Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 30
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ FORMANN LÍ Læknar eru málsvarar sjúklínganna Sigurbjörn Svcinsson lét af embætti formanns Læknafélags íslands á nýaf- stöönum aöalfundi LI og hafði þá gegnt formennsku í átta ár. Hann varð góðfúslega við þcirri beiðni Læknablaðsins að líta yfir árin í formannstólnum, hyggja að því hvað stæði uppúr, hvað hefði áunnist og vissulega líka hvað hefði reynst þungt í skauti og erfitt að ráða framúr. „Sem betur fer gleymir maður fljótt því sem niiður fer og man það ánægjulega,” segir Sigurbjörn þegar hann hugsar til baka í upphafi samtals okkar. Pátttaka Sigurbjörns af félagsmálum lækna nær þó mun lengra aftur en átta ár því hann átti sæti í stjórn LI um fjögurra ára skeið áður en hann tók við formennsku 1999 en hafði þá verið formaður Félags íslenskra heimilislækna árin 1991-1995 og framganga hans þar varð öðru fremur til þess að sóst var eftir honum í stjórn LÍ. Hann vill þó líta enn lengra aftur og rekur upphafið til þess að hann var gerður ráðningarstjóri ungra lækna á náms- árum í læknadeild og þar með hafi afskipti hans af félagsmálum lækna hafist. „Það eru nákvæmlega 30 ár síðan í haust,” segir hann kíminn. „Reyndar lenti ég í stappi við kennara í deildinni strax á 1. ári þar sem ég var kosinn í þriggja manna nefnd sem gekk á fund prófessorsins í efnafræði þeirra erinda að fá námsefnið skorið niður. Birna Jónsdóttir og Friðrik Kristján Guðbrandsson voru með mér í nefndinni og við áttum daglangan fund með prófessornum sem endaði með því að námsefni í efnafræði var skorið niður um rúmar 200 blaðsíð- ur. Það þótti okkur umtalsverður árangur.” Tók því fálega að setjast í stjórn LÍ Strax árið 1979 var Sigurbjörn kosinn fulltrúi ungra lækna í stjórn L1 en árið eftir flutti hann út á land og varð formaður Læknafélags Vesturlands og gegndi því embætti í fjögur ár. Arið 1984 tók hann sæti í stjórn Félags íslenskra heimilislækna og sat þar til ársins 1995, síðustu fjögur árin sem formaður eins og áður sagði. „Aðkoma mín að stjórn LI atvikaðist þannig Hávar að vor*® 1^95 komu þeir Páll Þórðarson og Sverrir Bergmann á stofuna til mín og báðu mig að setjast í Sigurjónsson stjórn LÍ þá um haustið. Þetta var í lok svokallaðr- ar seinni tilvísunardeilu sem hafði verið harðvítug og erfið læknasamfélaginu. Það var alveg ljóst að þeir Páll og Sverrir voru með þessu að reyna að bera klæði á vopnin og líma saman Læknafélagið eftir hjaðningar misserin á undan. Eg tók þessu fálega til að byrja með en eftir nokkra umhugsun þá fannst mér þetta góð hugmynd og taldi að ég gæti gert gagn í stjórn félagsins.” Varstu þá að hugsa um að sjónarmið heim- ilislœkna hefðu ekki náð eyrum á vettvangi Lœknafélagsins? „Já, ég hafði verið málsvari sjónarmiða lækna sem voru í minnihluta í Læknafélaginu og koll- egar mínir meðal heimilislækna töldu margir að Sighvatur Björgvinsson þáverandi heilbrigð- isráðherra hefði gengið nærri þeim og þeirra hagsmunum. Andstæðingar tilvísanakerfisins voru líka til í röðum heimilislækna en fyrst og fremst var andstaðan hjá sérfræðingum sem ráku rnjög skipulagða áróðursherferð í fjölmiðlum gegn sjón- armiðum okkar heimilislækna. Það var því alls ekki sjálfsagt mál fyrir mig að taka sæti í stjórn LI og kannski var maður líka dálítið vígmóður eftir formennskuna í félagi heimilislækna. Kollegar mínir töldu líka að með þessu yrði ég ekki jafn frjáls að því að tala fyrir sjónarmiðum þeirra og ég hafði gert sem formaður FÍH. Það kom líka á daginn að með því að setjast í stjórn svo stórs stétt- arfélags sem LI er, þá koma önnur sjónarmið upp og maður verður að haga hugsun sinni og gerðum á annan hátt en þegar um þrengri hóp lækna er að ræða.” Eiga lœknar ekki alltaf samleið í stéttarlegu til- liti. Eru hagsmunir þeirra í einhverjum tilfellum andstœðir? „Já, það er alveg hægt að draga fram andstæða hagsmuni en læknum hefur samt tekist í félags- legum efnum að sameinast um stefnu þó sætta hafi þurft sjónarmið og oftast hafa menn séð skóginn fyrir trjánum og látið mestu hagsmuni ráða för. Við sjáum það hins vegar glöggt á stórum heil- brigðisstofnunum að Iæknar ganga alls ekki allir í sama takti og taka ekki alltaf blíðlega hver á 690 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.