Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURKÖFNUN börn eru með alvarlegan heilaskaða er ástæðan óþekkt og tímasetning heilaskaðans einnig óþekkt. í rannsókninni kom fram að afdrif barna sem fá alvarlegasta form HIE í kjölfar fósturköfnunar eru slæm. Há dánartíðni var í þeim hópi og eina barnið sem lifði af er varanlega þroskaskert og hreyfihamlað. Marktækur munur á Apgar stigun barna sem fengu HIE og hinna sem ekki fengu HIE styður forspárgildi Apgar stigunar. Miðgildi Apgar stiga við eina, fimm og tíu mínútur reyndist einnig lægra hjá HIE hópnum samanborið við hinn. Það styrkir enn frekar gildi Apgar stigunar við mat á alvar- leika fósturköfnunar við burðarmál. Munurinn var mestur við tíu mínútna aldur sem er í samræmi við það sem áður var bent á að forspárgildi Agpar stigunar sé best eftir að barnið hefur náð fimm mínútna aldri (18). Okkar niðurstöður sýna að lágt sýrustig í blóði barns eftir fæðingu er marktækur forspárþáttur fyrir HIE í kjölfar fósturköfnunar. Sömuleiðis gefa niðurstöðurnar til kynna áreiðanleika sýrustigs- mælinga og basaskortsmælinga til að staðfesta greiningu marktækrar fósturköfnunar. Börn sem fengu HIE í kjölfar fósturköfnunar reyndust að meðaltali með sýrustig 6,95 við fæðingu, basaskort rúmlega 20 mmól/L og bíkarbónat í kringum 13 mmól/L. Þetta gefur sterklega til kynna að þegar ofangreindar breytingar á efnaskiptum eru til staðar má rekja truflanir á starfsemi heila (HIE) til afleiðinga súrefnisþurrðar í heila. Nokkuð kom á óvart að gildi blóðrauða við fæðingu reyndist marktækt lægri í blóði barna sem fengu HIE í kjölfar fósturköfnunar heldur en hinna sem ekki fengu HIE. Þessu sambandi hefur ekki verið lýst áður. Hins vegar hefur verið lýst sambandi milli hárra gilda blóðrauða og hærri Apgar stigunar hjá börnum sem eru fædd lítil miðað við meðgöngulengd (19). Það samband er talið skýrast af örvun á nýmyndun rauðra blókorna vegna hlutfallslegs súrefnisskorts. Rökrétt er að áætla að hærra gildi blóðrauða í blóði barna sem verða fyrir súrefnisþurrð í fæðingu geti verndað þau fyrir afleiðingum súrefnisþurrðar og minnkað þannig líkur á HIE. Þetta samband þarfnast frek- ari athugunar í framtíðinni. Rannsóknir sýna öfugt samband milli annars vegar Apgar stiga og sýrustigs í blóði og hins vegar fjölda kjarnaðra rauðra blóðkorna (20). í þessari rannsókn var fjöldi kjarnaðra rauðra blóðkorna mikill hjá báðum hópum. Fjöldinn var um fjórð- ung meiri í börnum sem ekki fengu HIE heldur en hinum, þó svo sá munur hafi ekki náð tölfræðilegri marktækni. Leiða má líkur að því að börn sem hafa fleiri kjörnuð rauð blóðkorn séu betur í stakk búin að þola álag erfiðrar fæðingar þar sem fleiri kjörn- uð rauð blóðkorn mynda hærra gildi blóðrauða. Af ofangreindu er ljóst að meingerð HIE er flókin og greining fósturköfnunar erfið. Greiningartæknin sem notuð er í fæðingum er hvorki sérlega næm eða sértæk til greiningar á yfirvofandi fósturköfnun. Seint verður þó lögð of mikil áhersla á mikilvægi þess að bera kennsl á fósturstreitu tímanlega til að koma megi í veg fyrir þjáningar barna og foreldranna sem í hlut eiga. Þörf er á nýrri tækni sem er sértækari og næmari á yfirvofandi alvarlega fósturköfnun og eins er frekari rannsókna þörf á þeim þáttum fóstursins sem gera það veikara fyrir. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að greiningarskilmerki á alvarlegri fósturköfnun megi byggja á Apgar stig- un og klínískum einkennum nýburans í samhengi við blóðgasagildi. Þakkir Anna Björg Jónsdóttir ritari á Kvennasviði og starfsfólk skjalasafna Landspítala. Heimildir 1. Ross MG. EM, Novak D. Placental and Fetal Physiology. In: Gabbe SG. NJ, Simpson JL., ed. Obstetrics Normal and Problem Pregnancies: Churchill Livingstone, 2002:37-62. 2. Thornberg E, Thiringer K, Odeback A, Milsom 1. Birth asphyxia: incidence, clinical course and outcome in a Swedish population. Acta Paediatr 1995; 84:927-32. 3. Vannucci RC, Perlman JM. Interventions for perinatal hypoxic-ischemic encephalopathy. Pediatrics 1997; 100: 1004- 14. 4. Wu YW, Backstrand KH, Zhao S, Fullerton HJ. Johnston SC. Declining diagnosis of birth asphyxia in Califomia: 1991-2000. Pediatrics 2004; 114:1584-90. 5. Sutton L, Sayer GP, Bajuk B, Richardson V, Berry G, Henderson-Smart DJ. Do very sick neonates bom at term have antenatal risks? 1. Infants ventilated primarily for problems of adaptation to extra-uterine life. Acta Obstet Gynecol Scand 2001; 80:905-16. 6. Sykes GS, Molloy PM, Johnson P, Gu W. Ashworth F, Stirrat GM, et al. Do Apgar scores indicate asphyxia? Lancet 1982; 1: 494-6. 7. Boylan PC, Parisi, V. Fetal acid base balance. In: Creasy RK, Resnik, R., ed. Maternal-fetal medicine. Third ed: W. B Saunders company, 1994:349-58. 8. Sarnat HB, Sarnat MS. Neonatal encephalopathy following fetal distress. A clinical and electroencephalographic study. Arch Neurol 1976;33:696-705. 9. Hull J, Dodd KL. Falling incidence of hypoxic-ischaemic encephalopathy in term infants. Br J Obstet Gynaecol 1992; 99:386-91. 10. Badawi N, Kurinczuk JJ, Keogh JM,Alessandri LM, O'Sullivan F. Burton PR, et al. Intrapartum risk factors for newborn encephalopathy: the Western Australian case-control study. BMJ 1998;317:1554-8. 11. Levene MI, Sands C. Grindulis H, Moore JR. Comparison of two methods of predicting outcome in perinatal asphyxia. Lancet 1986; 1:67-9. 12. Robertson C, Finer N. Term infants with hypoxic-ischemic encephalopathy: outcome at 3.5 years. Dev Med Child Neurol 1985; 27:473-84. 13. Pálsdóttir K, Dagbjartsson A, Þórkelsson Þ, Harðardóttir H. Fósturköfnun og heilakvilli af völdunt súrefnisþurrðar - tíðni og áhættuþættir á meðgöngu og í fæðingu. Læknablaðið 2007; 93:595-601. 14. Milsom I, Ladfors L, Thiringer K, Niklasson A, Odeback A, Thornberg E. Influence of maternal, obstetric and fetal risk factors on the prevalence of birth asphyxia at term in a Swedish urban population. Acta Obstet Gynecol Scand 2002; 81:909-17. 15. Nelson KB, Leviton A. How much of neonatal encephalopathy 672 Læknablaðið 2007/93 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.