699 Dag- og göngudeildin er glæsileg viðbót Hávar Sigurjónsson 703 Tæknipistill 1. Hlustunarpípa 21. aldarinnar Davíð Björn Pórisson 705 FÍFL á Kilimanjaro 705 Frá FKLÍ, Félagi kvenna í læknastétt Margrét Georgsdóttir 707 Veturinn er minn uppáhaldstími. Rætt við danskan lækni starfandi á Grænlandi Hávar Sigurjónsson 713 Frá Landlækni. Tilkynning um bólusetningu inflúensu 715 Fylgt úr hlaði. Þingsályktun um skimun fyrir ristilkrabbameini Asgeir Theodórs, Tryggvi Stefánsson F A 8 T I R P I 8 T L A R 717 íðorð 202. Vilsa, vökvi og vessi Jóhann Heiðar Jóhannsson 718 Einingaverð og taxtar 719 Sérlyfjatextar 730 Ráðstefnur og fundir 730 Ný þjónustuskrá á Doktor.is 731 Sýkingar og sóttvarnir - þing haldið á Akureyri Stundum má greina skýran enduróm milli kynslóða myndlistarmanna án þess að orsök tengingarinnar liggi fyrir. Nú um stundir er abstraktmálverk töluvert áberandi og sækir það í listasöguna en líka í alla sjónræna menningu sem tækni og tíðarandi bera með sér. f Ijósi þeirra hræringa sem greina má meðai yngri kynslóðarinnar er gaman að rifja upp verk Einars Þorlákssonar því að þar er að finna samhljóm sem byggir á sjálfsprottnu flæði forma og lita sem skírskota samt alltaf til einhvers í umhverfinu. Verk hans frá árinu 1984, sem nú er á forsíðu Læknablaðsins og ókunnugt er um heitið á, sýnir tvær verur sem virðast stara á mann. Þær minna á flugur eða geimverur en eru um leið svo óræðar að þær gætu allt eins verið óhlutbundin form. Það sem sýnast vera augu er líka talan átta á hlið, þekkt úr stærðfræði sem tákn fyrir óendanleika. Verkið er dæmigert fyrir tækni Einars sem málaði þunn lög af akríllit ýmist á striga eða pappír, einn lit I einu, svo að pensilförin sjást greinilega. Þrátt fyrir þessa tvívíðu aðferð búa verk hans yfir mikilli dýpt og þar leikur notkun hans á svörtum lit stórt hlutverk. Málverkin og einkum og sér í lagi pastelmyndir hans sýna einnig vægi teikningar I myndlist hans sem ýmist kemur fram sem dregin lína eða bil sem skapast á milli stærri litaforma. Einar fæddist árið 1933 og lést I fyrrahaust. Hann sýndi reglulega hér á landi í fjóra áratugi en þó eru verk hans tiltölulega lítt þekkt og voru aldrei kynnt erlendis. Oft má greina fígúrur í verkum hans eða sjá móta fyrir landslagi en í heildina eru þau abstrakt og iðulega ráða litir, form og línur algjörlega ferðinni. Margt er sameiginlegt með hugsunarhætti Einars og súrrealista en ef til vill mætti helst tengja myndlist hans við hina dönsku Cobrahreyfingu sem lagði áherslu á vafningalausa tjáningu og það sem sprettur fram sjálfkrafa við sköpunarstarfið. Vitneskja fer í gegn um úrvinnsluferli þar sem hún blandast eigin persónu og tilfinningum listamannsins og kemur út í vinnu sem er aðeins að hluta tii meðvituð. Þetta tjáningarform kemur fram í vali Einars á akríllit sem ólíkt olíulit þornar fljótt svo að vinna þarf hratt og má því segja að aðferð hans hafi byggt á flæði og að meta útkomuna eftir á. Úrval verka hans má nú sjá á sýningu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Markús Þór Andrésson Læknablaðið 2007/93 665
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.