Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 9
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURKÖFNUN Fósturköfnun og heilakvilli - áhættuþættir og afleiðingar fyrir nýbura Kolbrún Pálsdóttir1,3 Deildarlæknir Þórður Þórkelsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR í NÝBURALÆKNINGUM Hildur Harðardóttir1,3 SÉRFRÆÐINGUR í KVENSJÚKDÓMA- OG FÆÐINGARLÆKNISFRÆÐI Atli Dagbjartsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR í NÝBURALÆKNINGUM 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 3Kvennasviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Atli Dagbjartsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, bréfsími: 543-3021. atlid@landspitali. is Lvkilorö fósturköfnun, heilakvilli afvöldum súrefnisþurrðar, nýburar, áhœttuþœttir, Apgarstigun. Ágrip Tilgangur: Þeirri spurningu er enn ósvarað hvers vegna sum börn sem verða fyrir fósturköfnun (asphyxia perinatalis) við fæðingu fá í kjölfarið heilakvilla af völdum súrefnisþurrðar (hypoxic ischemic encephalopathy, HIE) á meðan önnur ná fullum bata. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni fósturköfnunar HIE í kjölfar á Landspítala á árunum 1997-2001 auk þess að leita að forspárþáttum hjá barninu sem auka líkurnar á fósturköfnun og HIE í kjölfarið. Efniviður og aðfcrðir: Sjúklingahópurinn sam- anstóð af þeim börnum sem fengu greininguna fósturköfnun, voru fullburða, fædd á Kvennasviði Landspítala 1997-2001 að báðum árum meðtöld- um, með Apgar stig <6 við fimm mínútna aldur. Upplýsingum var safnað á afturskyggnan hátt úr sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra. Apgar stig voru skráð við einnar, fimm og tíu mínútna aldur. Jafnframt sýrustig blóðs, blóðgös, fjöldi kjarnaðra rauðra blóðkorna og magn blóðrauða úr fyrsta blóðsýni. Einnig voru lengd og þyngd barnanna við fæðingu skráð. Niðurstöður: Nýgengi HIE meðal fullburða barna var 1,4/1000 á rannsóknartímabilinu. Börn sem fengu HIE reyndust hafa marktækt meiri blóðsýr- ingu eftir fæðingu ásamt því sem basaskortur (base deficit) var marktækt og bíkarbónat var marktækt lægra hjá þeim börnum sem fengu HIE en þeim sem einungis fengu fósturköfnun. Gildi blóðrauða reyndist marktækt lægra hjá þeim sem fengu HIE en þeim sem ekki fengu HIE. Apgarstig voru einn- ig marktækt lægri hjá börnum sem fengu HIE. Alyktanir: Tíðni HIE í þessari rannsókn var lág miðað við samanburðarrannsóknir. Lág Apgar stigun, mikil blóðsýring og lægri fæðingarþyngd við fæðingu hafa forspárgildi um hvaða börn fá HIE eftir fósturköfnun. Öfug fylgni er á milli magns blóðrauða barns við fæðingu og hættu á HIE í kjölfar fósturköfnunar. Inngangur Ferðin gegnum fæðingarveginn er ekki hættulaus. Allt sem hefur áhrif á súrefnisflutning frá móður til fósturs getur stefnt fóstrinu í hættu. Þó er því eðlislægt að lifa af í súrefnisskertu umhverfi, þar ENGLISH SUMMARY Pálsdóttir K, Þórkelsson Þ, Harðardóttir H, Dagbjartsson A Birth asphyxia, neonatal risk factors for hypoxic ischemic encephalopathy Læknablaðið Objective: Neonates suffering from severe birth asphyxia may develop hypoxic ischemic encephalopathy (HIE), some of which develop permanent neurological damage. As the incidence of asphyxia and HIE in lceland is unknown, this study was conducted. Furthermore, we evaluated the association between some neonatal risk factors and the development of HIE. Material and methods: All term infants born at LSH from 1997-2001 with birth asphyxia, defined as 5 minute Apgar score <6, were included in the study. Clinical information, length and weight, Apgar scores at 1,5 and 10 minutes normoblasts count, initial pH and hemoglobin levels were retrospectively collected. Results: The incidence of HIE after birth asphyxia was 1.4/1000. The infants who developed HIE had significantly lower birth weight and Apgar scores at one, 2007; 93: 669-73 five and ten minutes. They also had lower umbilical artery pH, had more base deficit and lower serum bicarbonate concentrations than the infants who did not develop HIE. Conclusion: The incidence of HIE was low compared to other studies. Birth asphyxia resulting in HIE is associated with lower birth weight, Apgar scores, pH and neonatal hemoglobin levels at birth. We conclude that neonates with low hemoglobin level are at increased risk for developing HIE and that low pH and Apgar scores may predict worse outcomes after birth asphyxia. Keywords: Asphyxia perinatalis, hypoxic ischemic encephaiopathy, neonates, risk factors, Apgar scores. Correspondence: Atli Dagbjartsson atlid@landspitali. is Læknablaðið 2007/93 669
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.