Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 70
MINNISBLAÐIÐ Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær geröir handrita til ritstjórnar Lækna- blaðsins, Hlíðasmára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni l'ylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvö- földu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu fornti ásamt útprenti.Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: ivhuv. laeknabladid. is/bladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekiö fram. Ráðstefnur og fundir 18.-21. maí 2008 Reykjavík. Norræn ráðstefna um illa meðferð á börnum: Börn og vanræksla: Þarfir - skyldur - ábyrgð. www.congress.is/nfbo2008 6.-8. júní 2008 Hótel Selfossi. XVIII. þing Félags íslenskra lyflækna. Skipu- lagningu annast Birna Þórðardóttir, Menning- arfylgd Birnu ehf., s. 862 8031: birna@birna.is Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu skipuleggjanda: www.birna.is Einnig er unnt að leita upplýsinga hjá stjórn Félags íslenskra lyflækna: Runólfur Pálsson formaður, runolfur@landspitali.is Ný þjónustuskrá á Doktor.is Almenningur sækir sér sífellt meiri upplýsing- ar unt fjölbreytt málefni á netið og heilbrigð- ismál eru þar engin undantekning. Stór hluti notenda heilbrigðisþjónustu sækir sér þangað upplýsingar um sjúkdóma, greiningaraðferð- ir, lyf og fleira, fyrir eða eftir heimsóknir til lækna. Þetta hefur bæði kosti og galla í för með sér. Þetta hefur leitt til þess að sjúklingar hafa mun betri aðgang en áður að upplýsing- um sem þá varða og eru betur meðvitaðir um sinn sjúkdóm, sjúkdómseinkenni, mögulega meðferð og annað slíkt. Því miður eru þó ekki allar upplýsingar sem sækja má á netið áreiðanlegar og þess eru dæmi að notendur heilbrigðisþjónustu sæki beinlínis rangar eða villandi upplýsingar á netið sem jafnvel geta valdið skaða. Islenskar rannsóknir benda þó til að þeir einstaklingar sem eru duglegastir við að afla sér upplýsinga á netinu og annars staðar urn heilsutengd málefni, ástundi betri heilsuhegðun en aðrir.* Á íslandi hefur um árabil verið starfræktur heilsuvefur undir heitinu Doktor.is sem getið hefur sér gott orðspor. Þetta hefur verið ein vinsælasta vefsíða landsins og langvinsælasti heilsuvefurinn. Segja má að Islendingar búi vel að hafa aðgang að slíkum vef því frá upp- hafi hefur verið lögð á það áhersla að allt efni sem birtist á vefsíðunni sé unnið af fagfólki og að umfjöllunin sé aðgengileg og vel skilj- anleg öllum þeim er þangað leita upplýsinga. íslenskir læknar hafa lagt vefnum lið í ríkuleg- um mæli í gegn um tíðina, meðal annars með greinarskrifum og með því að taka þátt í að svara fyrirspurnum. Sem dæmi um aukna sókn almennings í upplýsingar um heilbrigðismál á netinu má nefna að samkvæmt samræmdri veftalningu Modernus er fjöldi innlita á vefinn að með- altali um 13 þúsund í viku hverri og var vef- urinn í 18.-25. sæti yfir vinsælustu vefi landsins, tímabilið janúar-júlí 2007. Meðal nýjunga á nýjum vef Doktor.is er sérstök þjónustuskrá sem ætluð er að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum um lækna, sérgrein þeirra og aðsetur. Með þessu móti gefst læknum tækifæri á að korna grunn- upplýsingum um starfsemi sína á framfæri við almenning á auðveldan og markvissan hátt. Þessi þjónusta er endurgjaldslaus og geta áhugasamir skráð inn upplýsingar á www. doktor.is/thjonustuskra. Lyfjasíðan á Doktor.is hefur einnig verið uppfærð og verður nú endurnýjuð mán- aðarlega í samvinnu við Lyfju. Þannig er tryggt að notendur síðunnar hafi aðgang að nýjustu upplýsingum hverju sinni. Unnur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ritstjóri Doktor.is unnur. jonsdottir@inpro. is Sími: 510 6507 og 893 9316 * Ágústa Pálsdóttir 2005. Health and lifestyle: Icelander s everyday life information. Doktorsritgerð frá Ábo Akademi Universitet. 730 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.