Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 32
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ FORMANN LÍ Þrír fyrrverandi formenn Félags íslenskra heim- ilislœkna ásaml núver- andi formanni. Eyjólfur Haraldsson, Lúðvík Ólafsson, Sigurbjörn Sveinsson og Elínborg Bárðardóttir. röðum beggja var það viðhorf uppi að um ekkert væri að semja. Innan nokkurra mánaða ákváðum við Kári Stefánsson að þetta yrðu bara tveggja manna samningafundir þar sem við sátum yfir þessu fram á haustið og ég gekk útfrá því að ekki yrðu gerðir samningar milli IE og íslenskra heil- brigðisstofnana fyrr en samkomulag milli LÍ og ÍE lægi fyrir. Áður en það varð gerði ÍE samning við FSA og í kjölfarið sleit ég samningaviðræð- um fyrir hönd LI við IE á grundvelli þess að IE hefði ekki efnt loforð sitt við okkur. Ég ætla þó að viðurkenna það að í mínum huga voru þessar viðræður við ÍE komnar út í ógöngur vegna þess að niðurstaða þeirra hefði hugsanlega takmarkað möguleika lækna á að halda minni gagnagrunna og halda uppi rannsóknavinnu inni á stofnunum eins og þeir höfðu gert. Ég hafði áhyggjur af því og með því að slíta viðræðunum taldi ég að ráðrúm gæfist til að hugsa málið. Pað gekk eftir og vorið eftir tókum við upp viðræður að nýju sem lauk með samkomulagi í ágúst 2001 með þeirri grundvall- arbreytingu á stefnu Islenskrar erfðagreiningar að það var annars vegar viðurkennt að hægt væri að þekkja einstaklinga í gagnagrunninum og senda fyrirskipun inn í grunninn um eyða upplýsingum um þá að þeirra ósk. Hins vegar að unnið yrði eftir yfirlýsingu alþjóðasamtaka lækna um gagna- Sigurbjörn með Sváfni Leví Ólafsson fimmta œttlið sömu fjölskyldu sem hann hefur stundað frá því á héraðslæknisárum sínum á Búðardal. 692 Læknablaðið 2007/93 grunna sem þá var væntanleg. Þar með töldum við að komið væri á viðunandi siðferðilegt umhverfi um gagnagrunninn með því að fólk gæti skipt um skoðun eftirá og látið þurrka út upplýsingar um sig úr gagnagrunninum. Þar með varð friður tryggður sem hefur orðið varanlegur en það er þó kannski ekki eingöngu vegna þessa samkomulags heldur vegna þess að gagnagrunnshugmyndin reyndist ekki sú arðbæra viðskiptahugmynd sem látið var í veðri vaka að hún myndi verða. Gagnagrunnurinn er hreinlega ekki til og ef hann er yfirhöfuð enn á dagskrá þá eru ekki til neinir peningar til að koma honum á fót. Lögin eru hins vegar ennþá til staðar þrátt fyrir að hafa fengið á sig hæsta- réttardóm fyrir að standast ekki stjórnarskrá og þáverandi heilbrigðisráðherra sagðist ætla að láta endurskoða lögin. Við sendum þeim ráðherra er- indi og óskuðum eftir að fá að koma að þeirri end- urskoðun en úr ráðuneytinu hefur hvorki heyrst hósti né stuna síðan um þetta. Lögin eru úrelt og merkingarlaus í dag.” Gagnagrunnurínn ekki til. Lögin standast ekki stjórnarskrána. Hvað stendur eftir? „Afskaplega lítið en umræðan sem þetta kveikti var sannarlega gagnleg og jók þekkingu manna og hjálpaði þeim að móta sér skoðanir á siðferðilegum hliðum læknisfræðinnar. í kjölfar þessa voru sett lög um lífsýnasöfn sem reyndar hvíldu í skugga þessarar umræðu og fóru að mínu mati gölluð í gegnum þingið og vafalítið mun reynsla manna af gagnagrunnsmálinu koma að gagni við endurskoðun þeirra laga.” Sameining sjúkrahúsanna Annað stóra málið var sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík. „Svo sannarlega var það og eitt af stóru verk- efnunum snemma í formannstíð minni var að taka þátt í að stjórnir læknafélaganna tækju afstöðu til sameiningarinnar. Það var alveg ljóst hver yrði niðurstaða stjórnmálamannanna og í ljósi þess að læknar eru sífellt vændir um að vera í andstöðu og aldrei pólitískt samstíga við raunveruleikann fannst mér rétt að láta reyna á það að hvort læknar gætu verið á sama máli og stjórnmálamennirnir. í febrúar árið 2000 varð til sameiginleg yfirlýsing Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur um sameiningu spítalanna; yfirlýsing sem ég er mjög stoltur af í dag og hefur verið stefnumót- andi fyrir afstöðu Læknafélagsins til þessa verk- efnis. I grundvallaratriðum studdi yfirlýsingin sameininguna og benti á jákvæðar hliðar hennar, hvernig hægt væri að hagræða, auka gæðakröfur og kannski stytta biðlista. Jafnframt var bent á að sameiningin yrði aldrei raunveruleg nema spít-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.