Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐTAL VIÐ FORMANN LÍ að ég sem formaður LÍ og Óskar Einarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur vorum búnir að kanna marga möguleika á því að mynda nýja ritstjórn og þar var Vilhjálmur alltaf inn í myndinni sem ritstjóri, þá kom að þeim punkti að ljóst var að ekki yrði hægt að skipa nýja ritstjórn með hann áfram sem ritstjóra. Þetta var á endanum spurning um að leika list hins mögulega. Þetta var pólitísk niðurstaða og útkoman var þessi.” Hvað var erfiðast í þessu máli? „Þarna þekktust allir og margir voru vinir og búnir að starfa saman lengi. Það var ekki hægt annað en ræða þetta á persónulegum nótum og við Vilhjálmur höfðum átt mjög gott samstarf alla tíð og ég tók það persónulega mjög nærri mér. Bæði ferlið og niðurstöðuna. En ég vil bæta því við þar sem nú liggur fyrir kæra hjá siðanefnd lækna- félagsins frá Kára Stefánssyni á hendur Vilhjálmi Rafnssyni fyrir að birta greinina í Læknablaðinu. Mín skoðun á því er sú að það sé algjörlega fráleitt að saka Vilhjálm um það. Hins vegar eru atriði í greininni sem ég tel vera brot á siðareglum en það er greinarhöfundurinn sem frernur þau brot en ekki ritstjórinn með birtingu greinarinnar. Það á að þurfa meira til en svo að greinar séu ekki birtar. Tjáningarfrelsið á að ganga lengra en ritskoðun. Við settum í framhaldinu nýrri ritstjórn erind- isbréf þar sem tiltekið er að ekki sé viðeigandi að læknar tjái sig á síðurn blaðsins um hæfni annarra lækna til læknisstarfa. Að öðru leyti hafa eigendur Læknablaðsins, Læknafélag Islands og Læknafélag Reykjavíkur, ekki komið nálægt ritstjórn blaðsins í þau tvö ár sem núverandi ritstjórn hefur starfað.” Gæfa að hafa gaman af starfinu Heldurðu að þetta mál hafi orðið til þess að lœknar séu meira hikandi við tjá sig um málefni líðandi stundar á síðum blaðsins? „Ég veit það satt að segja ekki. Ef það er afleið- ingin þá er það sannarlega sorglegt. Læknablaðið er ekki eins og það var en nýrri ritstjórn og nýju fólki fylgja önnur efnistök.” Er það einh ver spurning h vort lœknafélögin eigi að gefa út Læknablað? „Nei, það er engin spurning og við viljum gefa út faglegt blað sem mætir alþjóðlegum kröfum um hvernig slíkt blað á að vera unnið og hvernig greinakrítik á að haga. Við verðum líka að gefa út félagslegt blað og fyrir allmörgum árum varð það niðurstaðan að gefa þetta út í einu og sama blaðinu. Það er reyndar von mín að með tímanum verði enn eftirsóknarverðara en nú er að birta í Læknablaðinu vísindagreinar og að mönnum þyki það sjálfsagður vettvangur fyrir birtingu slíkra greina. Hins vegar veit ég það að margir læknar lesa félagslega hluta blaðsins með ekki minni athygli en vísindagreinarnar.” Finnst þér lœknar taka þann þátt í almennri þjóðfélagsumrœðu sem þeir œttu og/eða gœtu gert? „Ég held að þeir geri það í minna mæli held- ur en var og mér finnst að þeir eigi þar meira erindi en þeir telja sig eiga sjálfir. Það er eitt af grundvallaratriðum í siðfræði læknisfræðinnar að við erum málsvarar sjúklinga og við berum ábyrgð gagnvart einstaklingnum. Þátttaka í þjóðfélags- umræðu er nauðsynleg og læknir er að sinna hlut- verki sínu gagnvart sjúklingi ef hann tekur ábyrga afstöðu í því samfélagi sem báðir eru hluti af. Hvað Læknafélagið varðar þá fer sú skoðun ekki leynt þó hún sé sannarlega í minnihluta að félagið eigi ekki að skipta sér af neinu nema þrengstu hagsmunum lækna í stéttarlegu samhengi. Ég vona að þessi skoðun verði aldrei ofan á í stefnu Læknafélags Islands.” En hvað fer Sigurbjörn Sveinsson að gera nú þegar tími hans sem formaður Læknafélags íslands er á enda? „Framundan hjá mér er að fara í fullt starf sem heimilislæknir. Á læknastofunni líður mér best og ég uni hvergi betur en þegar ég er búinn að loka á eftir mér og sjúklingnum. Ég er svo gæfusamur að hafa mikla ánægju af starfi mínu. Ég er búinn að hlakka lengi til þess. Ég er reyndar kominn í nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytis sem á að at- huga greiðsluþátttöku sjúklinga og ég hef sagt við stjórn LÍ að ég sé ekki hættur að hitta fólk og ég er alveg tilbúinn til að hafa skoðanir á fundum lækna í framtíðinni. Ég er ekki búinn að útskrifa sjálfan mig úr Læknafélagi íslands.” Nánir samstarfsmenn í fimm ár. Gunnar Ármannsson framkvœmdastjóri LÍ og Sigurbjörn Sveinsson. Læknablaðið 2007/93 695
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.