Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREIN / GAUMSTOL eða lýsir fjarlægum aðstæðum. Þekkt er tilraun þar sem sjúklingar áttu að kalla fram í minni sínu byggingar við dómkirkjutorgið í Mílanó (sem var þeim vel kunnugt) og jafnframt að hugsa sér að þeir stæðu með bakið í kirkjuna. í þessum ímynd- uðu aðstæðum vantaði í lýsingu þeirra byggingar til vinstri. Þegar svo sjúklingarnir voru beðnir um að ímynda sér að þeir stæðu við torgið and- spænis kirkjunni lýstu þeir þessum byggingum (nú til hægri) en misstu af þeim sem þeir höfðu áður munað eftir og lýst en voru þeim nú á vinstri hönd (50). Þessi tegund gaumstols hefur á ensku verið kölluð representational neglect, sem ef til vill má þýða sem hugmyndar-gaumstol. Þegar gaumstols- sjúklingur staddur á sjúkrahúsi hugsar til innviða heimilis síns er ekki víst að önnur herbergi en þau, sem eru honum á hægri hönd í huganum, séu í hugarskoti hans (51). Þessi tegund gaumstols getur verið til staðar ein og sér (52) en er þó sjaldgæfari en gaumstol sem tengist sjónskynjun og beinist að umhverfi sjúklings (53). I lýsingum á gaumstoli er oft miðað við miðlínu (sagittal línu) sjúklings þegar rætt er um hægri og vinstri. Við mikið gaumstol getur eftirtektarvandi sjúklings þó oft náð langt til hægri um miðlínuna, sjá til dæmis mynd 2b þar sem sjúklingur hefur einungis tekið eftir og merkt við strik lengst til hægri. Þegar gaumstolið er vægara getur sjúkling- ur í sama verkefni merkt við öll strik nema þau sem eru lengst til vinstri (mynd 2a). Eins og sést á mynd 4 getur gaumstolsvandinn þó verið flóknari en þetta. Þegar heildarmyndin er samsett úr mis- munandi hlutum geta stakir hlutir myndar (eins og húsið eða einstök tré) verið ófullgerðir vinstra megin að hluta eða alveg þótt hluturinn í heild sinni sé hægra megin við miðju blaðs (og sjúklings) og þótt aðrir hlutir komi fyrir í heildateikningunni vinstra megin við þann sem vantaði vinstri hlutann á. Gaumstol sem beinist þannig að einstökum hlut- um er á ensku kallað hlut-miðað (object-centered) en það sem snýr að heildarmyndinni og miðast við sjúklinginn kallast sjálf-miðað (ego-centered). Þannig er það ekki bara miðlína sjúklings sem skiptir máli heldur líka miðlína þeirra hluta sem unnið er með, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri frá sjúklingnum séð. Einnig skiptir inn- byrðis hægri-vinstri afstaða hluta máli í gaumstoli, sjúklingur er til dæmis líklegri að bregðast hraðar við áreiti sem er lengra til hægri af tveimur áreit- um staðsettum honum á hægri hönd (24). Þetta er stundum kallað umhverfis-miðað gaumstol (e. allocentric) (54,55). Þótt oftast sé miðað við miðlínu eftir bol sjúklings í sjálf-miðuðu gaumstoli hefur verið leitt í ljós að þegar sjúklingur snýr höfði, og eða augum, til hægri frá miðlínu verða til aðrar miðlínur út frá höfði og augum sem líka geta skipt máli í gaum- stoli (56, 57). Málið er þó enn flóknara því sýnt hefur verið fram á gaumstol sem takmarkast við mismunandi hluta umhverfis sjúklings þegar því er skipt um mismunandi ása sem marka fjær- og nær- umhverfi (58), efri og neðri hluta, hægri og vinstri, aftur og fram (59). Gaumstol getur til að mynda verið einskorðað við hluti sem eru úr seilingarfjar- lægð frá sjúklingi (e. extrapersonal) (60), og gæti komið fram í því að, ef hann væri beðinn að lýsa hlutum sem hann sér, til dæmis á lóðinni fyrir utan sjúkrahússgluggann, myndi hann einungis lýsa hlutum eða fólki til hægri. Dæmi um hið gagnstæða er pílukastari sem veiktist og hafði mikið gaumstol á prófum sem lögð voru fyrir hann (e. peri-per- sonal neglect), en stóð sig áfram vel í að skjóta pflum í mark sem var í viðeigandi fjarlægð (61). Niðurlag Einkenni gaumstols eru margvísleg. Hér að framan hefur verið leitast við að draga fram notadrjúga lýsingu sem auðveldar greiningu og skilning á þeim vanda sem sjúklingar eiga við að stríða. Þótt gaumstol sé óljósari vandi í lífi sjúklinga en ef um lömun eða málstol er að ræða, þá heftir það engu að síður tilveru þeirra og skerðir getu til endurhæfingar líklega meira. Gaumstol felur í sér flókna truflun á samspili skynjunar, hreyfingar og umhverfis sjúklings þar sem athygli hans og rýmið sem umlykur hann skiptir miklu máli. Þeir sem Mynd 5. Teikning sjúk- lings sem beðinn var að teikna mynd af klukku- skífu án fyrirmyndar. Mynd 4. Mynd sem notuð er til greiningar og mats á gaumstoli. Sjúklingur er beðinn að gera eftirmynd af teikningunni á neðri línuna. Gaumstol kemur fram íþví að sjúklingur afritar ekki hluti til vinstri á heildarmyndinni og eins getur vantað vinstri hluta einstakra hluta mynd- arinnar, eins og sést hér. Læknablaðið 2007/93 685
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.