Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREIN / GAUMSTOL ast samhverf um miðju blaðs (mynd 2, a og b) og er stundum fyrirkomið innan um önnur ólík eða truflandi áreiti (e. distractors) (sjá mynd 3) (22). 3. Að afrita mynd (sjá mynd 4) (23) eða teikna mynd án fyrirmyndar (sjá mynd 5). I þessum próf- um og leitarprófum kemur gaumstol fram í því að sjúklingur teiknar eða merkir ekki við áreiti til vinstri. Sjúklingar með gaumstol eru líklegri til að missa af áreitum þeim mun lengra til vinstri sem þau eru en ef gaumstolið er mikið getur sjúklingur þó líka misst af áreitum sem eru til hægri (24). Pótt gaumstol komi fram á einu prófi er ekki víst að það komi fram á öðru. Ekkert eitt próf er til sem sem útilokar gaumstol eða leggur til endanlegt viðmið um hvort það er til staðar hjá sjúklingi (17, 25). Til greiningar og glöggvunar á gaumstoli er því yfirleitt notuð fleiri en eitt próf og til eru prófasöfn (e. test battery, til dæmis The Behavioural Inattention Test, 26) sem beita má í þessum tilgangi. Sökum ókunnugleika á gaumstoli er ekki óalgengt að Ieikmenn og heilbrigðisstarfsfólk skýri gaumstolseinkenni sem sjónsviðsskerðingu. Sjónsviðsskerðing til vinstri er þó aðeins til staðar hjá hluta sjúklinganna (5) og skýrir ekki gaum- stol. Gaumstol felst ekki í því að sjúklingurinn sé blindur eða sjái ekki til vinstri (eins og í sjón- sviðsskerðingu) heldur í því að hann snýr höfði og lítur síður til vinstri en hægri. Sjónsviðsskerðingu og gaumstol er þó ekki alltaf auðvelt að greina í sundur. Ein leið er að biðja sjúklinginn að snúa höfði og líta sér til hægri handar. Hann lítur þar með frá gaumstolshliðinni. Ef sjónsvið hans til vinstri er óskert er auðveldara að leiða það í ljós í þessari breyttu höfuð- og augnstöðu hans með hefðbundinni aðferð við skoðun, það er að sá sem skoðar hreyfi fingur hægra og vinstra megin við miðlínu augna sjúklings. Sjái sjúklingur nú fing- urhreyfingar sér á vinstri hönd er sjónsvið hans líklega óskert (27). Nánar um einkenni og gaumstol í daglegu lífi I hvfldarstöðu snúa margir gaumstolssjúklingar höfði frekar til hægri en vinstri (28). Þegar verst lætur getur verið erfitt að fá sjúkling til að líta beint fram. Fyrstu viðbrögð sjúklinga við áreitum í umhverfi eru oft þau að þeir snúa höfði og líta til hægri, jafnvel þótt áreiti sé til vinstri. Almennt taka þeir verr eftir því sem gerist til vinstri í umhverfi, við máltíðir geta þeir skilið eftir mat á vinstri hlið disks, lesa ekki stafi til vinstri í einstökum orðum eða fyrirsögnum eða orð til vinstri í línum (e. neglect dyslexia) (29). Við lestur gaumstols- sjúklings getur ‘Læknablaðið’ því breyst í‘blaðið’. Slíkir erfiðleikar, hvort sem er við lestur bókar eða t Mynd 1. Línuskiptingarpróf. Sjúklingur er beðinn að skipta línunni í miðju eða tvo jafna hluta. Dœmigert er að gaumstol sjúklings komi fram íþví að hann skipti línunni til hœgri um hina sönnu miðju, eins og sést hér. blaðs, eða texta í sjónvarpi, eru nærstöddum oftast óljósir. Greinilegri er vandi við að teikna mynd eftir fyrirmynd (sjá mynd 4). Gaumstolseinkenni geta verið misjöfn og mis- mikil meðal sjúklinga. Pættir eins og álag og þreyta geta aukið gaumstol (30). Aðstæður og áreiti í umhverfi skipta líka máli. I rólegum aðstæðum inni á sjúkrastofu þarf ekki að bera mikið á gaum- stolsvanda. Öðru kann að gegna um sama sjúkling sem fer um í hjólastól, á í samræðum við þann sem gengur við hlið hans og þarl' líka að fylgjast með fólki sem kemur á móti. Flóknari aðstæð- ur og viðbótaráreiti sem gera tilkall til athygli, eins og samræður, geta dugað til og magnað eða kallað fram gaumstol sjúklings (31). Sýnt hefur verið að gaumstol, til dæmis eins og það er metið með línuskiptingarprófi (sjá mynd 1), er rninna þegar umhverfisáreiti eru útilokuð í myrkvuðum aðstæðum, en við dagsbirtu (32). í línuútstrikunar- prófi (sjá mynd 2) hefur verið sýnt að gaumstol sjúklinga er minna séu þeir beðnir um að stroka úl /\ / \ / \ / /\ T' / \ /\ Myndir 2a og 2b. Línuleitarpróf. A hvoru blaðinu eru 40 stuttar línur sem sjúklingur er beðinn að merkja við. Gaumstol kemurfram í þvi að sjúklingar merkja ekki við línur til vinstri. Mynd a) og b) sýna gaum- stol tveggja sjúklinga með mismikið gaumstol. Læknablaðið 2007/93 6 8 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.