Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / NÝBURAR Tímasetning valkeisaraskurða Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn sem fæðast með valkeisaraskurði áður en fæðing hefst eru í meiri hættu að fá öndunarörðugleika strax eftir fæðinguna en börn sem fæðast um leggöng (3-6). Jafnframt hefur verið sýnt fram á að ef fæðing er hafin þegar keisaraskurður er gerður eru líkur á öndunarörðugleikum hjá börnunum minni en þegar keisaraskurður er gerður áður en sótt hefst (9). Fyrir sömu meðgöngulengd eru þó líkur á önd- unarörðugleikum minni hjá börnum sem fædd eru um leggöng en hjá þeim sem tekin eru með keis- araskurði eftir að fæðing ef hafin (9). Einna athyglisverðast í niðurstöðum þess- arar rannsóknar er sá munur sem er á tíðni önd- unarörðugleika hjá börnum sem fæðast eftir 37-38 vikna meðgöngu annars vegar og 39-40 vikna með- göngu hins vegar, en hlutfallsleg áhætta á öndunar- örðugleikum er rúmlega þreföld. Þessar niðurstöð- ur eru í samræmi við rannsókn Morrisons og félaga þar sem hlutfallsleg áhætta öndunarörðugleika var rúmlega tvöföld eftir 38 vikna meðgöngu miðað við 39 vikna meðgöngu (9). Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að fresta valkeisara- skurðum þar til 39 vikna meðgöngu er náð (4-6, 8). Um mitl ár 2001 voru niðurstöður fyrri hluta þessa rannsóknartímabils (1996-2000) kynntar, þar sem sýnt var fram á mikilvægi þess að bíða með að gera valkeisaraskurði þar til 39 vikna meðgöngulengd væri náð (rannsóknarverkefni læknanema á 4. námsári við Háskóla íslands). I kjölfarið voru gefnar út vinnureglur á kvennadeild Landspítala þar sem lögð var áhersla á að val- keisaraskurðir skyldu ekki gerðir fyrir 39 vikna meðgöngu nema í undantekningartilfellum. Oft er töluverður þrýstingur frá verðandi mæðrum að flýta valkeisaraskurði vegna þreytu eða leiða á meðgöngunni, en lögð var rík áhersla á að valkeis- araskurð mætti ekki gera fyrr nema brýn ábending væri fyrir hendi, svo sem fyrirsæt fylgja. Virðast þessar verklagsreglur hafa haft tilætluð áhrif því eins og sjá má á mynd 2 hefur tíðni ótímabærra valkeisaraskurða á kvennadeild Landspítala fækk- að frá því þær voru settar. Meintilurð (pathophysiology) Talið er að það sé einkum þrennt sem veldur því að valkeisaraskurður eykur áhættu á öndunar- örðugleikum hjá börnunum. Á fósturskeiði eru lungun vökvafyllt. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna tekur vökvinn í lungum fóstursins að minnka og eykst vökvaflutningur úr lungum til mikilla muna eftir að fæðingin hefst (17). Á það sér einkum stað fyrir tilstilli katekó- lamína sem losuð eru frá nýrnahettum fóstursins í fæðingunni. Hlutverk þeirra er að hjálpa fóstrinu að komast óskaddað í gegnum fæðinguna og auð- velda aðlögun barnsins að lífi utan móðurkviðar (10, 18). Þegar börn eru látin fæðast með keisara- skurði áður en fæðing hefst er því hætta á auknu vökvamagni í lungum þeirra sem valdið getur tímabundnum öndunarörðugleikum, svokölluðum votum lungum (10). I öðru lagi geta öndunarörðugleikar hjá börn- um eftir valkeisaraskurð verið vegna skorts á spennuleysi lungna (pulmonary surfactant). Fær barnið þá glærhimnusjúkdóm sem veldur yfirleitt alvarlegri öndunarörðugleikum en vot lungu. Gerist þetta ef börnin eru látin fæðast áður en fullum lungnaþroska er náð, sem getur orðið jafn- vel þó þau séu fullmeðgengin samkvæmt alþjóða skilgreiningum, það er eftir >37 vikna meðgöngu (5,6,11,12). I þriðja lagi eru börn sem fæðast með val- keisaraskurði í aukinni hættu að fá viðvarandi lungnaháþrýsting (persistent pulmonary hyper- tension of the newborn) sem er yfirleitt alvarlegt sjúkdómsástand (13, 14, 19, 20). Sýnt hefur verið fram á að börn sem fæðast með valkeisaraskurði eru með minna af æðaútvíkkandi prostagland- ínum í naflastrengsblóði og að viðnám í lungna- blóðrás þeirra minnkar seinna eftir fæðingu en hjá börnum sem fæðast á venjulegan hátt (21, 22). Klínískt mikilvægi þessa kom berlega í ljós er Keszler og félagar sýndu fram á að hlutfallslega mörg börn sem þurftu á meðferð að halda með hjarta- og lungnavél (extracorporeal membrane oxygenation, ECMO) voru fædd með valkeisara- skurði (14). Skilgreiningin á eðlilegri meðgöngulengd Við ákvörðun á tímasetningu valkeisaraskurðar er hin viðurkennda skilgreining á fullri með- göngulengd mikilvæg, þar sem tilhneiging er til að gera ráð fyrir því að börn sem eru fullmeðgengin hafi náð þeim þroska sem þarf til að Iifa utan móð- urkviðar. Skilgreining á eðlilegri meðgöngulengd var til umfjöllunar um miðja síðustu öld. Eftir miklar umræður var sæst á að full meðganga skyldi miðast við 37+0 vikna meðgöngu þar sem fæðingar- þyngd flestra barna er þá meiri en 2500 g. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin gaf því út þá opinberu skilgreiningu árið 1950 að eðlileg meðgöngulengd teldist 37-41 vikur (259-293 dagar) (23). Síðan þá hefur þessi skilgreining haldist óbreytt, að minnsta kosti opinberlega (24), þó svo að margir vilji draga réttmæti hennar í efa þar sem ljóst er að sum börn hafa ekki náð nægilegum lungnaþroska þó svo þessari meðgöngulengd sé náð (25). Styðja nið- urstöður okkar rannsóknar og annarra hliðstæðra rannsókna þetta viðhorf. 678 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.