Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / NÝBURAR Öndunarörðugleikar hjá nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði Snorri Freyr Dónaldsson1,2 Læknir Atli Dagbjartsson1,2 Barnalæknir Hörður Bergsteinsson1,2 Barnalæknir Hildur Harðardóttir1,3 Kvensjúkdóma- og FÆÐINGALÆKNIR Ásgeir Haraldsson12 Barnalæknir Þórður Þórkelsson1,2 Barnalæknir 'Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 2Læknadeild HÍ, 3kvennadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórður Þórkelsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 543-1000, bréfsími: 543-3021. thordth @landspitali. is Lykilorö: valkeisaraskurður, öndiinarörðugleikar, nýburar. Ágrip Tilgangur: Kanna tíðni öndunarörðugleika hjá fullburða börnum sem fæddust með valkeis- araskurði á kvennadeild Landspítala yfir 10 ára tímabil. Tilfelli og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr mæðraskrám og sjúkraskrám barna sem fæddust með valkeisaraskurði á kvennadeild Landspítala árin 1996-2005 eftir >37 vikna meðgöngu og fengu öndunarörðugleika vegna votra lungna eða glærhimnusjúkdóms. Niðurstöður: Af þeim 1486 fullburða börnum sem fæddust með valkeisaraskurði á Landspítala á rannsóknartímabilinu fengu 57 (3,8%) vot lungu (50 börn) eða glærhimnusjúkdóm (7 börn). Tíðni þessara sjúkdóma var í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd, 13,8% við 37 vikna meðgöngu og 2,5% við 40 vikna meðgöngu. Tölfræðilega marktækur munur var á tíðninni frá 38 vikna meðgöngu (38+0-38+6 vikur) til 39 vikna meðgöngu (39+°_39+6 vikur) (6 6o/o og 2i4 o/o. p<0,001). Tíðni keisaraskurða fyrir 39 vikna meðgöngu fór lækk- andi á seinni hluta rannsóknartímabilsins eftir að vinnureglur um tímasetningu valkeisaraskurða voru settar á kvennadeild spítalans. Ályktun: Mikilvægt er að bíða með valkeisara- skurð þar til 39 vikna meðgöngulengd er náð, þar sem aukin hætta er á öndunarörðugleikum hjá barninu ef hann er gerður fyrir þann tíma. Inngangur Þó flest börn fæðist á eðlilegan hátt þarf í sumum tilvikum að gera fyrirfram ákveðinn keisaraskurð (valkeisaraskurð) áður en fæðing hefst. Það er yfirleitt gert ef frábending er fyrir eðlilegri fæð- ingu. Þetta getur átt við ef fóstrið er í afbrigðilegri stöðu, fylgja er fyrirsæt, ef misræmi er milli stærðar mjaðmagrindar og fósturs, eða konan hefur áður gengist undir keisaraskurð í tvígang. Valkeisaraskurðir sem gerðir eru á réttum tíma og á réttum forsendum eru taldir öruggur fæðing- armáti fyrir móður og barn (1). Keisarafæðingum hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum tveimur áratugum og á það jafnt við um val- og bráðakeisaraskurði (2). Ein helsta ástæða þessa er talin vera sú að færst hefur í vöxt að börn séu tekin með bráðakeisaraskurði. Þegar kona hefur einu sinni gengist undir keisaraskurð ENGLISH SUMMARY Dónaldsson SF, Dagbjartsson A, Bergsteinsson H, Harðardóttir H, Haraldsson Á, Þórkelsson Þ Respiratory dysfunction in infants born by elective cesarean section without labor Læknablaðið 2007; 93: 675-9 Objective: To evaluate the effects of gestational age at the timing of elective caesarean section (ECS) on the incidence of respiratory dysfunction in the newborn. Study group and methods: This was a retrospective study. All infants born by ECS at the Landspitali- University Hospital lceland over a 10 years period (1996-2005) at >37 weeks gestation and diagnosed with transient tachypnoea of the newborn (TTN) or respiratory distress syndrome (RDS) were included in the study. Results: Of the 1486 infants delivered by ECS over the study period 57 (3.8%) developed TTN (50 infants) or RDS (7 infants). The incidence of respiratory dysfunction was inversely related to gestational age, 13.8% at 37 weeks gestation and 2.5% at 40 weeks gestation. A statistically significant reduction in the incidence of TTN or RDS was observed from 38 weeks to 39 weeks gestation (6.6% and 2.3% respectively; p<0.001). There has been a reduction in the incidence of ECS before 39 weeks gestation since 2001, when guidelines regarding optimal timing of ECS were set at our hospital. Conclusion: The incidence of respiratory dysfunction in neonates born by ECS is inversely related to gestational age, even in the term infant. It is important to delay ECS until 39 weeks gestation whenever possible, in order to minimize the risk of respiratory dysfunction in the newborn infant. Keywords: Elective cesarean section, respiratory distress, newborn. Correspondence: Þórður Þórkelsson, thordth@landspitali.is eru mun meiri líkur á því að næstu börn hennar verði einnig að fæðast með keisaraskurði og þá yfirleitt valkeisaraskurði (1). Valkeisaraskurðum fylgir viss áhætta, bæði fyrir móður og barn. Móðirin getur orðið fyrir fylgikvillum seni fylgja öllum stærri skurðaðgerðum í kviðarholi, svo sem sýkingum og blæðingum. Barnið er einnig í meiri hættu á að fá öndunarörðugleika en börn sem fæðast á eðlilegan hátt (3-9). Oftast er um að ræða væga tímabundna öndunarörðugleika vegna seinkaðs flutnings vökva úr lungum eftir fæðingu Læknablaðið 2007/93 675
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.