Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREIN / GAUMSTOL Mynd 3. Stafaleitarpróf. Á blaðinu eru 30 'A', sem dreifast samhverft um miðju og innan um aðra bókstafi á hvorum helm- ingi blaðsins. Sjúklingur er beðinn að gera hring um þau 71' sem hann sér. þær línur sem þeir sjá en ef þeir strika yfir línurnar (33). Skýring þessara niðurstaðna er líklegast sú að umhverfisáreiti sem eru til hægri halda í athygli sjúklings í þá áttina. Þegar umhverfisáreitin hverfa (í myrkrinu eða þegar línurnar eru strokaðar út) reynist auðveldara að líta til vinstri og gaumstolið minnkar. Akstur er dæmi um flóknar aðstæður hlaðnar áreitum sem ökumaður verður að skynja og taka tillit til. Akstur krefst hæfni í að meta skjótt áreitin og upplýsingar úr ýmsum áttum, þau geta verið mörg, þau geta verið ófyrirséð og þau koma og fara. I slíkum aðstæðum er erfitt fyrir sjúkling með gaumstol að höndla öll áreiti, þau til hægri geta haldið athygli hans og þau til vinstri læðst framhjá án eftirtektar hans. Slíkur vandi skerðir augljós- lega akstursgetu þótt engar skýrar íslenskar reglur séu til um akstur og gaumstol. Eitt af einkennum gaumstols er skortur á innsæi sjúklinga í eigin gaumstolsvanda (34). Sjúklingur játar kannski að hann eigi við vanda að stríða og snýr höfði og beinir athygli sinni til vinstri þegar honum er bent á að hann missi af því sem gerist til þeirrar hliðar (ósjaldan þarf að ítreka slíkar ábendingar). Yfirleitt líður þó ekki á löngu þar til sjúklingurinn virðist missa jafn- mikið og áður af því sem er honum á vinstri hönd án þess að hann minnist á þann vanda sjálfur. Sé gaumstolsvandinn mikill er ekki víst að sjúklingur geri sér nokkra grein fyrir honum. Innsæisleysið getur líka beinst að öðru en gaumstolinu. Það er vel þekkt að sjúklingar með hægri heilaskaða og vinstri helftarlömun neiti því að þeir séu lamaðir (e. a- nosognosia for hemiplegia) og Babinski lýsti fyrstur árið 1914 (35). Annað hugtak, anosodiap- horia, er notað yfir vægari tegund innsæisvanda, eða þegar sjúklingar gangast við einkennum sínum en láta sig þau þó litlu skipta. Þótt báðar þessar gerðir innsæisvanda geti komið fyrir við heilaskaða án gaumstols eru þau oft til staðar samhliða því, og þá sérstaklega það að sjúklingar sýni einkennum sínum fálæti (17). Skortur á innsæi hefur áhrif á endurhæfingu og dregur úr batalíkum (36, 37). Skortur á innsæi getur beinst að almennri getu og komið fram í því að sjúklingar ofmeti getu sína til ýmissa athafna daglegs lífs og telji sig geta betur en þeir raunveru- lega gera. Ein leið til að meta slíkt er að bera saman mat annarra, til dæmis nákominna ættingja, á getu sjúklings við mat hans sjálfs (38,39). Mismunandi gerðir gaumstols Gaumstol sem snýr að líkama sjúklings (e. personal neglect) er stundum aðgreint sérstaklega (40, 41). Það getur til dæmis falist í að sjúklingur hirðir vinstri líkamshlið verr við snyrtingu, - skegghýj- ungur verður kannski eftir við rakstur og andlits- farðinn ófullkominn, og skyrtan illa girt vinstra megin. Stundum verður matur eftir innan kinnar vinstra megin, á ensku kallað buccal neglect (42). Gaumstoli hefur verið lýst við aðra skynjun en þá sem tengist sjón (e. visual neglect); við snert- ingu (43), lykt (44) og heyrn (45). Önnur skipting gaumstols sem hefur verið allmikið rannsökuð er sú að gaumstol sem tengist skynjun (e. perceptual neglect) megi aðgreina frá gaumstoli sem teng- ist hreyfingum (46-48). Það síðarnefnda getur til dæmis komið fram í því að sjúklingur hreyfi lítið eða ekki vinstri útlim án þess að lömun verði um kennt, með öðrum orðum þá skýrist hreyfing- arleysið af gaumstoli sjúklings en ekki eiginlegri lömun (nefnt á ensku motor neglect). Hreyfi- gaumstol getur líka komið fram í því að sjúklingur hreyfi ekki, eða lítið, hægri ólamaðan handlegg sinn yfir til vinstri hliðar sem hann gefur ekki gaum (nefnt á ensku directional hypokinesia). Þegar sjúklingur merkir ekki við strik vinstra megin á blaði með hægri handlegg (sjá mynd 2) eða teiknar ekki vinstri hluta myndar (sjá mynd 4) er truflun á skynjun hans og eftirtekt til vinstri því ekki eina mögulega skýringin. Stefnumiðað hreyfi-gaum- stol getur þar skipt máli. Vísbendingar eru um að hreyfi-gaumstol tengist frekar skemmdum í fram- hluta heila, en gaumstol tengt skynjun, skemmdum í hvirfilblaði (49). Gaumstolseinkenni geta komið fram óháð um- hverfisáreitum eins og þegar sjúklingur teiknar mynd beint úr minni án fyrirmyndar (mynd 5) 684 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.