Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / NÝBURAR
(10). Hins vegar eru börnin í sumum tilvikum
enn með vanþroskuð lungu og fá þá glærhimnu-
sjúkdóm (hyaline membrane disease) sem yfirleitt
veldur alvarlegri öndunarörðugleikum en vot
lungu (5, 6, 11, 12). Einnig eru börn sem fæð-
ast með valkeisaraskurði í aukinni hættu á að fá
lungnaháþrýsting (13,14).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
tíðni öndunarörðugleika hjá börnum sem fæddust
með valkeisaraskurði á kvennadeild Landspítala á
tímabilinu 1996-2005. Metin var hlutfallsleg hætta
á öndunarerfiðleikum með tilliti til meðgöngu-
lengdar þegar valkeisaraskurðir voru gerðir í þeim
tilgangi að varpa ljósi á við hvaða meðgöngulengd
sé minnst hætta á öndunarörðugleikum hjá nýbur-
anum. Jafnframt voru könnuð áhrif verklagsreglna
sem settar voru á kvennadeild Landspítala árið
2001 þar sem lögð var áhersla á að gera ekki val-
keisaraskurði fyrir 39 vikna meðgöngu nema brýn
ástæða væri til.
Tilfelli og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og náði til fullburða
nýbura (meðgöngulengd >37+0 vikur, 259 dagar,
samkvæmt ómskoðun fyrir 20 vikna meðgöngu)
sem fæddust með valkeisaraskurði á kvennadeild
Landspítala frá 1. janúar 1996 til og með 31.
desember 2005 og leggja þurfti inn á vökudeild
Barnaspítala Hringsins vegna öndunarörðugleika.
Valkeisaraskurður var skilgreindur sem keisara-
skurður sem ekki er bráður, það er gerður áður en
hin verðandi móðir fer í fæðingu og ákveðinn að
minnsta kosti átta klukkustundum áður en hann
ergerður (15).
Upplýsinga um börnin og mæður þeirra var
aflað úr mæðraskrám og sjúkraskrám barnanna.
Heildartíðni valkeisaraskurða á kvennadeild
Landspítala á rannsóknartímabilinu var fengin úr
Landsskráningu fæðinga.
Börn sem ekki fæddust á kvennadeild
Landspítala og þau börn sem fæddust fyrir 37 vikna
meðgöngu voru útilokuð frá rannsókninni. Annað
sem útilokaði börnin frá þátttöku í rannsókninni
voru aðrir sjálfstæðir áhættuþættir fyrir öndunar-
örðugleikum hjá nýburum, svo sem staðfest sýk-
ing, ef legavatn var litað barnabiki (meconium)
og ef barnið var með meiriháttar fæðingargalla.
Einnig voru börn með litningagalla útilokuð frá
rannsókninni.
Viðmið sem notuð voru við greiningu á votum
lungum voru: a) hröð öndun, inndrættir og nasa-
vængjablakt, b) einkennandi breytingar á röntg-
enmynd af lungum: striklaga þéttingar út frá mið-
mæti, vökvi í skorum milli lunga (interlobar fiss-
ures) og vægt yfirþan á lungum og c) súrefnisþörf
minni en 30% við eins sólarhrings aldur (16).
Viðmið sem notuð voru við greiningu á glær-
himnusjúkdómi voru: a) hröð öndun eða stunur,
inndrættir og nasavængjablakt, b) einkennandi
breytingar á röntgenmynd af lungum: fínkornóttar
þéttingar, loftberkjuteikn (loftbronchogram) og
undirþan á lungum og c) þörf fyrir meira en 30%
súrefni í að minnsta kosti sólarhring eða meðferð
með öndunarvél (16).
Við greiningu á lungnaháþrýstingi (persistent
pulmonary hypertension of the newborn) var
notuð hjartaómskoðun. Öll börnin sem greind
voru með lungnaháþrýsting voru með leka á
þríblöðkuloku (valva tricuspitalis) og var þrýsting-
urinn í lungnaslagæðum áætlaður með því að mæla
flæðishraða blóðs í gegnum lokuna frá hægri slegli
aftur í hægri gátt.
Urn mitt ár 2001 voru gerðar verklagsreglur á
kvennadeild Landspítala þar sem lögð var áhersla
á að valkeisaraskurðir væru ekki gerðir áður en 39
vikna meðgöngu væri náð, nema nauðsyn bæri til.
Könnuð var tíðni ótímabærra keisaraskurða fyrir
39 vikna meðgöngu áður en og eftir að þær voru
settar.
Tölfræðiútreikningar voru gerðir með forritinu
JMP (JMP 6.0.0 (Academic), SAS Institute Inc.
Cary, NC). Tíðni öndunarörðugleika var reiknuð
út sem hlutfall af heildarfjölda valkeisaraskurða
sem gerðir voru á Kvennadeild Landspítala á
sama tímabili. Kí-kvaðrat próf var notað við töl-
fræðiútreikninga. Niðurstöður eru gefnar upp sem
meðaltal + meðalfrávik, miðgildi (dreifing) eða
Tafla Hlutfallsleg áhætta að fá öndunarörðugleika hjá nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði eftir meðgönguiengd.
Meðgöngulengd (vikur) Fjöldi barna með öndunaröröugleika / fjöldi barna fædd með valkeisaraskurði Hundraðshluti barna með öndunarörðugleika Áhættuhlutfall (risk ratio) 95% vikmörk
37 °-6 sbv. 38 06 12 / 87 sbv. 22 / 331 13,8 % sbv. 6,6 % 2,07 1,07-4,03
38 °-6 sbv. 39 M 22 / 331 sbv. 20 / 871 6,6 % sbv. 2,3 % 2,89 1,40-5,23
39 °-6 sbv. 40 °-6 20 / 871 sbv. 3 / 121 2,3 % sbv. 2,5 % 0,93 0,28-3,07
37 0 - 38 6 sbv. 39 0 - 40 6 34 / 418 sbv. 23 / 992 8,1 % sbv. 2,3 % 3,51 2,01-5,88
Sbv.: samanborió viö
676 Læknablaðið 2007/93
j