Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GRÆNLAND fólki sem hefur orðið fyrir slysum eða eitrun af völdum áfengisdrykkju.” Eskild segir að það vanti ávallt lækna á Grænlandi. „Okkur vantar reyndar ekki lækna hingað til Illulissat því hingað vilja margir koma vegna landslagsins og veðurfarsins sem er mjög gott. En það er viðvarandi læknaskortur á Grænlandi þó sífellt fleiri Grænlendingar leggi stund á læknisfræði. Mér skilst að núna séu um 25 stúdentar grænlenskir í læknanámi í Danmörku en annað mál er hvort þeir skila sér allir heim aftur. Ef einhverjir íslenskir dönskumælandi læknar lesa þetta þá hvet ég þá til að kynna sér möguleikana á starfi hér á Grænlandi. Pað er mikil og góð reynsla að starfa hér.” Menningarleg upplausn og rótleysi Grænlendinga í breyttu samfélagi á eflaust stóran þátt í því að drykkjusýki og geðsjúkdómar með hárri tíðni sjálfsvíga er eitt af daprari einkenn- unum á grænlensku samfélagi. „Tíðni sjálfsvíga er óvenjulega há á Grænlandi en ég treysti mér ekki til að segja hvort geð- sjúkdómar séu algengari eða meira áberandi hér en annars staðar. Ég verð sannarlega var við þá í mínu starfi hér á sjúkrahúsinu en við því er að búast. Hæst er tíðni sjálfsvíga meðal ungs fólks og þar eru ungir karlmenn í miklum meirihluta. Reyndar hefur tíðnin lækkað eitthvað allra síðustu árin sem er jákvætt en hún er samt alltof há. Hér í Illulissat hafa allt að 9 ungmenni fyrirfarið sér ár- lega og það er skelfilega hátt hlutfall í ekki stærra samfélagi. Þeir sem hafa rannsakað þetta segja að ungir grænlenskir karlmenn eigi erfitt með að finna sér hlutverk í breyttu samfélagi en konurnar eigi auðveldara með að aðlagast breytingunum. Annað einkenni á grænlensku samfélagi sem ekki hefur breyst er að drengjum er hampað af for- eldrum sínum og þeim leyfist nánast allt. Þegar þeir komast af unglingsárum og þurfa að mæta samfélaginu þá reka þeir sig á alls kyns hindranir og eiga mjög erfitt með að sætta sig við mótlæti. Um þetta hafa reyndar alls kyns kenningar verið settar fram og ég ætla ekki að hætta mér út í þann frumskóg. Það sem snýr að mér sem lækni er að aðferðir ungra karlmanna til að svipta sig lífi eru svo afgerandi að það er lítið svigrúm fyrir mistök sem geta þá bjargað lífi viðkomandi. Skotvopn eru algengasta tólið til sjálfsvíga og það er lítið hægt að gera þegar búið er skjóta sig í höfuðið.” A jákvæðari nótum er að verulegt átak hefur verið gert á undanförnum árum á Grænlandi til að sporna við sjálfsvígum og Eskild segir að það hafi borið góðan árangur. „Fólki sem líður illa stendur fagleg hjálp til boða bæði í gegnum síma og á sjúkrahúsunum og þetta erörugglega að skila sér.” Áhugamaður um hundasleða ., ., , Algengasti feroamatinn a Við snúum okkur nú að öðru sem þó snertir starf Grœnlandi er bátur eða hans að nokkru leyti en það kemur upp úr dúrnum þyrla. að hann er mikill áhugamaður um akstur hunda- sleða og á sjálfur eina 12 sleðahunda sem hann ljómar allur þegar berast í tal. „Illulissat er paradís hundasleðafólksins og hér eru fleiri hundar en fólk. Síðasta talning segir 6000 hundar.” Blaðamaður getur staðfest að sannarlega eru hundarnir margir og næturnar einkennast af spangóli um allan bæ þó flestir hundarnir séu geymdir utan bæjarins enda gilda strangar reglur um hundahald á Grænlandi. „Allir hundar verða að vera bundnir ef þeir eru orðnir eldri en 6 mánaða gamlir. Allir lausir hundar eru umsvifalaust aflífaðir af hundaeft- irlitsmönnum. Sleðahundar eru engin gæludýr. Þeir eru reyndar mjög hændir að eiganda sínum og geta verið mjög kelnir en þeir eru yfirleitt svangir og sérstaklega eru þeir hættulegir börnum. Astæðan fyrir þessum ströngu reglum eru skelfileg dauðaslys sem urðu hér fyrr á árum og enn fáum við börn sem hafa verið bitin illa af hundum ef þau hafa hætt sér of nærri þeim. Hundarnir bera enga virðingu fyrir börnum og líta nánast á þau sem bráð. En það er önnur saga og sjálfur hef ég mikla ánægju af hundunum mínum og veturinn er upp- áhaldstíminn minn hér á Grænlandi.” Læknablaðið 2007/93 711
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.