Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 31
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ FORMANN LÍ öðrum. Alls staðar þar sem tekist er á um fé til rekstrar verða menn miskunnarlausir. Hins vegar ef starfsumhverfi og starfsöryggi þeirra er ógnað standa læknar saman. Ég er þess fullviss að ef sjálfstætt starfandi sérfræðingar hefðu viðurkennt í tilvísanadeilunni að þeir teldu afkomu sinni fyrst og fremst ógnað þá hefðu heimilislæknar haldið að sér höndum og virt þá baráttu sem sérfræð- ingarnir stóðu í gagnvart ríkisvaldinu. Það voru taktísk mistök að láta sem þarna væri fyrst og fremst tekist á um pólitíska og hugmyndafræðilega meginreglu. Það hefur svo komið á daginn að sem betur fer nær mikilvægi lækna út yfir kerfi og til- vísanir einsog raunin er núna með hjartalækna og aðra, þannig að stundum gera læknar minna úr sér en efni standa til.” Gagnagrunnsmálið skók Læknasamfélagið Formannstími þinn hefur í rauninni einkennst af nokkrum stórum málum. Sum þeirra hafa skekið allt þjóðfélagið en önnur hafa fremur verið inn- anfélagsmál. Hvar viltu byrja? „Formannstíð mín hófst á því að vinna félagið útúr gagnagrunnsmálinu. Að sumu leyti er for- mennska mín ávöxtur þess máls án þess að ég vilji fara nánar út í það. Þegar ég tók við haustið 1999 voru mjög hatrömm átök um þessa viðskipta- hugmynd Kára Stefánssonar sem þá var orðin að lögum og átökin náðu langt inn í raðir lækna. Ég var í þeim hópi sem gagnrýndi þessa hugmynd og hafði skrifað blaðagreinar, tekið þátt í umræðum og átt þátt í að móta afstöðu stjórnar LI til málsins. Menn vissu því mætavel hvaða rödd þeir voru að kjósa með ntig sem formann nýrrar stjórnar félags- ins. Samt sem áður lá ekki fyrir að hafa einhvern undir í þessu máli heldur var læknum mikilvægast að friður kæmist á. Að mínu mati var þetta mál alveg að fara nteð læknastéttina og menn bárust í sannleika sagt á banaspjótum.” Hvernig meturðu þessi átök núna? Voru þau siðferðilegs eðlis eða var tekist á um fjárhagslega hagsmuni? „Átökin voru tvímælalausl siðferðileg en það má hins vegar vel vera að skoðanir hafi mótast af fjárhagslegum hagsmunum. Slíkt á sér alltaf stað enda slær hjartað þar sem fjársjóð- urinn er. Menn töldu hins vegar að verið væri að brjóta meginreglur sem læknar hefðu mótað sér meðal annars innan alþjóðasamtaka Iækna með Helsinkiyfirlýsingunni. Átökin stóðu um hvort hægt væri að túlka hana við þessar nýju aðstæður. Fljótlega í ársbyrjun 2000 komst á samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og íslenskrar erfðagrein- ingar og í kjölfarið virtist ÍE tilbúin til að tala við læknafélagið og við settumst að „samningaborði". Þetta voru gríðarlega erfiðir fundir vegna þess að á milli þessara aðila var nær óbrúanleg gjá og í „Hefekki útskrifað mig úr Lœknafélagi íslands, ” segir Sigurbjörn Sveinsson fráfarandi formaður. Læknablaðið 2007/93 691
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.